Þingið vill að útgöngu úr ESB verði frestað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. mars 2019 07:30 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Bretland Leitast á við að fresta útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta var samþykkt með miklum meirihluta á breska þinginu í gær, 412 studdu tillöguna en 202 lögðust gegn henni. Útgöngudagurinn hafði áður verið settur 29. mars og hafði Theresa May forsætisráðherra, sem og reyndar breska þingið, áður hafnað því að sækjast eftir frestun á útgöngu. Bretar munu nú þurfa að leita á náðir Evrópusambandsins um að fá umræddan frest. Samkvæmt tillögunni vilja Bretar að útgöngu verði frestað til 30. júní, það er að segja ef þingið hefur ekki samþykkt útgöngusamning þann 20. mars. Ef enginn samningur er samþykktur þyrfti ríkisstjórnin að fara fram á að fresta útgöngu á ný. Framkvæmdastjórn ESB sendi frá sér tilkynningu eftir að niðurstöður lágu fyrir. Þar fylgdist fólk náið með atkvæðagreiðslunni. „Beiðni um frestun krefst einróma samþykkis allra aðildarríkjanna. Það er leiðtogaráðsins að taka við slíkri beiðni, hafa í huga að nauðsynlegt er að tryggja áframhaldandi starfsemi stofnana ESB og velta fyrir sér ástæðunum fyrir frestun og lengd frestunarinnar.“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, sagðist opinn fyrir frestun ef Bretar ná saman og breyta nálgun sinni. Frestun útgöngu virðist nauðsynleg nú þar sem þingið samþykkti í vikunni að útiloka samningslausa útgöngu. En þótt þingið vilji ekki útgöngu án samnings er ekki þar með sagt að hvaða samningur sem er dugi. Það sést greinilega á því að þingið hefur í tvígang hafnað samningnum sem ríkisstjórn May hefur gert við ESB með miklum mun. May hefur farið fram á þriðju atkvæðagreiðsluna um samning sinn í næstu viku til þess að freista þess að þurfa ekki að fresta útgöngu enn frekar. Þór Skýrandi The Times sagði að það yrði mikið verk fyrir stjórnina að ná meirihluta á bak við samninginn. Enn þarf að snúa á áttunda tug þingmanna Íhaldsflokksins, sem greiddu atkvæði gegn samningnum í vikunni, og þá þarf líka að snúa þingmönnum Lýðræðislega sambandsflokksins, norðurírska flokksins sem ver minnihlutastjórn Íhaldsflokksins vantrausti. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði eftir atkvæðagreiðsluna í gær að May þyrfti nú að sætta sig við að hvorki samningur hennar né samningslaus útganga væru raunhæfir möguleikar í dag. Hann hvatti May til þess að leggja snarlega fram frumvarp um frestunina og sagði að Verkamannaflokkurinn hefði sjálfur áætlun í útgöngumálum. Corbyn er ekki sá eini sem er ósáttur við það hvernig May hefur haldið á spilunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur áður lýst ánægju sinni með að Bretar ætli út úr ESB, sagðist í gær steinhissa á því hversu illa hefði gengið í viðræðum. Hann hefði tjáð May hugmyndir sínar um hvernig væri best að bera sig að í viðræðum en hún ekki hlustað. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Bretland Leitast á við að fresta útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta var samþykkt með miklum meirihluta á breska þinginu í gær, 412 studdu tillöguna en 202 lögðust gegn henni. Útgöngudagurinn hafði áður verið settur 29. mars og hafði Theresa May forsætisráðherra, sem og reyndar breska þingið, áður hafnað því að sækjast eftir frestun á útgöngu. Bretar munu nú þurfa að leita á náðir Evrópusambandsins um að fá umræddan frest. Samkvæmt tillögunni vilja Bretar að útgöngu verði frestað til 30. júní, það er að segja ef þingið hefur ekki samþykkt útgöngusamning þann 20. mars. Ef enginn samningur er samþykktur þyrfti ríkisstjórnin að fara fram á að fresta útgöngu á ný. Framkvæmdastjórn ESB sendi frá sér tilkynningu eftir að niðurstöður lágu fyrir. Þar fylgdist fólk náið með atkvæðagreiðslunni. „Beiðni um frestun krefst einróma samþykkis allra aðildarríkjanna. Það er leiðtogaráðsins að taka við slíkri beiðni, hafa í huga að nauðsynlegt er að tryggja áframhaldandi starfsemi stofnana ESB og velta fyrir sér ástæðunum fyrir frestun og lengd frestunarinnar.“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, sagðist opinn fyrir frestun ef Bretar ná saman og breyta nálgun sinni. Frestun útgöngu virðist nauðsynleg nú þar sem þingið samþykkti í vikunni að útiloka samningslausa útgöngu. En þótt þingið vilji ekki útgöngu án samnings er ekki þar með sagt að hvaða samningur sem er dugi. Það sést greinilega á því að þingið hefur í tvígang hafnað samningnum sem ríkisstjórn May hefur gert við ESB með miklum mun. May hefur farið fram á þriðju atkvæðagreiðsluna um samning sinn í næstu viku til þess að freista þess að þurfa ekki að fresta útgöngu enn frekar. Þór Skýrandi The Times sagði að það yrði mikið verk fyrir stjórnina að ná meirihluta á bak við samninginn. Enn þarf að snúa á áttunda tug þingmanna Íhaldsflokksins, sem greiddu atkvæði gegn samningnum í vikunni, og þá þarf líka að snúa þingmönnum Lýðræðislega sambandsflokksins, norðurírska flokksins sem ver minnihlutastjórn Íhaldsflokksins vantrausti. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði eftir atkvæðagreiðsluna í gær að May þyrfti nú að sætta sig við að hvorki samningur hennar né samningslaus útganga væru raunhæfir möguleikar í dag. Hann hvatti May til þess að leggja snarlega fram frumvarp um frestunina og sagði að Verkamannaflokkurinn hefði sjálfur áætlun í útgöngumálum. Corbyn er ekki sá eini sem er ósáttur við það hvernig May hefur haldið á spilunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur áður lýst ánægju sinni með að Bretar ætli út úr ESB, sagðist í gær steinhissa á því hversu illa hefði gengið í viðræðum. Hann hefði tjáð May hugmyndir sínar um hvernig væri best að bera sig að í viðræðum en hún ekki hlustað.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira