Lífið

Sephora hættir samstarfi við dóttur Lori Laughlin í kjölfar háskólasvikamyllu

Sylvía Hall skrifar
Olivia Jade með palettuna sem hún gerði í samstarfi við Sephora.
Olivia Jade með palettuna sem hún gerði í samstarfi við Sephora. Skjáskot
Hin 19 ára gamla Olivia Jade er komin í sviðsljós fjölmiðla vestanhafs eftir móðir hennar, leikkonan Lori Laughlin, og faðir voru ákærð fyrir þátttöku í svikamyllu til þess að koma nemendum í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna. Olivia Jade er í hópi þeirra barna sem komust inn í skóla vegna svindlsins.

Olivia Jade stundar nám við University of Southern California ásamt systur sinni, hinni tvítugu Isabellu. Foreldrar þeirra eru sagðir hafa borgað 500 þúsund Bandaríkjadala, sem nemur um sextíu milljón íslenskra króna, til fyrirtækis í eigu manns að nafni William Singer til þess að tryggja að dætur þeirra kæmust inn í skólann.





Eftir að upp komst um svikamylluna tilkynnti snyrtivörurisinn Sephora að hann myndi hætta öllu samstarfi við Oliviu Jade en hún hefur getið sér gott orð sem áhrifavaldur með hálfa aðra milljón fylgjenda á Instagram og auglýst vörur fyrirtækisins. Þá framleiddi Sephora meðal annars snyrtivörur með nafni Oliviu Jade sem voru gefnar út í desember á síðasta ári en hafa nú verið teknar úr sölu.

Samkvæmt heimildum TMZ hafa báðar dætur hjónanna ákveðið að hætta í skólanum af ótta við að verða fyrir einelti.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.