Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 14. mars 2019 12:43 Lee Seung-hyun við komuna á lögreglustöðina í Seúl í dag. Getty/Han Myung-Gu Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu. Um er að ræða spjallhóp þar sem kynlífsmyndböndum var deilt auk þess sem umræður um byrlanir og nauðganir áttu sér stað. Þá kemur vændi einnig við sögu. Söngvari hljómsveitarinnar BIGBANG Lee Seung-hyun er grunaður um kaup á vændi fyrir erlenda viðskiptamenn til að auka fjárfestingar í fyrirtæki hans. Hann neitaði sök en sagði á blaðamannafundi að hann myndi sýna lögreglu samstarfsvilja. Hann hefur stigið úr sviðsljósinu eftir að ásakanirnar komu fram og hefur umboðsfyrirtæki hans, YG Entertainment lýst því yfir að samningi Seung-hyun verði slitið að hans beiðni.Upptaka kynlífsmyndbanda ekki ný af nálinni Auk hans hefur söngvarinn og leikarinn Jung Joon-young dregið sig í hlé eftir að hann viðurkenndi að hafa tekið upp kynlífsmyndbönd án leyfis kvennanna og deilt myndskeiðunum á spjallhópi á árunum 2015-16. Þetta er ekki fyrsta skipti sem Joon-young hefur verið sakaður um að taka upp kynlífsmyndbönd án samþykkis. Fyrrverandi kærasta hans sakaði hann um slíkt árið 2016 en dró ásakanirnar síðar til baka. „Ég tók konur upp án þeirra leyfis og deildi því í spjallhópi og meðan ég var að því fann ég ekki fyrir miklu samviskubiti,“ sagði Joon-young í tilkynningu en lýsti því yfir að hann myndi lifa með þessari skömm það sem eftir væri ævinnar. Í spjallhópnum á kynlífsmyndböndum að hafa verið deilt, auk þess sem grínast var með byrlun og nauðganir á konum. Yfirhylming lögreglu Hinir mennirnir sem sakaðir eru um aðild að málinu heita Yong Jun-hyun og Choi Jong-hoon. Jun-hyun lýsti yfir eftirsjá í færslu á Instagram, þar sem hann sagðist bæði sjá eftir því að hafa horft á myndböndin og óviðeigandi ummælum sem hann lét falla. Jong-hoon hefur verið rekinn úr hljómsveit sinni FT Island en umboðsskrifstofan FNC Entertainment tilkynnti um það á þriðjudag. Skilaboð úr spjallhópnum leiddu í ljós að starfsmaður lögreglu hafi hjálpað til við að hylma yfir ölvunarakstur Jong-hoon en ölvunaraksturinn er sagður ástæða uppsagnarinnar. Suður-Kóreskur almenningur, sérstaklega aðdáendur, hefur lýst yfir miklum vonbrigðum og krefst aðgerða. Þegar hafa safnast yfir 200,000 undirskriftir þar sem skorað er á forseta landsins að bregðast við spillingunni og ofbeldinu, sem nú er ljóst að viðgengst innan geirans. Verð á hlutabréfum í umboðsfyrirtæki Seung-hyun, YG Entertainment, hefur fallið um meira en 20% eftir að skandallinn var fyrst opinberaður 26. febrúar. Kynferðisofbeldi Suður-Kórea Tónlist Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu. Um er að ræða spjallhóp þar sem kynlífsmyndböndum var deilt auk þess sem umræður um byrlanir og nauðganir áttu sér stað. Þá kemur vændi einnig við sögu. Söngvari hljómsveitarinnar BIGBANG Lee Seung-hyun er grunaður um kaup á vændi fyrir erlenda viðskiptamenn til að auka fjárfestingar í fyrirtæki hans. Hann neitaði sök en sagði á blaðamannafundi að hann myndi sýna lögreglu samstarfsvilja. Hann hefur stigið úr sviðsljósinu eftir að ásakanirnar komu fram og hefur umboðsfyrirtæki hans, YG Entertainment lýst því yfir að samningi Seung-hyun verði slitið að hans beiðni.Upptaka kynlífsmyndbanda ekki ný af nálinni Auk hans hefur söngvarinn og leikarinn Jung Joon-young dregið sig í hlé eftir að hann viðurkenndi að hafa tekið upp kynlífsmyndbönd án leyfis kvennanna og deilt myndskeiðunum á spjallhópi á árunum 2015-16. Þetta er ekki fyrsta skipti sem Joon-young hefur verið sakaður um að taka upp kynlífsmyndbönd án samþykkis. Fyrrverandi kærasta hans sakaði hann um slíkt árið 2016 en dró ásakanirnar síðar til baka. „Ég tók konur upp án þeirra leyfis og deildi því í spjallhópi og meðan ég var að því fann ég ekki fyrir miklu samviskubiti,“ sagði Joon-young í tilkynningu en lýsti því yfir að hann myndi lifa með þessari skömm það sem eftir væri ævinnar. Í spjallhópnum á kynlífsmyndböndum að hafa verið deilt, auk þess sem grínast var með byrlun og nauðganir á konum. Yfirhylming lögreglu Hinir mennirnir sem sakaðir eru um aðild að málinu heita Yong Jun-hyun og Choi Jong-hoon. Jun-hyun lýsti yfir eftirsjá í færslu á Instagram, þar sem hann sagðist bæði sjá eftir því að hafa horft á myndböndin og óviðeigandi ummælum sem hann lét falla. Jong-hoon hefur verið rekinn úr hljómsveit sinni FT Island en umboðsskrifstofan FNC Entertainment tilkynnti um það á þriðjudag. Skilaboð úr spjallhópnum leiddu í ljós að starfsmaður lögreglu hafi hjálpað til við að hylma yfir ölvunarakstur Jong-hoon en ölvunaraksturinn er sagður ástæða uppsagnarinnar. Suður-Kóreskur almenningur, sérstaklega aðdáendur, hefur lýst yfir miklum vonbrigðum og krefst aðgerða. Þegar hafa safnast yfir 200,000 undirskriftir þar sem skorað er á forseta landsins að bregðast við spillingunni og ofbeldinu, sem nú er ljóst að viðgengst innan geirans. Verð á hlutabréfum í umboðsfyrirtæki Seung-hyun, YG Entertainment, hefur fallið um meira en 20% eftir að skandallinn var fyrst opinberaður 26. febrúar.
Kynferðisofbeldi Suður-Kórea Tónlist Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira