Snjóflóðið bar annan skíðamanninn yfir Eyjafjarðará Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2019 11:19 Frá björgunaraðgerðum í Eyjafirði í gær. Veður var slæmt og skyggni lélegt, eins og sést á myndinni. Mynd/Aðsend Tveir norskir skíðamenn lentu í snjóflóði í Eyjafirði í gær en aðgerðir björgunarsveita stóðu yfir í um sex klukkustundir. Snjóflóðið bar annan manninn yfir Eyjafjarðará en báðir mennirnir lentu í sjálfheldu þegar hinn reyndi að bjarga félaga sínum. Björgunarsveitir fengu símtal vegna mannanna um klukkan korter í sex síðdegis í gær. Þá hafði neyðarsendi í Bandaríkjunum borist merki úr Eyjafirði. Með merkinu fengust hnit sem björgunarsveitarmenn gátu miðað við og því var aðgerðum hrundið af stað.Fór á snjóbrú yfir ána Halldór Halldórsson, sem er í svæðisstjórn hjá Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri, segir í samtali við Vísi að fyrst hafi verið talið að merkið hefði komið úr bíl, sem einhver hefði mögulega fest í skafli. Fljótlega hafi þó komið í ljós að þarna væru skíðamenn á ferð sem lent höfðu í snjóflóði. „En það sem gerðist þarna er kannski það merkilegasta. Þeir eru á skíðum og alls ekki á bíl og lenda í snjóflóði. Annar þeirra lendir í flóði sem kemur í brattri hlíð fyrir ofan þá og flytur þá yfir ána, og hann festir sig. Í kjölfarið getur seinni maðurinn farið á snjóbrú, á flóðinu, yfir ána,“ segir Halldór. „Hann fer yfir og hjálpar honum upp og þeir senda að þeir vilji láta sækja sig. En svo ryður áin sér bara og þá eru þeir fastir hinum megin við ána.Það tók nokkurn tíma að komast að Norðmönnunum í gærkvöldi.Mynd/aðsendFór allt öðruvísi en virtist í fyrstu Halldór segir mennina hafa getað sent frá sér neyðarboðin en ekki var hægt að ná samband við þá til baka. Tæknin hafi þó sannað sig og björgunarsveitarmenn fundu skíðamennina á ætluðum stað. Erfitt reyndist þó að komast að mönnunum en ákveðið var að senda tvo menn gangandi til móts við þá, þar sem bílar komust ekki yfir ána og þá tók töluverða stund að finna vað yfir hana. Það tókst að lokum og var mönnunum því næst skutlað á sleða út í bílana. „Þetta er svona dæmi um það þegar maður fær útkall og útkallið reynist allt öðruvísi en talað var um í upphafi,“ segir Halldór. Mönnunum var komið til Akureyrar um miðnætti en þeim varð ekki meint af hrakförum sínum. Halldór segir að þeir hafi tekið leigubíl inn í Hólsgerði og ætlað að ganga yfir hálendið. Norðmennirnir hafi hins vegar valið sér heldur fáfarna og erfiða leið, og þannig lent í ógöngum. Akureyri Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Tveir norskir skíðamenn lentu í snjóflóði í Eyjafirði í gær en aðgerðir björgunarsveita stóðu yfir í um sex klukkustundir. Snjóflóðið bar annan manninn yfir Eyjafjarðará en báðir mennirnir lentu í sjálfheldu þegar hinn reyndi að bjarga félaga sínum. Björgunarsveitir fengu símtal vegna mannanna um klukkan korter í sex síðdegis í gær. Þá hafði neyðarsendi í Bandaríkjunum borist merki úr Eyjafirði. Með merkinu fengust hnit sem björgunarsveitarmenn gátu miðað við og því var aðgerðum hrundið af stað.Fór á snjóbrú yfir ána Halldór Halldórsson, sem er í svæðisstjórn hjá Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri, segir í samtali við Vísi að fyrst hafi verið talið að merkið hefði komið úr bíl, sem einhver hefði mögulega fest í skafli. Fljótlega hafi þó komið í ljós að þarna væru skíðamenn á ferð sem lent höfðu í snjóflóði. „En það sem gerðist þarna er kannski það merkilegasta. Þeir eru á skíðum og alls ekki á bíl og lenda í snjóflóði. Annar þeirra lendir í flóði sem kemur í brattri hlíð fyrir ofan þá og flytur þá yfir ána, og hann festir sig. Í kjölfarið getur seinni maðurinn farið á snjóbrú, á flóðinu, yfir ána,“ segir Halldór. „Hann fer yfir og hjálpar honum upp og þeir senda að þeir vilji láta sækja sig. En svo ryður áin sér bara og þá eru þeir fastir hinum megin við ána.Það tók nokkurn tíma að komast að Norðmönnunum í gærkvöldi.Mynd/aðsendFór allt öðruvísi en virtist í fyrstu Halldór segir mennina hafa getað sent frá sér neyðarboðin en ekki var hægt að ná samband við þá til baka. Tæknin hafi þó sannað sig og björgunarsveitarmenn fundu skíðamennina á ætluðum stað. Erfitt reyndist þó að komast að mönnunum en ákveðið var að senda tvo menn gangandi til móts við þá, þar sem bílar komust ekki yfir ána og þá tók töluverða stund að finna vað yfir hana. Það tókst að lokum og var mönnunum því næst skutlað á sleða út í bílana. „Þetta er svona dæmi um það þegar maður fær útkall og útkallið reynist allt öðruvísi en talað var um í upphafi,“ segir Halldór. Mönnunum var komið til Akureyrar um miðnætti en þeim varð ekki meint af hrakförum sínum. Halldór segir að þeir hafi tekið leigubíl inn í Hólsgerði og ætlað að ganga yfir hálendið. Norðmennirnir hafi hins vegar valið sér heldur fáfarna og erfiða leið, og þannig lent í ógöngum.
Akureyri Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira