Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2019 19:06 Gríðarmiklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Fossvogsskóla vegna myglunnar en þar þarf að rífa þak, loft og veggi. vísir/vilhelm Enn er óvissa um hvert nemendur í Fossvogsskóla munu sækja nám á mánudag eftir að rakaskemmdir fundust í húsnæði í Fannborg 2 í Kópavogi í dag þar sem til stóð að flytja skólastarfið fram á sumar. Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. Þurfa því 350 nemendur skólans að sækja skóla annað fram á sumar. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að fulltrúar borgarinnar hafi farið með fulltrúum Heilbrigðiseftirlits Kópavogs í húsnæðið í Fannborginni fyrr í dag. „Við sáum við ummerki eftir leka í gluggum og stöku stað í vegg. Eðlilega, til að hafa vaðið fyrir neðan okkur, pöntuðum við sýnatöku hjá Verkís til að hjálpa okkur með þetta. Við viljum ekki taka neina sénsa við val á húsnæði fyrir skólastarfið.“ Aðrir möguleikar skoðaðir Helgi segir að Fannborg 2 verði áfram til skoðunar, auk þess að leitað verði annarra möguleika. Áætlað er að skoðun Verkís komi til með að taka um fimm daga, þannig að niðurstaða ætti að liggja fyrir í lok dags á mánudag. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur.Skipulagsdagar eru í Fossvogsskóla á morgun og föstudag og er áætlað að skólastarf hefjist á mánudag. Staðsetningin liggi því ekki endanlega fyrir. „Það má segja að það sé seinkun á vélinni,“ segir Helgi.Vel sóttur fundur með foreldrumFundur var með foreldrum nemenda í Fossvogsskóla í húsnæði Réttarholtsskóla nú síðdegis. „Það var fullur skilningur á þessu hjá foreldrum. Við viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur. Við upplýsum foreldra jafnóðum og þetta var vel sóttur og góður fundur. Það er mikilvægt að fólk geti spurt og fengið allar upplýsingar frá þar til bærum aðilum.“ Gríðarmiklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Fossvogsskóla vegna myglunnar en þar þarf að rífa þak, loft og veggi. Fyrirhugað er að skólastarfið hefjist þar aftur í haust. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00 Nemendur Fossvogsskóla fara í Kópavog Kennsla Fossvogsskóla út þetta skólaár mun fara fram í húsnæði í eigu Kópavogsbæjar, nánar tiltekið að Fannborg 2. 12. mars 2019 20:20 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Enn er óvissa um hvert nemendur í Fossvogsskóla munu sækja nám á mánudag eftir að rakaskemmdir fundust í húsnæði í Fannborg 2 í Kópavogi í dag þar sem til stóð að flytja skólastarfið fram á sumar. Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. Þurfa því 350 nemendur skólans að sækja skóla annað fram á sumar. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að fulltrúar borgarinnar hafi farið með fulltrúum Heilbrigðiseftirlits Kópavogs í húsnæðið í Fannborginni fyrr í dag. „Við sáum við ummerki eftir leka í gluggum og stöku stað í vegg. Eðlilega, til að hafa vaðið fyrir neðan okkur, pöntuðum við sýnatöku hjá Verkís til að hjálpa okkur með þetta. Við viljum ekki taka neina sénsa við val á húsnæði fyrir skólastarfið.“ Aðrir möguleikar skoðaðir Helgi segir að Fannborg 2 verði áfram til skoðunar, auk þess að leitað verði annarra möguleika. Áætlað er að skoðun Verkís komi til með að taka um fimm daga, þannig að niðurstaða ætti að liggja fyrir í lok dags á mánudag. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur.Skipulagsdagar eru í Fossvogsskóla á morgun og föstudag og er áætlað að skólastarf hefjist á mánudag. Staðsetningin liggi því ekki endanlega fyrir. „Það má segja að það sé seinkun á vélinni,“ segir Helgi.Vel sóttur fundur með foreldrumFundur var með foreldrum nemenda í Fossvogsskóla í húsnæði Réttarholtsskóla nú síðdegis. „Það var fullur skilningur á þessu hjá foreldrum. Við viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur. Við upplýsum foreldra jafnóðum og þetta var vel sóttur og góður fundur. Það er mikilvægt að fólk geti spurt og fengið allar upplýsingar frá þar til bærum aðilum.“ Gríðarmiklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Fossvogsskóla vegna myglunnar en þar þarf að rífa þak, loft og veggi. Fyrirhugað er að skólastarfið hefjist þar aftur í haust.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00 Nemendur Fossvogsskóla fara í Kópavog Kennsla Fossvogsskóla út þetta skólaár mun fara fram í húsnæði í eigu Kópavogsbæjar, nánar tiltekið að Fannborg 2. 12. mars 2019 20:20 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00
Nemendur Fossvogsskóla fara í Kópavog Kennsla Fossvogsskóla út þetta skólaár mun fara fram í húsnæði í eigu Kópavogsbæjar, nánar tiltekið að Fannborg 2. 12. mars 2019 20:20
Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12