Réttast að setja þjóðina alla á ketó Þórarinn Þórarinsson skrifar 13. mars 2019 16:00 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir fagnar fimmtíu ára afmæli sínu eftir mánuð og ætlar þá að vera tíu kílóum léttari en í fyrra. Helmingurinn af þeim er farinn og restin verður ekkert mál á ketó. Fréttablaðið/Anton Brink Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, lögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi, ætlar að ná þremur markmiðum fyrir fimmtugt. Þar á meðal ætlar hún að léttast um tíu kíló og til þess að ná því örugglega ákvað hún að reyna ketó-lífsstílinn, sem hefur heltekið þjóðina undanfarið. „Ég verð fimmtug eftir mánuð og fyrir ári síðan ákvað ég að ná þremur markmiðum fyrir afmælið. Í fyrsta lagi ætlaði ég að safna hári. Það hefur tekist. Ég ætlaði líka að koma mér í form og það gengur ágætlega og síðan ætlaði ég að missa tíu kíló,“ segir Guðfinna Jóhanna. „Það hefur ekki alveg gengið þannig að þegar það voru átta vikur í afmælið ákvað ég að prófa bara þetta ketó. Það hlyti að virka.“ Og sú er raunin en á þremur ketó-vikum eru fimm kíló farin og enn eru fjórar vikur til stefnu. „Ég var með ákveðna fordóma gagnvart ketó vegna þess að ég leit bara á þetta eins og hvern annan megrunarkúr,“ segir Jóhanna Guðfinna sem er búin að vera á ketó í þrjár vikur og hefur heldur betur skipt um skoðun.Ekkert kjöt í áratugi „Ég sá líka bara beikon fyrir mér og þar sem ég hef ekki borðað kjöt í 33 ár fannst mér þetta ekki vera neitt fyrir mig en þetta hefur bara gengið rosalega vel og þetta er miklu einfaldara en ég hélt,“ segir Guðfinna og bætir við að stór kostur sé hversu saddur maður verði á ketó-mataræðinu. „Vegna þess að þetta er svo mikil fita sem ég borða, aðallega lax, osta, egg, majónes og rjóma.“ Kjöt er líklega undirstaðan í ketó hjá flestum en Guðfinna leggur sé slíkt ekki til munns og hefur ekki gert í rúma þrjá áratugi. „Ég borða alveg mjólkurvörur, fisk og egg en ekki kjöt og hef ekki gert það síðan ég var sextán ára. Þá var ég að vinna á hamborgarastað og fékk bara ógeð á kjöti fyrir lífstíð. Mig hefur aldrei langað í kjöt síðan þá. Þetta er samt svolítið einhæft sem ég er búin að vera að borða síðustu þrjár vikurnar þannig að ég þarf að fara að læra fleiri uppskriftir en ég tók þetta bara með því hugarfari að þetta ætti að vera skemmtilegt og að ég ætlaði að hafa gaman af þessu.“ Þjóðina á ketó! „Ég ákvað að ná þessum tíu kílóum af mér og að ég yrði á ketó þangað til. Svo getur bara vel verið að mér finnist þetta svo frábært að ég ákveði bara að halda þessu áfram,“ segir Guðfinna sem var fljót að laga sig að breyttum lífsstíl. „Fyrstu dagarnir fara í smá heilaþoku en svo verður maður bara rosalega orkumikill. Vegna þess að maður borðar miklu minna og þá líður manni miklu betur en þegar maður er einhvern veginn alltaf að hrúga í sig sykri, Snickers og einhverju þannig, allan daginn. Þetta er bara frábært. Það á bara að setja íslensku þjóðina, sem er orðin allt of þung, á ketó í nokkra mánuði,“ segir Guðfinna og hlær. Eins og víða sjást merki í samfélaginu breiðist ketó hratt út þannig að Svanur Guðmundsson, eiginmaður Guðfinnu Jóhönnu, er að sjálfsögðu komin á ketó með frúnni. „Jájá, hann er líka kominn á ketó og bara búinn að léttast helling en hann borðar auðvitað kjöt með þessu þannig að við erum kannski ekki alveg á sama fæðinu,“ segir Guðfinna sem stefnir á frekari ketó-tilraunir og þá um leið meiri fjölbreytni.Gaman í eldhúsinu Guðfinna hefur orðið vör við fleiri og ekki síður ánægjulegri aukaverkanir af ketóinu en það sem kom henni einna mest á óvart er að það er bara alls ekkert svo leiðinlegt að sýsla í eldhúsinu, elda, baka og prufa nýjar uppskriftir. „Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega mikið fyrir að vera í eldhúsinu og það kemur í rauninni á óvart að ég er búin að vera þar meira síðustu þrjár vikurnar en ég hef verið áður og það sem kemur mest á óvart er að það er bara ekkert svo leiðinlegt að elda og baka.“ Guðfinna segist áður aðeins hafa kunnað að gera tvær tegundir af kökum; Kornflexköku, sem hún lærði af Stundinni okkar sem krakki, og franska súkkulaðiköku sem hún lærði að baka fyrir tíu árum. Nú sé hún komin á kaf í alls konar ketóköku-tilraunir og styðjist bæði við íslensku ketó-bókina auk þess sem hún gúgli mikið í leit að spennandi uppskriftum. „Þetta hefur reyndar gengið misvel,“ segir Guðfinna en þegar hún fari eftir uppskriftum sé ekki yfir neinu að kvarta. Hvort hún muni bjóða upp á ketó-afmælistertu, tíu kílóum léttari, skal ósagt látið en takmarkinu mun hún ná. „Nú á ég mánuð eftir þangað til það kemur að fimmtugsafmælinu og það er ekki spurning að þessi tíu kíló verða farin. Ég tek þetta bara á lokametrunum. Það eru farin um fimm kíló þannig að þetta mun takast. Ég hef engar áhyggjur af því. Svo eru bara göngutúrar og ræktin með þessu.“ thorarinn@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, lögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi, ætlar að ná þremur markmiðum fyrir fimmtugt. Þar á meðal ætlar hún að léttast um tíu kíló og til þess að ná því örugglega ákvað hún að reyna ketó-lífsstílinn, sem hefur heltekið þjóðina undanfarið. „Ég verð fimmtug eftir mánuð og fyrir ári síðan ákvað ég að ná þremur markmiðum fyrir afmælið. Í fyrsta lagi ætlaði ég að safna hári. Það hefur tekist. Ég ætlaði líka að koma mér í form og það gengur ágætlega og síðan ætlaði ég að missa tíu kíló,“ segir Guðfinna Jóhanna. „Það hefur ekki alveg gengið þannig að þegar það voru átta vikur í afmælið ákvað ég að prófa bara þetta ketó. Það hlyti að virka.“ Og sú er raunin en á þremur ketó-vikum eru fimm kíló farin og enn eru fjórar vikur til stefnu. „Ég var með ákveðna fordóma gagnvart ketó vegna þess að ég leit bara á þetta eins og hvern annan megrunarkúr,“ segir Jóhanna Guðfinna sem er búin að vera á ketó í þrjár vikur og hefur heldur betur skipt um skoðun.Ekkert kjöt í áratugi „Ég sá líka bara beikon fyrir mér og þar sem ég hef ekki borðað kjöt í 33 ár fannst mér þetta ekki vera neitt fyrir mig en þetta hefur bara gengið rosalega vel og þetta er miklu einfaldara en ég hélt,“ segir Guðfinna og bætir við að stór kostur sé hversu saddur maður verði á ketó-mataræðinu. „Vegna þess að þetta er svo mikil fita sem ég borða, aðallega lax, osta, egg, majónes og rjóma.“ Kjöt er líklega undirstaðan í ketó hjá flestum en Guðfinna leggur sé slíkt ekki til munns og hefur ekki gert í rúma þrjá áratugi. „Ég borða alveg mjólkurvörur, fisk og egg en ekki kjöt og hef ekki gert það síðan ég var sextán ára. Þá var ég að vinna á hamborgarastað og fékk bara ógeð á kjöti fyrir lífstíð. Mig hefur aldrei langað í kjöt síðan þá. Þetta er samt svolítið einhæft sem ég er búin að vera að borða síðustu þrjár vikurnar þannig að ég þarf að fara að læra fleiri uppskriftir en ég tók þetta bara með því hugarfari að þetta ætti að vera skemmtilegt og að ég ætlaði að hafa gaman af þessu.“ Þjóðina á ketó! „Ég ákvað að ná þessum tíu kílóum af mér og að ég yrði á ketó þangað til. Svo getur bara vel verið að mér finnist þetta svo frábært að ég ákveði bara að halda þessu áfram,“ segir Guðfinna sem var fljót að laga sig að breyttum lífsstíl. „Fyrstu dagarnir fara í smá heilaþoku en svo verður maður bara rosalega orkumikill. Vegna þess að maður borðar miklu minna og þá líður manni miklu betur en þegar maður er einhvern veginn alltaf að hrúga í sig sykri, Snickers og einhverju þannig, allan daginn. Þetta er bara frábært. Það á bara að setja íslensku þjóðina, sem er orðin allt of þung, á ketó í nokkra mánuði,“ segir Guðfinna og hlær. Eins og víða sjást merki í samfélaginu breiðist ketó hratt út þannig að Svanur Guðmundsson, eiginmaður Guðfinnu Jóhönnu, er að sjálfsögðu komin á ketó með frúnni. „Jájá, hann er líka kominn á ketó og bara búinn að léttast helling en hann borðar auðvitað kjöt með þessu þannig að við erum kannski ekki alveg á sama fæðinu,“ segir Guðfinna sem stefnir á frekari ketó-tilraunir og þá um leið meiri fjölbreytni.Gaman í eldhúsinu Guðfinna hefur orðið vör við fleiri og ekki síður ánægjulegri aukaverkanir af ketóinu en það sem kom henni einna mest á óvart er að það er bara alls ekkert svo leiðinlegt að sýsla í eldhúsinu, elda, baka og prufa nýjar uppskriftir. „Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega mikið fyrir að vera í eldhúsinu og það kemur í rauninni á óvart að ég er búin að vera þar meira síðustu þrjár vikurnar en ég hef verið áður og það sem kemur mest á óvart er að það er bara ekkert svo leiðinlegt að elda og baka.“ Guðfinna segist áður aðeins hafa kunnað að gera tvær tegundir af kökum; Kornflexköku, sem hún lærði af Stundinni okkar sem krakki, og franska súkkulaðiköku sem hún lærði að baka fyrir tíu árum. Nú sé hún komin á kaf í alls konar ketóköku-tilraunir og styðjist bæði við íslensku ketó-bókina auk þess sem hún gúgli mikið í leit að spennandi uppskriftum. „Þetta hefur reyndar gengið misvel,“ segir Guðfinna en þegar hún fari eftir uppskriftum sé ekki yfir neinu að kvarta. Hvort hún muni bjóða upp á ketó-afmælistertu, tíu kílóum léttari, skal ósagt látið en takmarkinu mun hún ná. „Nú á ég mánuð eftir þangað til það kemur að fimmtugsafmælinu og það er ekki spurning að þessi tíu kíló verða farin. Ég tek þetta bara á lokametrunum. Það eru farin um fimm kíló þannig að þetta mun takast. Ég hef engar áhyggjur af því. Svo eru bara göngutúrar og ræktin með þessu.“ thorarinn@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira