Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að kröfur í bú Vintris hafi alls numið rúmlega 8 milljónum króna. Gjaldþrotaskiptunum lauk þó án þess að nokkuð hafi fengist upp í lýstar kröfur.
Fréttastofan reyndi að setja sig í samband við eiganda Vintris, mann að nafni Sergey Gaysin, en án árangurs. Henni lék t.a.m. forvitni á að vita hvort að nafngift félagsins, sem stofnað var í apríl árið 2017, hafi verið innblásið af afhjúpunum Panamaskjalanna, sem litu dagsins ljós í sama mánuði árið áður.
Tattoo studio og snyrtistofaView this post on Instagram
A post shared by VinTris (@vintris_tattoo) on Jul 12, 2017 at 8:42pm PDT
Við brottförina hafi hann ekki látið ná í sig, hvorki í síma né á samfélagsmiðlum og því hafi starfsmaðurinn ákveðið að leita til lögreglunnar.
Samkvæmt upplýsingum frá skiptastjóra búsins var það Tollstjóri sem fór fram á gjaldþrot Vintris. Að öðru leyti vildi skiptastjóri ekki tjá sig nánar um gjaldþrotið.