Brexit-samningur May felldur aftur Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2019 19:16 Theresa May á þinginu í dag. AP/Jessica Taylor Breskir þingmenn hafa fellt Brexit-samning Theresu May, forsætisráðherra, á nýjan leik. Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. Þegar þingmenn ræddu samninginn fyrr í dag varaði May við því að hætta væri á að ekkert yrði af úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu ef samningurinn yrði ekki samþykktur. May lagði fram breytingar á honum sem varða írsku baktrygginguna svonefndu eftir samningaviðræður í gær og hélt því fram að þær tækju á áhyggjum Brexit-sinna um samninginn. Lögfræðiálit sem lagt var fyrir þingið í morgun gekk þó gegn þeirri fullyrðingu May.Sjá einnig: May varar við því að ekkert verði af BrexitStefnt er á að Bretland gangi úr ESB þann 29. mars og er því ljóst að Bretar þurfa að grípa til einhverra aðgerða og það eins fljótt og auðið er. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar sagði May að þingmenn myndu á morgun greiða atkvæði um hvort að verða ætti af Brexit eða ekki og með hvaða hætti næstu skref verða tekin. Það er að segja hvort Bretland eigi að sækja um frest, fara úr ESB án samnings, hvort halda eigi aðra þjóðaratkvæðagreiðslu og svo framleiðis. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði ekki koma til greina að fara úr ESB án samnings. Það þyrfti því að komast að samkomulagi við forsvarsmenn sambandsins. Það er þó ekki víst vilji sé til slíks innan ESB. Corbyn sagðist ætla að reyna að fá þingmenn til að styðja samningstillögu Verkamannaflokksins. Hann lagði þó til að réttast væri að boða til nýrra þingkosninga.Theresa May outlines what will happen now, after MPs voted against her #Brexit deal. She says there will be a free vote on the Conservative side.Sky News breaks down the possibilities here: https://t.co/a2YnNzNllZ pic.twitter.com/bHRLtQoeMF— Sky News (@SkyNews) March 12, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May varar við því að ekkert verði af Brexit Flest bendir til þess að útgönusamningur breska forsætisráðherrans verði felldur öðru sinni í kvöld. 12. mars 2019 16:38 Lögfræðiálit áfall fyrir útgöngusamning May Lagaleg áhætta Bretlands með nýrri útgáfu útgöngusamningsins er óbreytt að mati æðsta lögfræðilega ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2019 12:46 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Segir páfakjörið mikinn heiður og hlakkar til að hitta Leó Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Sjá meira
Breskir þingmenn hafa fellt Brexit-samning Theresu May, forsætisráðherra, á nýjan leik. Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. Þegar þingmenn ræddu samninginn fyrr í dag varaði May við því að hætta væri á að ekkert yrði af úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu ef samningurinn yrði ekki samþykktur. May lagði fram breytingar á honum sem varða írsku baktrygginguna svonefndu eftir samningaviðræður í gær og hélt því fram að þær tækju á áhyggjum Brexit-sinna um samninginn. Lögfræðiálit sem lagt var fyrir þingið í morgun gekk þó gegn þeirri fullyrðingu May.Sjá einnig: May varar við því að ekkert verði af BrexitStefnt er á að Bretland gangi úr ESB þann 29. mars og er því ljóst að Bretar þurfa að grípa til einhverra aðgerða og það eins fljótt og auðið er. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar sagði May að þingmenn myndu á morgun greiða atkvæði um hvort að verða ætti af Brexit eða ekki og með hvaða hætti næstu skref verða tekin. Það er að segja hvort Bretland eigi að sækja um frest, fara úr ESB án samnings, hvort halda eigi aðra þjóðaratkvæðagreiðslu og svo framleiðis. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði ekki koma til greina að fara úr ESB án samnings. Það þyrfti því að komast að samkomulagi við forsvarsmenn sambandsins. Það er þó ekki víst vilji sé til slíks innan ESB. Corbyn sagðist ætla að reyna að fá þingmenn til að styðja samningstillögu Verkamannaflokksins. Hann lagði þó til að réttast væri að boða til nýrra þingkosninga.Theresa May outlines what will happen now, after MPs voted against her #Brexit deal. She says there will be a free vote on the Conservative side.Sky News breaks down the possibilities here: https://t.co/a2YnNzNllZ pic.twitter.com/bHRLtQoeMF— Sky News (@SkyNews) March 12, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May varar við því að ekkert verði af Brexit Flest bendir til þess að útgönusamningur breska forsætisráðherrans verði felldur öðru sinni í kvöld. 12. mars 2019 16:38 Lögfræðiálit áfall fyrir útgöngusamning May Lagaleg áhætta Bretlands með nýrri útgáfu útgöngusamningsins er óbreytt að mati æðsta lögfræðilega ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2019 12:46 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Segir páfakjörið mikinn heiður og hlakkar til að hitta Leó Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Sjá meira
May varar við því að ekkert verði af Brexit Flest bendir til þess að útgönusamningur breska forsætisráðherrans verði felldur öðru sinni í kvöld. 12. mars 2019 16:38
Lögfræðiálit áfall fyrir útgöngusamning May Lagaleg áhætta Bretlands með nýrri útgáfu útgöngusamningsins er óbreytt að mati æðsta lögfræðilega ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2019 12:46