Fox-liði sagði Íraka „hálflæsa frumstæða apa“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2019 15:01 Carlson sakaði gagnrýnendur sína um að vera valdasjúka og að þeir svifust einskis til þess að koma höggi á sig. Vísir/Getty Fleiri upptökur af grófum ummælum Tuckers Carlson, eins vinsælasta þáttastjórnanda bandarísku íhaldsstöðvarinnar Fox News, hafa verið birtar, degi eftir að hann heyrðist fara ófögrum orðum um konur og verja barnahjónabönd. Á nýju upptökunum hefur Carlson uppi kynþáttafordóma og andúð á samkynhneigðum. Ummælin lét Carlson falla í umdeildum útvarpsþætti sem sendur er út frá Flórída á árunum 2006 til 2011. Hringdi Carlson inn í þáttinn „Ástarsvampurinn Bubba“ í um klukkustund á viku á því tímabili. Carlson neitaði alfarið að biðjast afsökunar eftir að upptökur með ummælum hans um konur og kynferðisofbeldi voru birtar opinberlega á sunnudag. Á nýju upptökunum sem samtökin Media Matters birtu lýsir Carlson Írak sem „skítastað fullum af, þú veist, hálflæsum frumstæðum öpum“ árið 2008. Það hafi verið ástæðan fyrir því að það hafi ekki verið þess virði fyrir Bandaríkin að ráðast inn í landið. Tveimur árum áður sagðist hann ennfremur hafa „núll samúð“ með írösku þjóðinni og menningu hennar vegna þess að „þau nota ekki klósettpappír eða gaffla“. Árið 2006 auglýsti Carlson eftir forsetaframbjóðanda sem væri tilbúinn að skella skuldinni á „geðveika múslima sem hegða sér eins og skepnur“. Sá frambjóðandi yrði kjörinn „kóngur“ ef hann lofaði að „drepa eins marga af þeim og þeir geta“, að því er segir í frétt Washington Post. Áður höfðu upptökur birst af Carlson kalla konur „frumstæðar“ og „einfaldar“. Lýsti hann Brittney Spears og dóttur Mörthu Stewart sem „mestu hvítu hórunum í Bandaríkjunum“. Þá tók hann upp hanskann fyrir leiðtoga sértrúarsafnaðar sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að koma á hjónaböndum eldri karlmanna og barnungra stúlkna og ræddi um ungar stúlkur á kynferðislegan hátt. Carlson neitaði að biðjast afsökunar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Í þætti sínum á Fox News í gærkvöldi sagði hann stöðina standa þétt að baki sér. Lýsti hann gagnrýnendum sínum sem „múgi“ sem vildi „brjóta niður andspyrnu“. Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fox-þáttastjórnandi iðrast ekki grófra ummæla um konur Þáttastjórnandinn varði leiðtoga sértrúarsafnaðar sem var sakfelldur fyrir að nauðga börnum, sagði konur frumstæðar og hafði uppi fúkyrði um nafngreindar konur í útvarpsþætti sem hann hringdi reglulega í. 11. mars 2019 13:58 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Fleiri upptökur af grófum ummælum Tuckers Carlson, eins vinsælasta þáttastjórnanda bandarísku íhaldsstöðvarinnar Fox News, hafa verið birtar, degi eftir að hann heyrðist fara ófögrum orðum um konur og verja barnahjónabönd. Á nýju upptökunum hefur Carlson uppi kynþáttafordóma og andúð á samkynhneigðum. Ummælin lét Carlson falla í umdeildum útvarpsþætti sem sendur er út frá Flórída á árunum 2006 til 2011. Hringdi Carlson inn í þáttinn „Ástarsvampurinn Bubba“ í um klukkustund á viku á því tímabili. Carlson neitaði alfarið að biðjast afsökunar eftir að upptökur með ummælum hans um konur og kynferðisofbeldi voru birtar opinberlega á sunnudag. Á nýju upptökunum sem samtökin Media Matters birtu lýsir Carlson Írak sem „skítastað fullum af, þú veist, hálflæsum frumstæðum öpum“ árið 2008. Það hafi verið ástæðan fyrir því að það hafi ekki verið þess virði fyrir Bandaríkin að ráðast inn í landið. Tveimur árum áður sagðist hann ennfremur hafa „núll samúð“ með írösku þjóðinni og menningu hennar vegna þess að „þau nota ekki klósettpappír eða gaffla“. Árið 2006 auglýsti Carlson eftir forsetaframbjóðanda sem væri tilbúinn að skella skuldinni á „geðveika múslima sem hegða sér eins og skepnur“. Sá frambjóðandi yrði kjörinn „kóngur“ ef hann lofaði að „drepa eins marga af þeim og þeir geta“, að því er segir í frétt Washington Post. Áður höfðu upptökur birst af Carlson kalla konur „frumstæðar“ og „einfaldar“. Lýsti hann Brittney Spears og dóttur Mörthu Stewart sem „mestu hvítu hórunum í Bandaríkjunum“. Þá tók hann upp hanskann fyrir leiðtoga sértrúarsafnaðar sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að koma á hjónaböndum eldri karlmanna og barnungra stúlkna og ræddi um ungar stúlkur á kynferðislegan hátt. Carlson neitaði að biðjast afsökunar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Í þætti sínum á Fox News í gærkvöldi sagði hann stöðina standa þétt að baki sér. Lýsti hann gagnrýnendum sínum sem „múgi“ sem vildi „brjóta niður andspyrnu“.
Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fox-þáttastjórnandi iðrast ekki grófra ummæla um konur Þáttastjórnandinn varði leiðtoga sértrúarsafnaðar sem var sakfelldur fyrir að nauðga börnum, sagði konur frumstæðar og hafði uppi fúkyrði um nafngreindar konur í útvarpsþætti sem hann hringdi reglulega í. 11. mars 2019 13:58 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Fox-þáttastjórnandi iðrast ekki grófra ummæla um konur Þáttastjórnandinn varði leiðtoga sértrúarsafnaðar sem var sakfelldur fyrir að nauðga börnum, sagði konur frumstæðar og hafði uppi fúkyrði um nafngreindar konur í útvarpsþætti sem hann hringdi reglulega í. 11. mars 2019 13:58