Segir að enginn skuli efast um gæði Gunnars sem er einn sá vanmetnasti í UFC Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2019 14:15 Gunnar Nelson afgreiddi Alex Oliveira með stæl í síðasta bardaga. vísir/getty „Þrátt fyrir að hafa verið í UFC í sex ár skal enginn gera þau mistök í eina sekúndu að halda að Gunnar Nelson sé ekki lengur gríðarlega hæfileikaríkur.“ Svona hefst grein MMA-blaðamannsins Cillian Cunningham á vefsíðunni Pundit Arena þar sem hann fjallar um Gunnar Nelson í aðdraganda bardagans stóra gegn Leon Edwards á UFC-kvöldinu í Lundúnum á laugardaginn. Gunnar kom gríðarlega sterkur til baka eftir slæmt tap á móti Santiago Ponzinibbio og langvarandi meiðsli þegar að hann pakkaði saman kúrekanum Alex Oliveira í Toronto í desember á síðasta ári. Þar minnti íslenski bardagakappinn rækilega á sig. „Allir sem hafa fylgst með ferli Gunnars vita hversu góður hann er eins og átta sigrar og þrjú töp í UFC gefa til kynna en þetta hefur ekki gengið eins smurt fyrir sig og margir hefðu vonað,“ skrifar Cunningham.Gunnar hefur tapað bardögum akkurat þegar að hann var að komast á skrið og gera alvöru tilkall til ferðar á toppinn en bardaginn á laugardaginn er einmitt mjög stór í því samhengi. Hann verður að halda sér gangandi með sigri. „Gunnar Nelson er vafalítið einn sá vanmetnasti í íþróttinni í dag. Hann er frábær að klára bardaga og hefur gert það í 16 af 17 sigrum sínum. Einu töpin voru dómaraúrskurður á móti Rick Story, annað tap á stigum gegn goðsögninni Damian Maia og svo tap eftir augljóst augnapot á móti Santiago Ponzinibbio,“ segir Cunningham. „Þessi töp, fyrir utan tapið gegn Ponzinibbio, voru mikilvæg fyrir Gunnar til að þroskast og þó hann sé ekki alveg jafn heitur núna og hann var þegar að hann kom inn í UFC eru þeir sem að eitthvað vita um íþróttina spenntir fyrir að sjá hann í Lundúnum um helgina,“ segir Cillian Cunningham. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson dansaði við Call on me í árshátíðarmyndbandi Mjölnis Mjög svo skemmtilegt myndband þar sem bardagakappinn sýnir listir sínar á ótroðnum slóðum. 12. mars 2019 08:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira
„Þrátt fyrir að hafa verið í UFC í sex ár skal enginn gera þau mistök í eina sekúndu að halda að Gunnar Nelson sé ekki lengur gríðarlega hæfileikaríkur.“ Svona hefst grein MMA-blaðamannsins Cillian Cunningham á vefsíðunni Pundit Arena þar sem hann fjallar um Gunnar Nelson í aðdraganda bardagans stóra gegn Leon Edwards á UFC-kvöldinu í Lundúnum á laugardaginn. Gunnar kom gríðarlega sterkur til baka eftir slæmt tap á móti Santiago Ponzinibbio og langvarandi meiðsli þegar að hann pakkaði saman kúrekanum Alex Oliveira í Toronto í desember á síðasta ári. Þar minnti íslenski bardagakappinn rækilega á sig. „Allir sem hafa fylgst með ferli Gunnars vita hversu góður hann er eins og átta sigrar og þrjú töp í UFC gefa til kynna en þetta hefur ekki gengið eins smurt fyrir sig og margir hefðu vonað,“ skrifar Cunningham.Gunnar hefur tapað bardögum akkurat þegar að hann var að komast á skrið og gera alvöru tilkall til ferðar á toppinn en bardaginn á laugardaginn er einmitt mjög stór í því samhengi. Hann verður að halda sér gangandi með sigri. „Gunnar Nelson er vafalítið einn sá vanmetnasti í íþróttinni í dag. Hann er frábær að klára bardaga og hefur gert það í 16 af 17 sigrum sínum. Einu töpin voru dómaraúrskurður á móti Rick Story, annað tap á stigum gegn goðsögninni Damian Maia og svo tap eftir augljóst augnapot á móti Santiago Ponzinibbio,“ segir Cunningham. „Þessi töp, fyrir utan tapið gegn Ponzinibbio, voru mikilvæg fyrir Gunnar til að þroskast og þó hann sé ekki alveg jafn heitur núna og hann var þegar að hann kom inn í UFC eru þeir sem að eitthvað vita um íþróttina spenntir fyrir að sjá hann í Lundúnum um helgina,“ segir Cillian Cunningham.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson dansaði við Call on me í árshátíðarmyndbandi Mjölnis Mjög svo skemmtilegt myndband þar sem bardagakappinn sýnir listir sínar á ótroðnum slóðum. 12. mars 2019 08:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Gunnar Nelson dansaði við Call on me í árshátíðarmyndbandi Mjölnis Mjög svo skemmtilegt myndband þar sem bardagakappinn sýnir listir sínar á ótroðnum slóðum. 12. mars 2019 08:00