Hafa komist að samkomulagi um Brexit, aftur Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2019 23:28 Theresa May og Jean-Claude Juncker. AP/Vincent Kessler Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert bindandi samkomulag við forkólfa Evrópusambandsins varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands í kjölfar Brexit, úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Samkvæmt David Lidington, ráðherra May, felur samkomulagið í sér að ESB geti í raun ekki bundið Bretland innan tollasamstarfs sambandsins. May flaug óvænt til Strasbourg í dag í aðdraganda þess að breskir þingmenn munu kjósa um Brexit-samning hennar á morgun. Þingmenn hafa hafnað samningnum áður. Eftir að Lidington tilkynnti samkomulagið sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, að val þingmanna væri ljóst. Það væri að samþykkja samninginn, því annars væri mögulegt að ekki yrði af Brexit. Áætlað er að Bretland fari úr Evrópusambandinu þann 29. mars.Our agreement provides meaningful clarifications & legal guarantees to the Withdrawal Agreement & #backstop. The choice is clear: it is this deal, or #Brexit may not happen at all. Let’s bring the UK’s withdrawal to an orderly end. We owe it to history. https://t.co/lfy9eehEZipic.twitter.com/XCqcLwZV7V — Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) March 11, 2019 Í janúar þegar síðast voru greidd atkvæði um Brexit-samning á breska þinginu beið forsætisráðherrann afhroð. 432 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum og einungis 202 greiddu atkvæði með honum. Það var stærsti ósigur forsætisráðherra Bretlands í sögu þingsins. Það sem hefur staðið hvað helst í þingmönnum Bretlands er hvað verður um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ríkisstjórn May vill að Bretlandi yfirgefi innri markaði og tollasamstarf ESB. Heimamenn í Írlandi vilja hins vegar engan veginn fá svokölluð „hörð landamæri“ við landamæri Írlands og Norður-Írlands, sem í raun verða landamæri Bretlands og ESB. Eins og staðan er núna er erfitt að átta sig á því hvar landamærin eru og þannig vilja Írar hafa það. Hins vegar felur Brexit í sér að nauðsynlegt sé að setja upp landamærastöðvar og tolleftirlit á landamærunum. Þó er áætlað að það leysist með fríverslunarsamningi á milli Bretlands og ESB sem skrifa á undir einhvern tímann eftir 29. mars næstkomandi. Það gæti þó ekki gerst fyrr en í desember 2020, eða jafnvel aldrei, og því hafa ráðamenn ESB krafist samkomulags um að forðast „hörð landamæri“ þar til fríverslunarsamningur verður undirritaður. Krafa ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram aðili að innri mörkuðum og tollasamstarfi ESB þar til langtímalausn finnist. Hvort sem hún felist í nýjum fríverslunarsamningi eða ekki. Fyrirkomulag þetta kallast á ensku „Backstop plan“. Nýja samkomulag May og framkvæmdastjórnarinnar felur í sér að reyni ESB að þvinga Breta til að vera áfram innan tollasamstarfsins hafi Bretar leiðir til að koma í veg fyrir það, eða því heldur Lidington fram allavega. Miðað við fyrstu viðbrögð stjórnarandstöðunnar í Bretlandi þykir það ekki ljóst. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert bindandi samkomulag við forkólfa Evrópusambandsins varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands í kjölfar Brexit, úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Samkvæmt David Lidington, ráðherra May, felur samkomulagið í sér að ESB geti í raun ekki bundið Bretland innan tollasamstarfs sambandsins. May flaug óvænt til Strasbourg í dag í aðdraganda þess að breskir þingmenn munu kjósa um Brexit-samning hennar á morgun. Þingmenn hafa hafnað samningnum áður. Eftir að Lidington tilkynnti samkomulagið sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, að val þingmanna væri ljóst. Það væri að samþykkja samninginn, því annars væri mögulegt að ekki yrði af Brexit. Áætlað er að Bretland fari úr Evrópusambandinu þann 29. mars.Our agreement provides meaningful clarifications & legal guarantees to the Withdrawal Agreement & #backstop. The choice is clear: it is this deal, or #Brexit may not happen at all. Let’s bring the UK’s withdrawal to an orderly end. We owe it to history. https://t.co/lfy9eehEZipic.twitter.com/XCqcLwZV7V — Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) March 11, 2019 Í janúar þegar síðast voru greidd atkvæði um Brexit-samning á breska þinginu beið forsætisráðherrann afhroð. 432 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum og einungis 202 greiddu atkvæði með honum. Það var stærsti ósigur forsætisráðherra Bretlands í sögu þingsins. Það sem hefur staðið hvað helst í þingmönnum Bretlands er hvað verður um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ríkisstjórn May vill að Bretlandi yfirgefi innri markaði og tollasamstarf ESB. Heimamenn í Írlandi vilja hins vegar engan veginn fá svokölluð „hörð landamæri“ við landamæri Írlands og Norður-Írlands, sem í raun verða landamæri Bretlands og ESB. Eins og staðan er núna er erfitt að átta sig á því hvar landamærin eru og þannig vilja Írar hafa það. Hins vegar felur Brexit í sér að nauðsynlegt sé að setja upp landamærastöðvar og tolleftirlit á landamærunum. Þó er áætlað að það leysist með fríverslunarsamningi á milli Bretlands og ESB sem skrifa á undir einhvern tímann eftir 29. mars næstkomandi. Það gæti þó ekki gerst fyrr en í desember 2020, eða jafnvel aldrei, og því hafa ráðamenn ESB krafist samkomulags um að forðast „hörð landamæri“ þar til fríverslunarsamningur verður undirritaður. Krafa ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram aðili að innri mörkuðum og tollasamstarfi ESB þar til langtímalausn finnist. Hvort sem hún felist í nýjum fríverslunarsamningi eða ekki. Fyrirkomulag þetta kallast á ensku „Backstop plan“. Nýja samkomulag May og framkvæmdastjórnarinnar felur í sér að reyni ESB að þvinga Breta til að vera áfram innan tollasamstarfsins hafi Bretar leiðir til að koma í veg fyrir það, eða því heldur Lidington fram allavega. Miðað við fyrstu viðbrögð stjórnarandstöðunnar í Bretlandi þykir það ekki ljóst.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira