Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að senda hafi átt annan vagn eftir farþegum en þeir hafi þó fengið far austur fyrir fjall á einkabílum sem verið var að aka austur.
Til stendur að sækja vagninn á morgun, þegar veðrinu hefur slotað og birtuskilyrði eru betri.
