VAR enginn dómari mættur í myndbandadómaraherbergið? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2019 13:00 Ruben Alcaraz og félagar í Real Valladolid skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik á móti Real Madrid en fengu bara eitt þeirra dæmt gilt. Getty/David S. Bustamant Leikmenn Real Valladolid hafa eflaust ekki mikinn húmor fyrir VAR-sjánni eftir að hafa misst tvö mörk í tapleiknum á móti Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Í öðru VAR atvikinu gerðist þó eitt mjög skrýtið. Spánverjar nota VAR-sjána í öllum sínum leikjum í spænsku úrvalsdeildinni og þar eru öll vafaatriði skoðuð af sérstökum myndbandadómurum. Lið lenda því oft í því að fagna marki of snemma eins og var raunin í leik Real Valladolid og Real Madrid í gær. VAR dómarar hafa líka verið mikið í umræðunni upp á síðkastið eftir að bæði Manchester United og Porto komust áfram í Meistaradeildinni í síðustu viku eftir að hafa fengið VAR-víti á lokamínútunum. Sumir eru ekkert alltof hrifnir af þeim töfum sem skapast vegna VAR-sjáarinnar og vilja að vafaatriðin falli bara þar sem þau falla. Þannig hafi fótboltinn alltaf verið en því verður varla breytt til baka úr þessu. Real Valladolid skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik á móti Real Madrid í gær sem voru dæmd af eftir innkomu myndbandadómara. Í fyrra atvikinu gerðist það hins vegar að skipt var yfir í VAR-dómaraherbergið í sjónvarpsútsendingunni en þar var enginn og ljósið slökkt. Þetta var fyndið en um leið afar vandræðalegt. Myndbandadómararnir tóku markið samt fyrir og dæmdu það réttilega af vegna rangstöðu. Einhvers staðar voru því menn staddir sem tóku þessa ákvörðun. Blaðamaðurinn Sid Lowe, sem fjallar um spænska fótboltann, sagði seinna frá því að þetta hafi ekki verið rétta VAR-dómaraherbergið heldur það sem var notað í leik fyrr um daginn. Myndbandadómararnir voru því mættir í vinnuna þó að það hafi ekki litið út fyrir það.Carrusel say that the cameras had focused on the wrong VAR room, one that had been used for earlier game and now abandoned. So it was TV error. https://t.co/XcjLFXKsl2 — Sid Lowe (@sidlowe) March 10, 2019Í seinni hálfleik kom aftur upp VAR-atvik og þá var skipt yfir í rétta VAR-herbergið. Hér fyrir neðan má aftur á móti sjá þegar skipt var yfir í tóma VAR dómaraherbergið en undir má heyra lýsingu frá Ingvari Erni Ákasyni, sem fleiri þekkja undir nafninu Byssan.Klippa: VAR enginn myndbandadómari mættur í vinnuna Spænski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Leikmenn Real Valladolid hafa eflaust ekki mikinn húmor fyrir VAR-sjánni eftir að hafa misst tvö mörk í tapleiknum á móti Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Í öðru VAR atvikinu gerðist þó eitt mjög skrýtið. Spánverjar nota VAR-sjána í öllum sínum leikjum í spænsku úrvalsdeildinni og þar eru öll vafaatriði skoðuð af sérstökum myndbandadómurum. Lið lenda því oft í því að fagna marki of snemma eins og var raunin í leik Real Valladolid og Real Madrid í gær. VAR dómarar hafa líka verið mikið í umræðunni upp á síðkastið eftir að bæði Manchester United og Porto komust áfram í Meistaradeildinni í síðustu viku eftir að hafa fengið VAR-víti á lokamínútunum. Sumir eru ekkert alltof hrifnir af þeim töfum sem skapast vegna VAR-sjáarinnar og vilja að vafaatriðin falli bara þar sem þau falla. Þannig hafi fótboltinn alltaf verið en því verður varla breytt til baka úr þessu. Real Valladolid skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik á móti Real Madrid í gær sem voru dæmd af eftir innkomu myndbandadómara. Í fyrra atvikinu gerðist það hins vegar að skipt var yfir í VAR-dómaraherbergið í sjónvarpsútsendingunni en þar var enginn og ljósið slökkt. Þetta var fyndið en um leið afar vandræðalegt. Myndbandadómararnir tóku markið samt fyrir og dæmdu það réttilega af vegna rangstöðu. Einhvers staðar voru því menn staddir sem tóku þessa ákvörðun. Blaðamaðurinn Sid Lowe, sem fjallar um spænska fótboltann, sagði seinna frá því að þetta hafi ekki verið rétta VAR-dómaraherbergið heldur það sem var notað í leik fyrr um daginn. Myndbandadómararnir voru því mættir í vinnuna þó að það hafi ekki litið út fyrir það.Carrusel say that the cameras had focused on the wrong VAR room, one that had been used for earlier game and now abandoned. So it was TV error. https://t.co/XcjLFXKsl2 — Sid Lowe (@sidlowe) March 10, 2019Í seinni hálfleik kom aftur upp VAR-atvik og þá var skipt yfir í rétta VAR-herbergið. Hér fyrir neðan má aftur á móti sjá þegar skipt var yfir í tóma VAR dómaraherbergið en undir má heyra lýsingu frá Ingvari Erni Ákasyni, sem fleiri þekkja undir nafninu Byssan.Klippa: VAR enginn myndbandadómari mættur í vinnuna
Spænski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira