Stjórnarandstæðingar gætu hafa kveikt óvart í hjálpargögnum Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2019 10:10 Stjórnarhermenn voru sakaðir um að hafa kveikt í bílum með hjálpargögn í febrúar. Svo virðist hins vegar sem að eldurinn hafi kviknað út frá bensínsprengju mótmælanda. Vísir/EPA Myndbandsupptökur benda til þess að stjórnarandstæðingar í Venesúela hafi óvart kveikt í flutningabílum sem fluttu hjálpargögn í síðasta mánuði. Bandaríkjastjórn og stjórnarandstaðan hafa sakað Nicolás Maduro, forseta, um að hafa skipað hermönnum að kveikja í hjálpargögnunum. Til átaka kom á landamærum Venesúela og Kólumbíu þegar bílalest með hjálpargögn ætlaði að halda inn í fyrrnefnda landið 23. febrúar. Stjórnarhermenn skutu gúmmíkúlum og táragasi til að dreifa mótmælendum og stöðva för bílalestarinnar. Eldur kviknaði í tveimur bílum sem fluttu hjálpargögn og bárust böndin að stjórnarhermönnum. Bandaríska utanríkisráðuneytið birti meðal annars myndband og fullyrti að það sýndi að Maduro hefði skipað hermönnum sínum að kveikja í þeim. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur sakað Maduro um að ljúga um mannúðaraðstoð og að láta glæpamenn kveikja í matvælum og lyfjum ætluðum venesúelsku þjóðinni. Þær fullyrðingar byggðu meðal annars á upptökum sem kólumbísk stjórnvöld sendu bandarískum embættismönnum og fjölmiðlum. Á þeim var sérstök athygli vakin á hermönnum sem köstuðu táragasi að bílalestinni. Nú segir New York Times að áður óbirtar myndbandsupptökur auk þeirra sem þegar hafa komið fram bendi til þess að það hafi verið bensínsprengja sem mótmælandi úr röðum stjórnarandstöðunnar kastaði sem hafi líklega verið upptök eldsins í hjálpargögnunum. Á upptökunum sjáist mótmælandi kasta bensínsprengju í átt að hermönnum. Logandi tuskan fljúgi hins vegar úr flöskunni og í áttina að flutningabíl. Hálfri mínútu síðar standi bíllinn í ljósum logum. Sami mótmælandi sjáist kasta bensínsprengju í annan flutningabíl tuttugu mínútum áður en ekki kviknaði í þeim bíl.Ekki lyf í farminum sem brann Erlend ríki hafa reynt að senda hjálpargögn til Vensúela þar sem mannúðarneyðarástand ríkir. Efnahagsleg óstjórn Maduro forseta hefur leitt til vöruskorts og efnahagshruns í landinu. Samhliða hefur forsetinn látið handtaka og pynta stjórnarandstæðinga. Stjórnarherinn hefur skotið mótmælendur til bana og sært fjölda aðra. Atvikið á landamærunum átti að vera lýsandi dæmi um illsku Maduro-stjórnarinnar. Hún hafi látið kveikja í lyfjum sem voru á meðal hjálpargagnanna á meðan Venesúelabúar láta lífið vegna lyfjaskorts. Bandaríska dagblaðið segir hins vegar að þær fullyrðingar eigi heldur ekki við rök að styðjast. Þannig hafi Þróunarsamvinnustofnun Bandaríkjanna sem lagði til meirihluta hjálpargagnanna ekki skráð lyf sem hluta af sendingunni til Venesúela. Fulltrúi stjórnarandstöðunnar sem blaðið ræddi við segir að lækningavörur eins og andlitsgrímur og hanskar hafi verið í farmi flutningabílanna en ekki lyf. Þegar blaðið bar þessar nýju upplýsingar undir bandaríska embættismenn sendu þeir frá sér yfirlýsingu um að eldurinn hafi kviknað eftir að hermenn Maduro stöðvuðu för bílalestarinnar með valdi. Ekki var tekið fram í yfirlýsingunni að stjórnarhermenn hefðu kveikt í hjálpargögnunum. „Maduro ber ábyrgð á því að skapa aðstæður fyrir ofbeldi. Hrottar hans stöðvuðu komu tonna af mat og lyfjum á meðan þúsundir hugrakkra sjálfboðaliða reyndu að verja og koma neyðargögnum til venesúelskra fjölskyldna,“ sagði Garrett Marquis, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. Maduro-stjórnin hefur einnig dreift misvísandi upplýsingum um neyðargagnasendinguna. Hún hefur haldið því fram að enginn matvælaskortur sé í landinu og að í neyðargögnunum hafi verið útrunnar vörur og bandarísk vopn. Stjórnarhermenn og gengi sem eru hliðholl Maduro létu einnig til skarar skríða gegn stjórnarandstæðingum sem reyndu að tryggja för bílalestarinnar yfir landamærin. Bandaríkin Venesúela Tengdar fréttir Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00 Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Myndbandsupptökur benda til þess að stjórnarandstæðingar í Venesúela hafi óvart kveikt í flutningabílum sem fluttu hjálpargögn í síðasta mánuði. Bandaríkjastjórn og stjórnarandstaðan hafa sakað Nicolás Maduro, forseta, um að hafa skipað hermönnum að kveikja í hjálpargögnunum. Til átaka kom á landamærum Venesúela og Kólumbíu þegar bílalest með hjálpargögn ætlaði að halda inn í fyrrnefnda landið 23. febrúar. Stjórnarhermenn skutu gúmmíkúlum og táragasi til að dreifa mótmælendum og stöðva för bílalestarinnar. Eldur kviknaði í tveimur bílum sem fluttu hjálpargögn og bárust böndin að stjórnarhermönnum. Bandaríska utanríkisráðuneytið birti meðal annars myndband og fullyrti að það sýndi að Maduro hefði skipað hermönnum sínum að kveikja í þeim. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur sakað Maduro um að ljúga um mannúðaraðstoð og að láta glæpamenn kveikja í matvælum og lyfjum ætluðum venesúelsku þjóðinni. Þær fullyrðingar byggðu meðal annars á upptökum sem kólumbísk stjórnvöld sendu bandarískum embættismönnum og fjölmiðlum. Á þeim var sérstök athygli vakin á hermönnum sem köstuðu táragasi að bílalestinni. Nú segir New York Times að áður óbirtar myndbandsupptökur auk þeirra sem þegar hafa komið fram bendi til þess að það hafi verið bensínsprengja sem mótmælandi úr röðum stjórnarandstöðunnar kastaði sem hafi líklega verið upptök eldsins í hjálpargögnunum. Á upptökunum sjáist mótmælandi kasta bensínsprengju í átt að hermönnum. Logandi tuskan fljúgi hins vegar úr flöskunni og í áttina að flutningabíl. Hálfri mínútu síðar standi bíllinn í ljósum logum. Sami mótmælandi sjáist kasta bensínsprengju í annan flutningabíl tuttugu mínútum áður en ekki kviknaði í þeim bíl.Ekki lyf í farminum sem brann Erlend ríki hafa reynt að senda hjálpargögn til Vensúela þar sem mannúðarneyðarástand ríkir. Efnahagsleg óstjórn Maduro forseta hefur leitt til vöruskorts og efnahagshruns í landinu. Samhliða hefur forsetinn látið handtaka og pynta stjórnarandstæðinga. Stjórnarherinn hefur skotið mótmælendur til bana og sært fjölda aðra. Atvikið á landamærunum átti að vera lýsandi dæmi um illsku Maduro-stjórnarinnar. Hún hafi látið kveikja í lyfjum sem voru á meðal hjálpargagnanna á meðan Venesúelabúar láta lífið vegna lyfjaskorts. Bandaríska dagblaðið segir hins vegar að þær fullyrðingar eigi heldur ekki við rök að styðjast. Þannig hafi Þróunarsamvinnustofnun Bandaríkjanna sem lagði til meirihluta hjálpargagnanna ekki skráð lyf sem hluta af sendingunni til Venesúela. Fulltrúi stjórnarandstöðunnar sem blaðið ræddi við segir að lækningavörur eins og andlitsgrímur og hanskar hafi verið í farmi flutningabílanna en ekki lyf. Þegar blaðið bar þessar nýju upplýsingar undir bandaríska embættismenn sendu þeir frá sér yfirlýsingu um að eldurinn hafi kviknað eftir að hermenn Maduro stöðvuðu för bílalestarinnar með valdi. Ekki var tekið fram í yfirlýsingunni að stjórnarhermenn hefðu kveikt í hjálpargögnunum. „Maduro ber ábyrgð á því að skapa aðstæður fyrir ofbeldi. Hrottar hans stöðvuðu komu tonna af mat og lyfjum á meðan þúsundir hugrakkra sjálfboðaliða reyndu að verja og koma neyðargögnum til venesúelskra fjölskyldna,“ sagði Garrett Marquis, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. Maduro-stjórnin hefur einnig dreift misvísandi upplýsingum um neyðargagnasendinguna. Hún hefur haldið því fram að enginn matvælaskortur sé í landinu og að í neyðargögnunum hafi verið útrunnar vörur og bandarísk vopn. Stjórnarhermenn og gengi sem eru hliðholl Maduro létu einnig til skarar skríða gegn stjórnarandstæðingum sem reyndu að tryggja för bílalestarinnar yfir landamærin.
Bandaríkin Venesúela Tengdar fréttir Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00 Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00
Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15