Samkvæmt yfirlýsingu sem dýragarðurinn birti á Twitter, hafði konan farið yfir grindverk til þess að komast nær búri jagúarsins. Konan var flutt á sjúkrahús en meiðsli hennar eru ekki talin alvarleg.
Að sögn dýragarðsstjórans, Mickey Ollson er þetta í annað sinn sem jagúarinn, sem er kvendýr, reynir að slá til gesta með þessum hætti. Ollson sagði einnig að dýrinu yrði ekki lógað enda hafi þetta ekki verið dýrinu að kenna, dýragarðurinn myndi aldrei skaða dýr vegna gjörða gesta.
Please understand why barriers are put in place. Sending prayers to the family tonight. pic.twitter.com/2MPb8bXhwR
— Wildlife World Zoo, Aquarium & Safari Park (@ZooWildlife) March 10, 2019