Ekki vera fiskur! Ragnar Þór Pétursson skrifar 29. mars 2019 11:00 Það er flókið að velja sér framtíðarstarf. Í þroskuðu lýðræðissamfélagi stendur fólk frammi fyrir mörgum kostum. Slíkt val er, í sögulegu samhengi, frekar ný til komið. Hjá þeim þjóðum sem styðjast við aðrar nafngiftarreglur en Íslendingar er býsna algengt að „ættarnafnið“ sé um leið starfsheiti. Í Þýskalandi, Englandi og Hollandi finnur þú Bäcker, Baker og Bakker. De Boer er bóndi og Ferraro járnsmiður; Potter er leirgerðarmaður og Rybak er sjómaður. „Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór?“ er þannig tiltölulega nýleg spurning. Svarið við henni lá lengi í nafni þess sem svaraði. Það var í raun ekki fyrr en mennta-, lista- og atvinnulíf varð sæmilega fjölbreytt að fólk hafði raunverulega valkosti. Og þá gat svarið meira að segja verið: „Ég veit það ekki“ eða „Ekkert eitt!“ Bandaríkjamaðurinn Tom Lehrer er ágætt dæmi um mann sem kaus að verða ekkert eitt. Hann er stærðfræðingur, lagahöfundur, skemmtikraftur, hermaður og háskólakennari. Stundum var hann eitt og stundum annað; stundum blandaði hann þessu öllu saman. Árið 1972 kenndi hann t.d. inngangskúrs í bandarískum háskóla sem hann kallaði „Stærðfræði fyrir tenóra.“ Á Youtube er hægt að hlusta á mörg stórskemmtileg lög sem Lehrer gerði ódauðleg. Meðal þeirra frægustu eru Elements (þar sem hann syngur nöfn efnanna í lotukerfinu) og New Math (þar sem hann gerir grín að ruglandi nýjungagirni í stærðfræðikennslu). Kaldhæðnislegri hlið sinni gerði hann skil í lögum eins og The Old Dope Peddler, þar sem hann sneri út úr þekktu rómantísku lagi og uppskar fyrir vikið bann á miðlum Breska ríkisútvarpsins. Af svipuðum meiði er vorvísan, um hve gaman það sé að rölta um almenningsgarðinn í góða veðrinu og eitra fyrir dúfum, Poisoning Pigeons In The Park. Ættarnafnið Lehrer þýðir kennari. Og vissulega var Tom Lehrer kennari, meira að segja afburðafær kennari. Það sem gerði hann að góðum kennara var samt ekki sú staðreynd að að hann var afkomandi kennara. Lehrer var góður kennari vegna margvíslegra hæfileika sinna og víðtæks áhuga á listum og raungreinum, góðrar og fjölbreyttrar menntunar – og vegna þess gríðarlega hugmyndaflugs og húmors sem einkennir öll hans verk. Góður kennari er nefnilega ekkert eitt. Þeir eru margvíslegir og ólíkir. Sumir eru innrænir en mjög áhugasamir um tiltekin fræðasvið, aðrir eru útrænir og elska að vera innan um fólk; sumir eru framsæknir og elska byltinga- og umbótastarf, aðrir eru íhaldssamir og elska að standa á traustum grunni. Saman mynda kennarar síðan einn stofn þess, sem nú er kallað, skólasamfélag. Með nemendum, foreldrum og öðru starfsfólki menntakerfisins verður til risastórt samfélag sem hannar utan um hverja nýja kynslóð þann ramma sem tryggja á að öll eigum við kost á meira en einu svari við spurningunni um það hvað við viljum verða. Ef þú stendur nú á þessum tímamótum og veist ekki hvað þú vilt verða skora ég á þig að velta því alvarlega fyrir þér að verða kennari. Það kann að vera að það hafi aldrei hvarflað að þér. Það er varla von. Þegar kemur að því að velja sér háskólanám erum við flest búin að vera innan um kennara svo óskaplega lengi að við tökum þeim sem sjálfsögðum hlut. Einhvern tíma var sagt: „Við vitum ekki hver það var sem uppgötvaði vatnið, en við erum nokkuð viss um að það var ekki fiskur.“ Ekki vera fiskur! En hugleiddu það í alvöru. Kennarastarfið er eitt af þessum störfum sem maður vex ekki aðeins inn í heldur vaxa með manni. Það veitir tækifæri til ævilangrar starfsþróunar og þótt það byggi á gömlum merg er nýsköpun óvíða meiri en í menntakerfum heimsins um þessar mundir. Samkvæmt spám er kennarastarfið í algjörum sérflokki þeirra starfa sem munu ná að laga sig að breyttum kröfum upplýsingatæknibyltingarinnar. Það eru nánast engar líkur á að kennarar horfi á eftir störfum sínum í faðm gervigreindar og tækni. Það kemur til af því að kennsla reynir á allt svið mannlegra hæfileika og gengur best þegar fjölbreyttur hópur af fólki kemur saman til að móta starfið og skólana. Ef þú vilt slást í hópinn ertu hjartanlega velkomin/n. Við, sem fyrir erum, hlökkum til að vinna með þér.Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skóla - og menntamál Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Það er flókið að velja sér framtíðarstarf. Í þroskuðu lýðræðissamfélagi stendur fólk frammi fyrir mörgum kostum. Slíkt val er, í sögulegu samhengi, frekar ný til komið. Hjá þeim þjóðum sem styðjast við aðrar nafngiftarreglur en Íslendingar er býsna algengt að „ættarnafnið“ sé um leið starfsheiti. Í Þýskalandi, Englandi og Hollandi finnur þú Bäcker, Baker og Bakker. De Boer er bóndi og Ferraro járnsmiður; Potter er leirgerðarmaður og Rybak er sjómaður. „Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór?“ er þannig tiltölulega nýleg spurning. Svarið við henni lá lengi í nafni þess sem svaraði. Það var í raun ekki fyrr en mennta-, lista- og atvinnulíf varð sæmilega fjölbreytt að fólk hafði raunverulega valkosti. Og þá gat svarið meira að segja verið: „Ég veit það ekki“ eða „Ekkert eitt!“ Bandaríkjamaðurinn Tom Lehrer er ágætt dæmi um mann sem kaus að verða ekkert eitt. Hann er stærðfræðingur, lagahöfundur, skemmtikraftur, hermaður og háskólakennari. Stundum var hann eitt og stundum annað; stundum blandaði hann þessu öllu saman. Árið 1972 kenndi hann t.d. inngangskúrs í bandarískum háskóla sem hann kallaði „Stærðfræði fyrir tenóra.“ Á Youtube er hægt að hlusta á mörg stórskemmtileg lög sem Lehrer gerði ódauðleg. Meðal þeirra frægustu eru Elements (þar sem hann syngur nöfn efnanna í lotukerfinu) og New Math (þar sem hann gerir grín að ruglandi nýjungagirni í stærðfræðikennslu). Kaldhæðnislegri hlið sinni gerði hann skil í lögum eins og The Old Dope Peddler, þar sem hann sneri út úr þekktu rómantísku lagi og uppskar fyrir vikið bann á miðlum Breska ríkisútvarpsins. Af svipuðum meiði er vorvísan, um hve gaman það sé að rölta um almenningsgarðinn í góða veðrinu og eitra fyrir dúfum, Poisoning Pigeons In The Park. Ættarnafnið Lehrer þýðir kennari. Og vissulega var Tom Lehrer kennari, meira að segja afburðafær kennari. Það sem gerði hann að góðum kennara var samt ekki sú staðreynd að að hann var afkomandi kennara. Lehrer var góður kennari vegna margvíslegra hæfileika sinna og víðtæks áhuga á listum og raungreinum, góðrar og fjölbreyttrar menntunar – og vegna þess gríðarlega hugmyndaflugs og húmors sem einkennir öll hans verk. Góður kennari er nefnilega ekkert eitt. Þeir eru margvíslegir og ólíkir. Sumir eru innrænir en mjög áhugasamir um tiltekin fræðasvið, aðrir eru útrænir og elska að vera innan um fólk; sumir eru framsæknir og elska byltinga- og umbótastarf, aðrir eru íhaldssamir og elska að standa á traustum grunni. Saman mynda kennarar síðan einn stofn þess, sem nú er kallað, skólasamfélag. Með nemendum, foreldrum og öðru starfsfólki menntakerfisins verður til risastórt samfélag sem hannar utan um hverja nýja kynslóð þann ramma sem tryggja á að öll eigum við kost á meira en einu svari við spurningunni um það hvað við viljum verða. Ef þú stendur nú á þessum tímamótum og veist ekki hvað þú vilt verða skora ég á þig að velta því alvarlega fyrir þér að verða kennari. Það kann að vera að það hafi aldrei hvarflað að þér. Það er varla von. Þegar kemur að því að velja sér háskólanám erum við flest búin að vera innan um kennara svo óskaplega lengi að við tökum þeim sem sjálfsögðum hlut. Einhvern tíma var sagt: „Við vitum ekki hver það var sem uppgötvaði vatnið, en við erum nokkuð viss um að það var ekki fiskur.“ Ekki vera fiskur! En hugleiddu það í alvöru. Kennarastarfið er eitt af þessum störfum sem maður vex ekki aðeins inn í heldur vaxa með manni. Það veitir tækifæri til ævilangrar starfsþróunar og þótt það byggi á gömlum merg er nýsköpun óvíða meiri en í menntakerfum heimsins um þessar mundir. Samkvæmt spám er kennarastarfið í algjörum sérflokki þeirra starfa sem munu ná að laga sig að breyttum kröfum upplýsingatæknibyltingarinnar. Það eru nánast engar líkur á að kennarar horfi á eftir störfum sínum í faðm gervigreindar og tækni. Það kemur til af því að kennsla reynir á allt svið mannlegra hæfileika og gengur best þegar fjölbreyttur hópur af fólki kemur saman til að móta starfið og skólana. Ef þú vilt slást í hópinn ertu hjartanlega velkomin/n. Við, sem fyrir erum, hlökkum til að vinna með þér.Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun