Breskir þingmenn munu í dag greiða atkvæði um útgöngusamning Theresu May en hún reynir nú allt sem hún getur til að fresta útgöngu Breta úr ESB fram til 22. maí. Ef enginn útgöngusamningur verður samþykktur fara Bretar út 12. apríl.
May mun þó ekki láta greiða atkvæði um samning sinn í heild, heldur aðeins um það sem snýr að sjálfri útgöngunni, ekki um framtíðarsamskipti Breta og ESB.
Ráðherrar segja þó að verði þessi hluti samþykktur ætti það að nægja til að uppfylla kröfur ESB og að þannig fáist fresturinn framlengdur.
Samningur hennar hefur þegar verið felldur með miklum mun tvívegis og hefur May nú lofað að segja af sér, verði samningurinn samþykktur.
Greiða atkvæði um útgönguna sjálfa

Tengdar fréttir

Brexit-laus útgöngudagsetning
Bretar áttu upphaflega að ganga út úr ESB í dag. Það hefur ekki gerst. Erfið pattstaða er komin upp og alls óvíst að loforð May forsætisráðherra um afsögn skili meirihluta á bak við samning hennar.