Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2019 11:53 Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. Vísir/vilhelm Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. „Það kemur gengishögg og verðbólguskot í kjölfarið á svona áfalli. Hversu alvarlegt er ómögulegt að segja til um núna en ég er svo sem ekkert svartsýnn á að það verði meiriháttar gengisfall,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu. Hann segir að gengi krónunnar muni að öllum líkindum veikjast aðeins og verðbólga aukast. Þetta sé liður í aðlögun að nýjum veruleika eftir að fréttir tóku að spyrjast af því að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi að fullu.Ástæðulaust að draga upp kolsvarta mynd af ástandinu „Þetta er ekkert hrun, langt því frá en þetta mun rífa í næstu eitt, tvö árin hið minnsta,“ segir Þorsteinn sem segir að ástæðulaust sé að draga upp kolsvarta mynd. Það sem af er degi hefur krónan veikst lítillega eða á bilinu hálft til eitt prósent eftir gjaldmiðlum. „Ég sé engar forsendur í augnablikinu fyrir því að það verði neitt í líkingu við það sem við sáum til dæmis í kjölfar hrunsins,“ segir Þorsteinn þegar hann er spurður út í verðtryggð húsnæðislán en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sem á í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins, segir að í ljósi frétta af WOW air þurfi verkalýðshreyfingin mögulega að breyta áherslum sínum og krefjast þaks á verðtryggð húsnæðislán. „Það er engin ástæða til að teikna upp kolsvarta mynd í þeim efnum en það gæti alveg komið dálítið högg á gengið og upp úr stígandi verðbólga en ekkert eitthvað sem myndi skapa algjöran forsendubrest fyrir heimilin gagnvart skuldabréfum sínum“. Spurður hvort það sé ekki ósanngjarnt að niðursveiflan þurfi ávallt að bitna á fólkinu sem ekki hafi efni á óverðtryggðum húsnæðislánum vegna hærri greiðslubyrði segir Þorsteinn svo vera. Veruleiki íslensku krónunnar „Þetta er veruleiki íslensku krónunnar og þetta er sú hagstjórn sem þeir flokkar sem vilja byggja áfram á íslensku krónunni og trúa á að sé best og þar eru það alltaf við sem berum reikninginn á endanum þegar krónan fellur.“ Þorsteinn segist hafa allt frá upphafi ríkisstjórnarsamstarfsins verið ötull við að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir áætlanir um útgjaldaaukningu. „Á sama tíma og það er, út frá sögulegri reynslu, full ástæða til að vera varkár og eiga gott svigrúm til að mæta mögulegum skakkaföllum sem hafa gjarnan dunið á okkur með reglulegu millibili.“ Alþingi Efnahagsmál Kjaramál Viðreisn WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. „Það kemur gengishögg og verðbólguskot í kjölfarið á svona áfalli. Hversu alvarlegt er ómögulegt að segja til um núna en ég er svo sem ekkert svartsýnn á að það verði meiriháttar gengisfall,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu. Hann segir að gengi krónunnar muni að öllum líkindum veikjast aðeins og verðbólga aukast. Þetta sé liður í aðlögun að nýjum veruleika eftir að fréttir tóku að spyrjast af því að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi að fullu.Ástæðulaust að draga upp kolsvarta mynd af ástandinu „Þetta er ekkert hrun, langt því frá en þetta mun rífa í næstu eitt, tvö árin hið minnsta,“ segir Þorsteinn sem segir að ástæðulaust sé að draga upp kolsvarta mynd. Það sem af er degi hefur krónan veikst lítillega eða á bilinu hálft til eitt prósent eftir gjaldmiðlum. „Ég sé engar forsendur í augnablikinu fyrir því að það verði neitt í líkingu við það sem við sáum til dæmis í kjölfar hrunsins,“ segir Þorsteinn þegar hann er spurður út í verðtryggð húsnæðislán en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sem á í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins, segir að í ljósi frétta af WOW air þurfi verkalýðshreyfingin mögulega að breyta áherslum sínum og krefjast þaks á verðtryggð húsnæðislán. „Það er engin ástæða til að teikna upp kolsvarta mynd í þeim efnum en það gæti alveg komið dálítið högg á gengið og upp úr stígandi verðbólga en ekkert eitthvað sem myndi skapa algjöran forsendubrest fyrir heimilin gagnvart skuldabréfum sínum“. Spurður hvort það sé ekki ósanngjarnt að niðursveiflan þurfi ávallt að bitna á fólkinu sem ekki hafi efni á óverðtryggðum húsnæðislánum vegna hærri greiðslubyrði segir Þorsteinn svo vera. Veruleiki íslensku krónunnar „Þetta er veruleiki íslensku krónunnar og þetta er sú hagstjórn sem þeir flokkar sem vilja byggja áfram á íslensku krónunni og trúa á að sé best og þar eru það alltaf við sem berum reikninginn á endanum þegar krónan fellur.“ Þorsteinn segist hafa allt frá upphafi ríkisstjórnarsamstarfsins verið ötull við að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir áætlanir um útgjaldaaukningu. „Á sama tíma og það er, út frá sögulegri reynslu, full ástæða til að vera varkár og eiga gott svigrúm til að mæta mögulegum skakkaföllum sem hafa gjarnan dunið á okkur með reglulegu millibili.“
Alþingi Efnahagsmál Kjaramál Viðreisn WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08
Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33