Gunnar Nelson á fimmtán manna draumalista yfir þá bestu í UFC Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2019 09:00 Gunnar Nelson er með flesta afgreiðslur í gólfinu í sögu veltivigtar UFC. vísir/getty Gunnar Nelson féll í í gær í fyrsta skipti í þrjú ár út af styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC. Hann fór niður í fjórtánda sætið skömmu eftir tapið gegn Leon Edwards en er nú ekki lengur á meðal þeirra fimmtán bestu. Þrátt fyrir tapið gegn Leon Edwards í Lundúnum á dögunum og rysjótt gengi í búrinu undanfarin misseri er Gunnar í miklum metum hjá sérfræðingum um íþróttina eins og sjá má í skemmtilegri grein á MMA-síðunni Pundit Arena. Þar setur MMA-blaðamaðurinn Cillian Cunningham upp draumalistann sinn af bardagamönnum óháð þyngd en augljóst er að hann hefur lagt mikla vinnu í verkið. Greinin kom út í gær rétt áður en að Gunnar féll af listanum og miðar við að hann sé í fjórtánda sætinu hjá UFC. Í þessari grein setur blaðamaðurinn alla bardagamennina í fimmtánda sæti styrkleikalista allra flokka saman í einn flokk, svo þá sem eru númer fjórtán og koll af kolli. Hann velur svo þann besta í hverju sæti fyrir sig.Gunnar Nelson tapaði í Lundúnum.vísir/gettyÞegar horft er á gengi í síðustu bardögum, tæknilega getu, möguleika á að verða meistari og hversu hættulegur bardagamaðurinn er öðrum á listanum telur hann Gunnar Nelson þann besta af öllum í fjórtánda sæti styrkleikalista UFC, óháð þyngd. „Gunnar tapaði kannski á móti Leon Edwards og stóð sig ekkert frábærlega en það er ekki hægt að gera lítið úr hæfileikum Gunnars að klára bardaga,“ segir í umsögn um Gunnar. „Hann var eiginlega of þrjóskur þetta kvöld gegn Edwards sem varð til þess að Bretinn náði að núlla út allar aðgerðir hans. Hann þarf bara aðeins að laga nokkra hluti og þá ætti Gunni að vera kominn á ról seinna á þessu ári.“ MMA-blaðamaðurinn er svo hrifinn af Gunnari að hann setur hann á draumastyrkleikalistann í lok greinarinnar sem besta bardagakappann í UFC af þeim sem voru í fjórtánda sæti styrkleikalista UFC. Þar er hann á lista með mönnum á borð við Jon Jones, Tony Ferguson og Dustin Poirier. MMA Tengdar fréttir Gunnar dottinn af styrkleikalista UFC UFC er búið að gefa út nýjan styrkleikalista fyrir veltivigtina og í fyrsta skipti í langan tíma er enginn Gunnar Nelson á listanum. 27. mars 2019 10:32 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Sjá meira
Gunnar Nelson féll í í gær í fyrsta skipti í þrjú ár út af styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC. Hann fór niður í fjórtánda sætið skömmu eftir tapið gegn Leon Edwards en er nú ekki lengur á meðal þeirra fimmtán bestu. Þrátt fyrir tapið gegn Leon Edwards í Lundúnum á dögunum og rysjótt gengi í búrinu undanfarin misseri er Gunnar í miklum metum hjá sérfræðingum um íþróttina eins og sjá má í skemmtilegri grein á MMA-síðunni Pundit Arena. Þar setur MMA-blaðamaðurinn Cillian Cunningham upp draumalistann sinn af bardagamönnum óháð þyngd en augljóst er að hann hefur lagt mikla vinnu í verkið. Greinin kom út í gær rétt áður en að Gunnar féll af listanum og miðar við að hann sé í fjórtánda sætinu hjá UFC. Í þessari grein setur blaðamaðurinn alla bardagamennina í fimmtánda sæti styrkleikalista allra flokka saman í einn flokk, svo þá sem eru númer fjórtán og koll af kolli. Hann velur svo þann besta í hverju sæti fyrir sig.Gunnar Nelson tapaði í Lundúnum.vísir/gettyÞegar horft er á gengi í síðustu bardögum, tæknilega getu, möguleika á að verða meistari og hversu hættulegur bardagamaðurinn er öðrum á listanum telur hann Gunnar Nelson þann besta af öllum í fjórtánda sæti styrkleikalista UFC, óháð þyngd. „Gunnar tapaði kannski á móti Leon Edwards og stóð sig ekkert frábærlega en það er ekki hægt að gera lítið úr hæfileikum Gunnars að klára bardaga,“ segir í umsögn um Gunnar. „Hann var eiginlega of þrjóskur þetta kvöld gegn Edwards sem varð til þess að Bretinn náði að núlla út allar aðgerðir hans. Hann þarf bara aðeins að laga nokkra hluti og þá ætti Gunni að vera kominn á ról seinna á þessu ári.“ MMA-blaðamaðurinn er svo hrifinn af Gunnari að hann setur hann á draumastyrkleikalistann í lok greinarinnar sem besta bardagakappann í UFC af þeim sem voru í fjórtánda sæti styrkleikalista UFC. Þar er hann á lista með mönnum á borð við Jon Jones, Tony Ferguson og Dustin Poirier.
MMA Tengdar fréttir Gunnar dottinn af styrkleikalista UFC UFC er búið að gefa út nýjan styrkleikalista fyrir veltivigtina og í fyrsta skipti í langan tíma er enginn Gunnar Nelson á listanum. 27. mars 2019 10:32 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Sjá meira
Gunnar dottinn af styrkleikalista UFC UFC er búið að gefa út nýjan styrkleikalista fyrir veltivigtina og í fyrsta skipti í langan tíma er enginn Gunnar Nelson á listanum. 27. mars 2019 10:32