Ragnheiður Gröndal dansar á mörkum Þórarinn Þórarinsson skrifar 28. mars 2019 06:00 Mér hefur aldrei þótt jafn erfitt að skilgreina það sem ég er að gera, segir Ragnheiður Gröndal. Fréttablaðið/Stefán Töfrabörn, fyrsta hljómplata Ragnheiðar Gröndal í fimm ár, er komin út og tónlistarkonan ætlar að fagna þessum kærkomnu tímamótum með útgáfutónleikum í Gamla bíói á sunnudagskvöld. „Ætli það megi ekki segja að þetta séu lög sem hafa orðið til hjá mér á síðustu fimm árum, eða frá því að síðasta plata kom út,“ segir Ragnheiður við Fréttablaðið og bætir við að ef nýja platan líkist einhverju þá væri það helst þjóðlagaplöturnar hennar. „Hún gengur samt nokkrum skrefum lengra í tilraunaátt. Hún er öll tekin upp í London með írskum upptökustjóra sem heitir Gerry Diver sem gefur henni dálítið skemmtilegan blæ. Hann hefur unnið mikið með þjóðlagatónlistarmönnum á Bretlandseyjum og setti sín sterku einkenni á hana. Ég lagði samt alveg upp með að reyna að gera eitthvað sem væri einhvern veginn aðgengilegt. Í það minnsta þeim sem eru með opinn huga og þyrstir í að heyra eitthvað sem er kannski ekki alveg Bylgjan. Ég held að fólk eigi alveg að ná henni eftir tvær til þrjár hlustanir. Eða ég vona það,“ segir Ragnheiður og hlær. „Þetta er eiginlega bræðingur af svona alls konar stílum og straumum en hún er samt með rætur í einhvers konar þjóðlagatónlist. Ef ég á að reyna að skilgreina hana myndi ég segja að þetta sé tónlist sem dansar á mörkum tilraunapopps og þjóðlagatónlistar. Annars hefur mér aldrei þótt jafn erfitt að skilgreina það sem ég er að gera. Maður veit ekkert alveg hvað þetta er.“Kraumandi suðupottur Ragnheiður segist alls ekki hafa lagt upp með að ná fram þessum áhrifum en galdrar hafi gerst þegar hún mætti með lögin sín í hljóðver Gerrys. „Ég kynntist honum í gegnum sameiginlega vini, Hilmar Örn Agnarsson og breska vinkonu mína sem er gyðjuprestur. Hún hefur unnið með Gerry og er svo ánægð með hann að hún sagði mér að ég yrði að prófa að vinna með þessum manni. Hún seldi mér svolítið um leið hugmyndina um að fá mér upptökustjóra,“ segir Ragnheiður sem hingað til hefur aðallega skrifað sjálfa sig og eiginmanninn, Guðmund Pétursson gítarleikara, fyrir upptökustjórn platna sinna. „Þannig að þetta var skref inn í hið óþekkta, að hleypa Gerry þarna að, en svo gerast bara einhverjir galdrar þegar við komum í stúdíóið hans í Suður-London. Þá fór allt á suðupunkt og ég fann svo sterkt þessa óbeit hans og mótþróa gagnvart því að vera alltaf að gera eitthvað sem er búið að gera áður.“Ragnheiður fagnar fyrstu plötu sinni í fimm ár.Fréttablaðið/StefánEngin sjálfsævisaga Aðspurð segir Ragnheiður að sjálfsagt megi greina ævisöguleg áhrif í lögunum á plötunni en þá nái slíkt yfir lengra tímabil en síðustu fimm ár. „Ég held þá að þessi plata sé uppgjör við miklu lengra ferli og svona ýmislegt sem maður hefur lent í og er að vinna úr.“ Enda ekki á vísan að róa þegar undirmeðvitundin er annars vegar. „Mér finnst eins og undirmeðvitundin sé einhvern veginn stundum langt á undan manni í sköpun en síðan getur hún líka verið langt á eftir. Þannig að vissulega er ýmislegt af sjálfri mér í þessum lögum en mér fannst samt svo mikilvægt að reyna að búa til lög sem hver sem er gæti speglað sig í,“ segir Ragnheiður um þennan undarlega og óræða sammannlega streng sem einkennir góð listaverk, hvort sem um er að ræða bókmenntir, tónlist eða myndlist. „Svo veit ég ekkert hvort það hefur tekist. Kannski er ég bara eins og persónulegi trúbadorinn,“ segir hún og hlær. „Ég var ekkert að leggja upp með einhverja sjálfsævisögu, eiginlega þvert á móti.“ Öllu tjaldað til Þótt Ragnheiður ætli ekki að reyna að standa gegn hinum þunga straumi nútímans í tónlistarútgáfu gefur hún Töfrabörn út á geisladiski núna og vínyllinn kemur í kjölfarið en platan er þegar aðgengileg á Spotify. „Það er fínt að byrja á Spotify enda væri annað bara einhvern veginn eins og að berjast við vindmyllur.“ Þannig að platan er komin í stærstu tónlistarverslun landsins, á Spotify. Ragnheiður ætlar að fara í gegnum plötuna alla á útgáfutónleikunum í Gamla bíói á sunnudagskvöld með einvala liði. „Það verður öllu tjaldað til fyrir augu, eyru og öll skynfærin. Ég get lofað því og við ætlum svolítið að rannsaka þessi lög í lifandi flutningi. Þetta verður öðruvísi, eins og að búa til nýjan skúlptúr en fanga samt sama andrúmsloftið og er í lögunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Töfrabörn, fyrsta hljómplata Ragnheiðar Gröndal í fimm ár, er komin út og tónlistarkonan ætlar að fagna þessum kærkomnu tímamótum með útgáfutónleikum í Gamla bíói á sunnudagskvöld. „Ætli það megi ekki segja að þetta séu lög sem hafa orðið til hjá mér á síðustu fimm árum, eða frá því að síðasta plata kom út,“ segir Ragnheiður við Fréttablaðið og bætir við að ef nýja platan líkist einhverju þá væri það helst þjóðlagaplöturnar hennar. „Hún gengur samt nokkrum skrefum lengra í tilraunaátt. Hún er öll tekin upp í London með írskum upptökustjóra sem heitir Gerry Diver sem gefur henni dálítið skemmtilegan blæ. Hann hefur unnið mikið með þjóðlagatónlistarmönnum á Bretlandseyjum og setti sín sterku einkenni á hana. Ég lagði samt alveg upp með að reyna að gera eitthvað sem væri einhvern veginn aðgengilegt. Í það minnsta þeim sem eru með opinn huga og þyrstir í að heyra eitthvað sem er kannski ekki alveg Bylgjan. Ég held að fólk eigi alveg að ná henni eftir tvær til þrjár hlustanir. Eða ég vona það,“ segir Ragnheiður og hlær. „Þetta er eiginlega bræðingur af svona alls konar stílum og straumum en hún er samt með rætur í einhvers konar þjóðlagatónlist. Ef ég á að reyna að skilgreina hana myndi ég segja að þetta sé tónlist sem dansar á mörkum tilraunapopps og þjóðlagatónlistar. Annars hefur mér aldrei þótt jafn erfitt að skilgreina það sem ég er að gera. Maður veit ekkert alveg hvað þetta er.“Kraumandi suðupottur Ragnheiður segist alls ekki hafa lagt upp með að ná fram þessum áhrifum en galdrar hafi gerst þegar hún mætti með lögin sín í hljóðver Gerrys. „Ég kynntist honum í gegnum sameiginlega vini, Hilmar Örn Agnarsson og breska vinkonu mína sem er gyðjuprestur. Hún hefur unnið með Gerry og er svo ánægð með hann að hún sagði mér að ég yrði að prófa að vinna með þessum manni. Hún seldi mér svolítið um leið hugmyndina um að fá mér upptökustjóra,“ segir Ragnheiður sem hingað til hefur aðallega skrifað sjálfa sig og eiginmanninn, Guðmund Pétursson gítarleikara, fyrir upptökustjórn platna sinna. „Þannig að þetta var skref inn í hið óþekkta, að hleypa Gerry þarna að, en svo gerast bara einhverjir galdrar þegar við komum í stúdíóið hans í Suður-London. Þá fór allt á suðupunkt og ég fann svo sterkt þessa óbeit hans og mótþróa gagnvart því að vera alltaf að gera eitthvað sem er búið að gera áður.“Ragnheiður fagnar fyrstu plötu sinni í fimm ár.Fréttablaðið/StefánEngin sjálfsævisaga Aðspurð segir Ragnheiður að sjálfsagt megi greina ævisöguleg áhrif í lögunum á plötunni en þá nái slíkt yfir lengra tímabil en síðustu fimm ár. „Ég held þá að þessi plata sé uppgjör við miklu lengra ferli og svona ýmislegt sem maður hefur lent í og er að vinna úr.“ Enda ekki á vísan að róa þegar undirmeðvitundin er annars vegar. „Mér finnst eins og undirmeðvitundin sé einhvern veginn stundum langt á undan manni í sköpun en síðan getur hún líka verið langt á eftir. Þannig að vissulega er ýmislegt af sjálfri mér í þessum lögum en mér fannst samt svo mikilvægt að reyna að búa til lög sem hver sem er gæti speglað sig í,“ segir Ragnheiður um þennan undarlega og óræða sammannlega streng sem einkennir góð listaverk, hvort sem um er að ræða bókmenntir, tónlist eða myndlist. „Svo veit ég ekkert hvort það hefur tekist. Kannski er ég bara eins og persónulegi trúbadorinn,“ segir hún og hlær. „Ég var ekkert að leggja upp með einhverja sjálfsævisögu, eiginlega þvert á móti.“ Öllu tjaldað til Þótt Ragnheiður ætli ekki að reyna að standa gegn hinum þunga straumi nútímans í tónlistarútgáfu gefur hún Töfrabörn út á geisladiski núna og vínyllinn kemur í kjölfarið en platan er þegar aðgengileg á Spotify. „Það er fínt að byrja á Spotify enda væri annað bara einhvern veginn eins og að berjast við vindmyllur.“ Þannig að platan er komin í stærstu tónlistarverslun landsins, á Spotify. Ragnheiður ætlar að fara í gegnum plötuna alla á útgáfutónleikunum í Gamla bíói á sunnudagskvöld með einvala liði. „Það verður öllu tjaldað til fyrir augu, eyru og öll skynfærin. Ég get lofað því og við ætlum svolítið að rannsaka þessi lög í lifandi flutningi. Þetta verður öðruvísi, eins og að búa til nýjan skúlptúr en fanga samt sama andrúmsloftið og er í lögunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira