Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2019 19:15 Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. Þar sem álag ferðamanna hafi verið mikið verði um hreinar björgunaraðgerðir að ræða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu í morgun úthlutun vegna Landsáætlunar um uppbyggingu innviða fyrir árin 2019-2021 og úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir 2019. Á næstu þremur árum fara 3,5 milljarðar til uppbyggingar innviða. „Ég tel að það sé hægt að áorka ansi miklu með þessu. Við byrjuðum með ennþá stærra átak í fyrra sem stækkar síðan núna í ár. Þannig að ég vil meina að við séum búin að snúa úr vörn í sókn þegar kemur að uppbyggingu á ferðamannastöðum og á friðlýstum svæðum vegna álags ferðamanna,” segir umhverfisráðherra.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, greindu frá úthlutuninni á fréttamannafundi í Hannesarholti fyrr í dag.vísir/vilhelmFjármunir fari til verkefna á 130 stöðum víðs vegar um landið og á sumum stöðum séu verkefnin mjög brýn.Uppbygging nýrra staða líka styrkt „Það er sumstaðar beinlínis um björgunaraðgerðir að ræða. Við getum nefnt Fjaðrárgljúfur sem dæmi, Látrabjarg, gjáin í Þjórsárdal og fleiri svæði,” segir Guðmundur Ingi. Flest verkefnin miði að því að vernda náttúruna gegn álagi og bæta aðstöðu við helstu náttúruperlur og ferðamannastaði þannig að aðdráttarafl staðanna tapi ekki gildi sínu. „Síðan er líka hjá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem er í ráðuneyti ferðamála líka verið að miða við að byggja upp á nýjum stöðum sem geta dregið til sín ferðamenn. Og með því móti dreifa ferðamönnum betur um landið,” segir umhverfisráðherra. En auk 3,5 milljarða í fjölbreytt verkefni fari 1,3 milljarðar í að efla landvörslu. Landverðir stýri til að mynda umferð á friðlýstum svæðum. „Þeir geta líka oft á tíðum aukið jákvæða upplifun ferðafólks. Vegna þess að þeir eru með fræðslu og geta miðlað upplýsingum og haldið utan um umferð og umgengni á svæðunum. Passa að fólk haldi sig á stígum og annað slíkt. Oft á tíðum líka til að auka öryggi ferðafólks,” segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. Þar sem álag ferðamanna hafi verið mikið verði um hreinar björgunaraðgerðir að ræða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu í morgun úthlutun vegna Landsáætlunar um uppbyggingu innviða fyrir árin 2019-2021 og úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir 2019. Á næstu þremur árum fara 3,5 milljarðar til uppbyggingar innviða. „Ég tel að það sé hægt að áorka ansi miklu með þessu. Við byrjuðum með ennþá stærra átak í fyrra sem stækkar síðan núna í ár. Þannig að ég vil meina að við séum búin að snúa úr vörn í sókn þegar kemur að uppbyggingu á ferðamannastöðum og á friðlýstum svæðum vegna álags ferðamanna,” segir umhverfisráðherra.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, greindu frá úthlutuninni á fréttamannafundi í Hannesarholti fyrr í dag.vísir/vilhelmFjármunir fari til verkefna á 130 stöðum víðs vegar um landið og á sumum stöðum séu verkefnin mjög brýn.Uppbygging nýrra staða líka styrkt „Það er sumstaðar beinlínis um björgunaraðgerðir að ræða. Við getum nefnt Fjaðrárgljúfur sem dæmi, Látrabjarg, gjáin í Þjórsárdal og fleiri svæði,” segir Guðmundur Ingi. Flest verkefnin miði að því að vernda náttúruna gegn álagi og bæta aðstöðu við helstu náttúruperlur og ferðamannastaði þannig að aðdráttarafl staðanna tapi ekki gildi sínu. „Síðan er líka hjá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem er í ráðuneyti ferðamála líka verið að miða við að byggja upp á nýjum stöðum sem geta dregið til sín ferðamenn. Og með því móti dreifa ferðamönnum betur um landið,” segir umhverfisráðherra. En auk 3,5 milljarða í fjölbreytt verkefni fari 1,3 milljarðar í að efla landvörslu. Landverðir stýri til að mynda umferð á friðlýstum svæðum. „Þeir geta líka oft á tíðum aukið jákvæða upplifun ferðafólks. Vegna þess að þeir eru með fræðslu og geta miðlað upplýsingum og haldið utan um umferð og umgengni á svæðunum. Passa að fólk haldi sig á stígum og annað slíkt. Oft á tíðum líka til að auka öryggi ferðafólks,” segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira