May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. mars 2019 17:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segist ætla að hætta sem forsætisráðherra ef útgöngusáttmálinn við Evrópusambandið verður samþykktur. Það gerir hún til að liðka fyrir stuðningi innan Íhaldsflokksins við sáttmálann. Hún tilkynnti þingflokki Íhaldsflokksins ákvörðun sína nú síðdegis. Nýr leiðtogi og forsætisráðherra gæti þannig tekið við eftir að sáttmálinn hefur verið samþykktur til að leiða Bretland í gegn um seinni hluta Brexit ferlisins. John Bercow, forseti breska þingsins, tilkynnti þá í dag að breskir þingmenn munu greiða atkvæði í kvöld um átta tillögur um hvernig eigi að leiða Brexit ferlið til lykta. Atkvæðagreiðslunni er ætlað að kanna hvort þingmeirihluti sé fyrir einhverri leið til að höggva á Brexit hnútinn. Theresa May, forsætisráðherra, heldur þó ótrauð áfram með útgöngusáttmála sinn sem hefur tvívegis verið felldur í þinginu. Hún hefur gefið í skyn að hún þurfi ekki að fara eftir niðurstöðunni úr atkvæðagreiðslu þingsins. May stefnir á að leggja sáttmálann fram í þriðja sinn þrátt fyrir að þingforsetinn segi það ekki samræmast þingsköpum. Hún er sögð ætla að leggja sáttmálann fram í næstu viku en hún hefur undanfarna daga átt í viðræðum við fulltrúa Norður írska sambandsflokksins og harðlínumenn í Íhaldsflokknum um stuðning við sáttmálann. Nokkrir þingmenn innan Íhaldsflokksins eru sagðir hafa sett það skilyrði að May nefni í staðinn dagsetningu þar sem hún muni stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Tillögurnar sem þingmenn geta greitt um í kvöld eru eftirfarandi:Tillaga B Bretland gengur út úr Evrópusambandinu þann 12 apríl án samnings.Tillaga D Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May á þá vegu að Bretland geti gengið í EFTA þanga til að betra tollafyrirkomulag finnst.Tillaga H Sækja um aðild að EFTA og semja um sérstakar undanþágur vegna norður írsku landamæranna og verslun með landbúnaðarafurðir.Tillaga J Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May með það að leiðarljósi að búa til tollasamband milli Bretlands og Evrópusambandsins.Tillaga K Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May með það að leiðarljósi að búa til tollasamband milli Bretlands og Evrópusambandsins, að Bretland verði mjög náið innri markaði Evrópusambandsins, njóti svipaðra réttinda og aðrir þegnar ESB. Taka þátt í verkefnum ESB á sviði öryggismála og eiga enn aðild að tilteknum stofnunum sambandsins.Tillaga L Draga til baka 50. grein Lissabon sáttmálans um útgöngu úr Evrópusambandinu. Þetta myndi fresta Brexit ótímabundið.Tillaga M Samþykkja útgöngusáttmála May og leggja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu.Tillaga O Ef að útgöngusáttmálinn verður ekki samþykktur skal semja við Evrópusambandið um greiðslu í sjóði sambandsins gegn óhindraðri verslun á vörum frá Bretlandi til ESB í tvö ár.Fréttin var uppfærð klukkan 17:40 Bretland Brexit Tengdar fréttir Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15 Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04 May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segist ætla að hætta sem forsætisráðherra ef útgöngusáttmálinn við Evrópusambandið verður samþykktur. Það gerir hún til að liðka fyrir stuðningi innan Íhaldsflokksins við sáttmálann. Hún tilkynnti þingflokki Íhaldsflokksins ákvörðun sína nú síðdegis. Nýr leiðtogi og forsætisráðherra gæti þannig tekið við eftir að sáttmálinn hefur verið samþykktur til að leiða Bretland í gegn um seinni hluta Brexit ferlisins. John Bercow, forseti breska þingsins, tilkynnti þá í dag að breskir þingmenn munu greiða atkvæði í kvöld um átta tillögur um hvernig eigi að leiða Brexit ferlið til lykta. Atkvæðagreiðslunni er ætlað að kanna hvort þingmeirihluti sé fyrir einhverri leið til að höggva á Brexit hnútinn. Theresa May, forsætisráðherra, heldur þó ótrauð áfram með útgöngusáttmála sinn sem hefur tvívegis verið felldur í þinginu. Hún hefur gefið í skyn að hún þurfi ekki að fara eftir niðurstöðunni úr atkvæðagreiðslu þingsins. May stefnir á að leggja sáttmálann fram í þriðja sinn þrátt fyrir að þingforsetinn segi það ekki samræmast þingsköpum. Hún er sögð ætla að leggja sáttmálann fram í næstu viku en hún hefur undanfarna daga átt í viðræðum við fulltrúa Norður írska sambandsflokksins og harðlínumenn í Íhaldsflokknum um stuðning við sáttmálann. Nokkrir þingmenn innan Íhaldsflokksins eru sagðir hafa sett það skilyrði að May nefni í staðinn dagsetningu þar sem hún muni stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Tillögurnar sem þingmenn geta greitt um í kvöld eru eftirfarandi:Tillaga B Bretland gengur út úr Evrópusambandinu þann 12 apríl án samnings.Tillaga D Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May á þá vegu að Bretland geti gengið í EFTA þanga til að betra tollafyrirkomulag finnst.Tillaga H Sækja um aðild að EFTA og semja um sérstakar undanþágur vegna norður írsku landamæranna og verslun með landbúnaðarafurðir.Tillaga J Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May með það að leiðarljósi að búa til tollasamband milli Bretlands og Evrópusambandsins.Tillaga K Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May með það að leiðarljósi að búa til tollasamband milli Bretlands og Evrópusambandsins, að Bretland verði mjög náið innri markaði Evrópusambandsins, njóti svipaðra réttinda og aðrir þegnar ESB. Taka þátt í verkefnum ESB á sviði öryggismála og eiga enn aðild að tilteknum stofnunum sambandsins.Tillaga L Draga til baka 50. grein Lissabon sáttmálans um útgöngu úr Evrópusambandinu. Þetta myndi fresta Brexit ótímabundið.Tillaga M Samþykkja útgöngusáttmála May og leggja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu.Tillaga O Ef að útgöngusáttmálinn verður ekki samþykktur skal semja við Evrópusambandið um greiðslu í sjóði sambandsins gegn óhindraðri verslun á vörum frá Bretlandi til ESB í tvö ár.Fréttin var uppfærð klukkan 17:40
Bretland Brexit Tengdar fréttir Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15 Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04 May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15
Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04
May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent