Flugmenn WOW air óttast að Icelandair hafi mútað blaðamönnum og óska eftir rannsókn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. mars 2019 13:28 Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, óskar eftir því að formaður Blaðamannafélags Íslands rannsaki heimildaöflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air í ljósi "óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla“. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi Blaðamannafélagi Íslands. Vísir/Vilhelm Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, óskar eftir því að formaður Blaðamannafélags Íslands rannsaki heimildaöflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air í ljósi „óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla“. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi Blaðamannafélagi Íslands. Flugmannafélagið óskar eftir því að BÍ framkvæmi „rannsókn á hlunnindum og sporslum til blaðamanna s.s frímiðahlunnindum frá helsta samkeppnisaðila WOW air“. Félagið fer þess á leit við BÍ að þetta verði kannað með tilliti til gagnsæis blaðamanna gagnvart lesendum sínum. „Ennfremur viljum við láta kanna heimildaröflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air hverju sinni, þar sem margir þeirra reiða sig m.a. á upplýsingar frá bloggara, búsettum í Svíþjóð, sem er sjálfskipaður helsti sérfræðingur Íslands í flugmálum,“ segir í bréfinu og fullyrt að fréttamiðlar hafi „oftar en ekki“ vitnað í órökstuddar hugleiðingar þessa manns en í bréfinu er téður maður ekki nafngreindur en gera má ráð fyrir því að Flugmannafélagið vísi til Kristjáns Sigurjónssonar sem heldur úti miðlinum Túristi.is. Hér að neðan er hægt að lesa bréfið í heild sinni:„Í ljósi óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla um WOW air undanfarið óskar Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, eftir rannsókn á hlunnindum og sporslum til blaðamanna s.s. frímiðahlunnindum frá helsta samkeppnisaðila WOW air. Við óskum eftir að þetta verði kannað m.t.t. gagnsæis blaðamanna gagnvart lesendum sínum.Ennfremur viljum við láta kanna heimildaröflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air hverju sinni, þar sem margir þeirra reiða sig m.a. á upplýsingar frá bloggara, búsettum í Svíþjóð, sem er sjálfskipaður helsti sérfræðingur Íslands í flugmálum og oftar en ekki vitnað í órökstuddar hugleiðingar hans.Með von um sýndan skilning og jákvæð viðbrögð,Stjórn ÍFF“Hvaða djöflasýra er þetta? Get ég fengið nöfn á þessum gæjum svo ég þurfi ekki að fljúga með þeim? Og nei, ég hef aldrei þegið neitt frá Icelandair eða Wow og ég veit ekki um eina frétt af Wow, þeir ekki heldur greinilega, sem reynst hefur röng. pic.twitter.com/G4bGHgzvZy — Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) March 27, 2019Hér gefur stéttarfélag flugmanna WOW air í skyn, að íslenskir blaðamenn þiggi mútur frá samkeppnisaðila WOW air og heimta rannsókn. En skauta fram hjá því að fréttaflutningur af stöðu WOW er, og hefur verið, réttur. Og benda ekki á eina rangfærslu. Allir hressir bara. pic.twitter.com/HlFXyXoeLB — Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) March 27, 2019 Fjölmiðlar Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Sjá meira
Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, óskar eftir því að formaður Blaðamannafélags Íslands rannsaki heimildaöflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air í ljósi „óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla“. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi Blaðamannafélagi Íslands. Flugmannafélagið óskar eftir því að BÍ framkvæmi „rannsókn á hlunnindum og sporslum til blaðamanna s.s frímiðahlunnindum frá helsta samkeppnisaðila WOW air“. Félagið fer þess á leit við BÍ að þetta verði kannað með tilliti til gagnsæis blaðamanna gagnvart lesendum sínum. „Ennfremur viljum við láta kanna heimildaröflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air hverju sinni, þar sem margir þeirra reiða sig m.a. á upplýsingar frá bloggara, búsettum í Svíþjóð, sem er sjálfskipaður helsti sérfræðingur Íslands í flugmálum,“ segir í bréfinu og fullyrt að fréttamiðlar hafi „oftar en ekki“ vitnað í órökstuddar hugleiðingar þessa manns en í bréfinu er téður maður ekki nafngreindur en gera má ráð fyrir því að Flugmannafélagið vísi til Kristjáns Sigurjónssonar sem heldur úti miðlinum Túristi.is. Hér að neðan er hægt að lesa bréfið í heild sinni:„Í ljósi óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla um WOW air undanfarið óskar Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, eftir rannsókn á hlunnindum og sporslum til blaðamanna s.s. frímiðahlunnindum frá helsta samkeppnisaðila WOW air. Við óskum eftir að þetta verði kannað m.t.t. gagnsæis blaðamanna gagnvart lesendum sínum.Ennfremur viljum við láta kanna heimildaröflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air hverju sinni, þar sem margir þeirra reiða sig m.a. á upplýsingar frá bloggara, búsettum í Svíþjóð, sem er sjálfskipaður helsti sérfræðingur Íslands í flugmálum og oftar en ekki vitnað í órökstuddar hugleiðingar hans.Með von um sýndan skilning og jákvæð viðbrögð,Stjórn ÍFF“Hvaða djöflasýra er þetta? Get ég fengið nöfn á þessum gæjum svo ég þurfi ekki að fljúga með þeim? Og nei, ég hef aldrei þegið neitt frá Icelandair eða Wow og ég veit ekki um eina frétt af Wow, þeir ekki heldur greinilega, sem reynst hefur röng. pic.twitter.com/G4bGHgzvZy — Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) March 27, 2019Hér gefur stéttarfélag flugmanna WOW air í skyn, að íslenskir blaðamenn þiggi mútur frá samkeppnisaðila WOW air og heimta rannsókn. En skauta fram hjá því að fréttaflutningur af stöðu WOW er, og hefur verið, réttur. Og benda ekki á eina rangfærslu. Allir hressir bara. pic.twitter.com/HlFXyXoeLB — Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) March 27, 2019
Fjölmiðlar Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Sjá meira