Ráðherra segir að sátt verði að ríkja um störf fjölmiðlanefndar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. mars 2019 14:11 Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, getur ekki aðhafst vegna framferðis fjölmiðlanefndar sem hefur á síðustu mánuðum úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem nefndinni hefur borist. Ástæðan fyrir því er sú að fjölmiðlanefnd er sjálfstætt stjórnvald. Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, getur ekki aðhafst vegna framferðis fjölmiðlanefndar sem hefur á síðustu mánuðum úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem nefndinni hefur borist. Ástæðan fyrir því er sú að fjölmiðlanefnd er sjálfstætt stjórnvald. Stjórn Blaðamannafélag Íslands er afar ósátt við framferði fjölmiðlanefndar og mun að öllum líkindum leggja fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis á fundi stjórnarinnar í næstu viku. Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, segir nefndina vera komna langt út fyrir valdsvið sitt en stjórn félagsins dró sinn fulltrúa úr starfi fjölmiðlanefndar vegna málsins fyrr í þessum mánuði. Ásteytingarsteinninn er túlkun fjölmiðlanefndar á 26. gr. laga um fjölmiðla sem hverfist um lýðræðislegar skyldur fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd hefur þannig birt álit um umfjöllun Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna Menn í vinnu og umfjöllun Vísis um trúfélagið Zúista og þá eru fleiri mál til skoðunar hjá fjölmiðlanefnd.Mennta-og menningarmálaráðherra segir að það verði að ríkja sátt um störf fjölmiðlanefndar.Vísir/vilhelmDómstólar skeri úr um túlkun laganna Lilja segir í samtali við fréttastofu að hún hafi ekki heimildir til að fjalla um málið sem ráðherra málaflokksins. Dómstólar skeri úr um túlkun laganna. Lilja beinir þó tilmælum sínum til fjölmiðlanefndar að vinna að því að traust ríki um störf hennar. Nefndin eigi að vera stuðningskerfi og beri að reyna að vera framsýn varðandi þróun fjölmiðlunar á Íslandi. „Það er mikilvægt að það sé sátt um störf fjölmiðlanefndar og beini því auðvitað til allra sem eru skipaðir þar að treysta umgjörðina og trúveruleika“. Lilja segir að það þurfi að ríkja sátt um störf nefndarinnar sér í lagi í ljósi þess að umsvif hennar munu að öllum líkindum aukast verði fjölmiðlafrumvarpið samþykkt á Alþingi. Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Býst við að kæra verði lögð fram í næstu viku Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á ekki von á öðru en að stjórn félagsins samþykki að leggja fram kæru. 25. mars 2019 11:13 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, getur ekki aðhafst vegna framferðis fjölmiðlanefndar sem hefur á síðustu mánuðum úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem nefndinni hefur borist. Ástæðan fyrir því er sú að fjölmiðlanefnd er sjálfstætt stjórnvald. Stjórn Blaðamannafélag Íslands er afar ósátt við framferði fjölmiðlanefndar og mun að öllum líkindum leggja fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis á fundi stjórnarinnar í næstu viku. Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, segir nefndina vera komna langt út fyrir valdsvið sitt en stjórn félagsins dró sinn fulltrúa úr starfi fjölmiðlanefndar vegna málsins fyrr í þessum mánuði. Ásteytingarsteinninn er túlkun fjölmiðlanefndar á 26. gr. laga um fjölmiðla sem hverfist um lýðræðislegar skyldur fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd hefur þannig birt álit um umfjöllun Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna Menn í vinnu og umfjöllun Vísis um trúfélagið Zúista og þá eru fleiri mál til skoðunar hjá fjölmiðlanefnd.Mennta-og menningarmálaráðherra segir að það verði að ríkja sátt um störf fjölmiðlanefndar.Vísir/vilhelmDómstólar skeri úr um túlkun laganna Lilja segir í samtali við fréttastofu að hún hafi ekki heimildir til að fjalla um málið sem ráðherra málaflokksins. Dómstólar skeri úr um túlkun laganna. Lilja beinir þó tilmælum sínum til fjölmiðlanefndar að vinna að því að traust ríki um störf hennar. Nefndin eigi að vera stuðningskerfi og beri að reyna að vera framsýn varðandi þróun fjölmiðlunar á Íslandi. „Það er mikilvægt að það sé sátt um störf fjölmiðlanefndar og beini því auðvitað til allra sem eru skipaðir þar að treysta umgjörðina og trúveruleika“. Lilja segir að það þurfi að ríkja sátt um störf nefndarinnar sér í lagi í ljósi þess að umsvif hennar munu að öllum líkindum aukast verði fjölmiðlafrumvarpið samþykkt á Alþingi.
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Býst við að kæra verði lögð fram í næstu viku Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á ekki von á öðru en að stjórn félagsins samþykki að leggja fram kæru. 25. mars 2019 11:13 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04
Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42
Býst við að kæra verði lögð fram í næstu viku Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á ekki von á öðru en að stjórn félagsins samþykki að leggja fram kæru. 25. mars 2019 11:13