Samþykkt tillögunnar þykir mikill ósigur fyrir May og ríkisstjórn hennar en samþykkt tillögunnar þýðir að á miðvikudaginn, þegar atkvæðagreiðslurnar fara, stýri ríkisstjórnin ekki ferðinni á þinginu en fréttaskýrendur í Bretlandi hafa bent á það í kvöld að dagskrárvaldið á þinginu sé miðpunktur í starfi hverrar ríkisstjórnar.
Samþykkt tillögunnar, sem naut þverpólítisks stuðnings þýðir, að á miðvikudaginn fá þingmenn að greiða atkvæði um ýmsar aðrar tillögur en þann Brexit-samning sem May kom heim með frá Brussel fyrr á árinu.
In our system to govern is to control the order paper of the House of Commons. That is now slipping away from the government.
They cannot govern.
— Lewis Goodall (@lewis_goodall) March 25, 2019
Meðal þeirra sem sögðu af sér ráðherraembætti til að styðja tillöguna var Richard Harrington, viðskiptamálaráðherra. Hefur hann að undanförnu ítrekað varað við því að Bretland yfirgefi ESB án þess að samningar náist.
Leiðtogar ESB samþykktu að veita frest á útgöngu Bretlands úr sambandinu til 22. maí næstkomandi svo fremi sem þingið samþykkti Brexit-samning May í vikunni. Hún hefur þó ekki lagt samninginn, sem þegar hefur verið hafnað tvisvar af þingmönnum, til atkvæðagreiðslu á þinginu þar sem alls óvíst er hvort samningurinn njóti stuðnings nægjanlegs fjölda þingmanna.
Í yfirlýsingu eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar á þingi í dag sagði May að hún gæti ekki lofað því að ríkisstjórnin myndi fara eftir niðurstöðum þingsins á miðvikudaginn.