Býst við að kæra verði lögð fram í næstu viku Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. mars 2019 11:13 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á ekki von á öðru en að stjórn félagsins samþykki að leggja fram kæru. Vísir/Stefán Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, gerir ráð fyrir að fyrirhuguð kæra til umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu fjölmiðlanefndar verði samþykkt á fundi stjórnar Blaðamannafélagsins í næstu viku og lögð fram í beinu framhaldi. Ásteytingarsteinninn er túlkun fjölmiðlanefndar á 26. grein laga um fjölmiðla sem snýr að lýðræðislegum skyldum fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd hefur á síðustu mánuðum úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem nefndinni hefur borist. Fjölmiðlanefnd hefur þannig birt álit um umfjöllun Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna Menn í vinnu og umfjöllun Vísis um trúfélagið Zúista. Fleiri mál eru til skoðunar hjá fjölmiðlanefnd. Hjálmar segir að það hafi aldrei verið ætlun löggjafans að fjölmiðlanefnd færi að skipta sér af því hvernig einstaka blaðamenn haga störfum sínum. Nefndin sé þannig komin langt út fyrir valdsvið sitt en siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur sinnt hlutverkinu í meira en fimmtíu ár.Stjórn Blaðamannafélagsins dró sinn fulltrúa úr starfi fjölmiðlanefndar vegna málsins fyrr í mánuðinum. Hjálmar segir stjórnina ekki geta lagt nafn félagsins við starfsemi fjölmiðlanefndar. Hjálmar segir að Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningamálaráðherra, hafi fengið afrit af öllum samskiptum Blaðamannafélagsins og fjölmiðlanefndar. Hjálmar hefur ráðfært sig við lögmann Blaðamannfélagsins. „Það er alveg klárt mál að okkar mati að fjölmiðlanefnd er að fara út fyrir valdsvið sitt samkvæmt lögum um fjölmiðla og umboðsmaður Alþingis er rétti aðilinn til að fara yfir það.“ Hann segir að það sé afar mikilvægt að fjölmiðlanefnd haldi sig innan síns valdsviðs.Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Lilju Alfreðsdóttur, mennta-og menningarmálaráðherra, í síðustu viku en hún hefur ekki getað tjáð um málið hingað til sökum þess að hún hefur beðið eftir gögnum frá fjölmiðlanefnd. Ráðherra býst þó við að geta varpað ljósi á málið seinna í dag. Alþingi Fjölmiðlar Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, gerir ráð fyrir að fyrirhuguð kæra til umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu fjölmiðlanefndar verði samþykkt á fundi stjórnar Blaðamannafélagsins í næstu viku og lögð fram í beinu framhaldi. Ásteytingarsteinninn er túlkun fjölmiðlanefndar á 26. grein laga um fjölmiðla sem snýr að lýðræðislegum skyldum fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd hefur á síðustu mánuðum úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem nefndinni hefur borist. Fjölmiðlanefnd hefur þannig birt álit um umfjöllun Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna Menn í vinnu og umfjöllun Vísis um trúfélagið Zúista. Fleiri mál eru til skoðunar hjá fjölmiðlanefnd. Hjálmar segir að það hafi aldrei verið ætlun löggjafans að fjölmiðlanefnd færi að skipta sér af því hvernig einstaka blaðamenn haga störfum sínum. Nefndin sé þannig komin langt út fyrir valdsvið sitt en siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur sinnt hlutverkinu í meira en fimmtíu ár.Stjórn Blaðamannafélagsins dró sinn fulltrúa úr starfi fjölmiðlanefndar vegna málsins fyrr í mánuðinum. Hjálmar segir stjórnina ekki geta lagt nafn félagsins við starfsemi fjölmiðlanefndar. Hjálmar segir að Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningamálaráðherra, hafi fengið afrit af öllum samskiptum Blaðamannafélagsins og fjölmiðlanefndar. Hjálmar hefur ráðfært sig við lögmann Blaðamannfélagsins. „Það er alveg klárt mál að okkar mati að fjölmiðlanefnd er að fara út fyrir valdsvið sitt samkvæmt lögum um fjölmiðla og umboðsmaður Alþingis er rétti aðilinn til að fara yfir það.“ Hann segir að það sé afar mikilvægt að fjölmiðlanefnd haldi sig innan síns valdsviðs.Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Lilju Alfreðsdóttur, mennta-og menningarmálaráðherra, í síðustu viku en hún hefur ekki getað tjáð um málið hingað til sökum þess að hún hefur beðið eftir gögnum frá fjölmiðlanefnd. Ráðherra býst þó við að geta varpað ljósi á málið seinna í dag.
Alþingi Fjölmiðlar Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04
Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42