Hreyfiafl þarf til að knýja mann áfram Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. mars 2019 06:30 "Þetta var tvíþætt val: ég valdi fyrirsátann og hann valdi svo hvort hann vildi láta framkallast á filmu eður ei,“ segir Davíð. Fréttablaðið/Stefán Vor borg er ný ljósmyndabók eftir Davíð Þorsteinsson en heitið er fengið úr samnefndu ljóði Guðmundar skálds Böðvarssonar. Bókin er 192 blaðsíður og með 99 ljósmyndum sem teknar eru af fólki á götum Reykjavíkur á sex ára tímabili, 2012-17. Davíð starfaði lengi sem kennari í MR en sinnti jafnframt ljósmyndun. Árið 2011 gaf hann út bókina Óð með svarthvítum ljósmyndum – úrvali verka sinna frá árunum 1983 til 1997 en um það leyti hætti hann myndatökum um alllangt skeið. Ásrún Hauksdóttir fyrir utan heimili sitt á Bjargarstíg 7 í júlí 2013.Spurður hvers vegna hann hafi hætt segir hann: „Það var sagt um Þór hinn ramma að hann þraut örendið við drykkinn hjá Útgarða-Loka. Eitthvert hreyfiafl þarf til að knýja mann áfram gegnum það sem kann að virðast tilgangslaust streð. Þetta afl hvarf mér um skeið. En þegar ég var að vinna að Óði og að skoða mínar gömlu myndir fannst mér þær sumar vera betur teknar en óteknar. Í kjölfarið kom mér í hug að gaman væri að fara aftur á stjá og skrásetja mitt nánasta umhverfi.“ Myndirnar eru teknar á gamaldags trémyndavél fyrir 4x5 þumlunga blaðfilmu. „Mér fannst myndirnar sem ég hafði tekið með þessari vél á árum áður vera sterkar og innilegar. En þetta er stór og þung vél, 10 eða 12 kílóa stykki á þrífæti og uppsetning og stillingar allar eru seinlegar.“ „Í upphafi myndaði ég borgarlandslag á þessa vél en eftir því sem mér óx ásmegin fór ég að hafa fólk með á myndunum og í þessari lotu myndaði ég eingöngu fólk í sínu náttúrulega umhverfi og það í lit.“Davíð bak við trémyndavélina sem hefur reynst honum svo vel.„Þetta eru vissulega mannamyndir en ég reyni líka að tengja fyrirsátann við heimili sitt, vinnustað eða annað kjörlendi. Sumir eru kunningjar mínir en aðra þekki ég lítið sem ekkert.“ „Spurður hvort einhverjir hafi neitað að sitja fyrir á mynd segir hann: „Auðvitað svöruðu sumir erindi mínu neitandi. Þetta var tvíþætt val: ég valdi fyrirsátann og hann valdi svo hvort hann vildi láta framkallast á filmu eður ei.“ Davíð gefur bókina út í aðeins 200 eintökum og er hún prentuð og innbundin í hágæðum á Englandi. „Þegar ég var yngri og hvatvísari hélt ég að það væri lítið mál að selja ljósmyndabók í mörghundruð eintökum en fyrri bók mín, Óður, kenndi mér lexíu. Mig langaði til að prenta 300 eintök af þessari en hin hagsýna húsmóðir sem drottnar á mínu heimili lýsti því yfir að mikilvægast væri að lágmarka tjónið.“ Fólk getur nálgast ljósmyndabókina hjá höfundi en hún verður einnig til sölu hjá Eymundsson á Skólavörðustíg. Birtist í Fréttablaðinu Ljósmyndarar Menning Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Sjá meira
Vor borg er ný ljósmyndabók eftir Davíð Þorsteinsson en heitið er fengið úr samnefndu ljóði Guðmundar skálds Böðvarssonar. Bókin er 192 blaðsíður og með 99 ljósmyndum sem teknar eru af fólki á götum Reykjavíkur á sex ára tímabili, 2012-17. Davíð starfaði lengi sem kennari í MR en sinnti jafnframt ljósmyndun. Árið 2011 gaf hann út bókina Óð með svarthvítum ljósmyndum – úrvali verka sinna frá árunum 1983 til 1997 en um það leyti hætti hann myndatökum um alllangt skeið. Ásrún Hauksdóttir fyrir utan heimili sitt á Bjargarstíg 7 í júlí 2013.Spurður hvers vegna hann hafi hætt segir hann: „Það var sagt um Þór hinn ramma að hann þraut örendið við drykkinn hjá Útgarða-Loka. Eitthvert hreyfiafl þarf til að knýja mann áfram gegnum það sem kann að virðast tilgangslaust streð. Þetta afl hvarf mér um skeið. En þegar ég var að vinna að Óði og að skoða mínar gömlu myndir fannst mér þær sumar vera betur teknar en óteknar. Í kjölfarið kom mér í hug að gaman væri að fara aftur á stjá og skrásetja mitt nánasta umhverfi.“ Myndirnar eru teknar á gamaldags trémyndavél fyrir 4x5 þumlunga blaðfilmu. „Mér fannst myndirnar sem ég hafði tekið með þessari vél á árum áður vera sterkar og innilegar. En þetta er stór og þung vél, 10 eða 12 kílóa stykki á þrífæti og uppsetning og stillingar allar eru seinlegar.“ „Í upphafi myndaði ég borgarlandslag á þessa vél en eftir því sem mér óx ásmegin fór ég að hafa fólk með á myndunum og í þessari lotu myndaði ég eingöngu fólk í sínu náttúrulega umhverfi og það í lit.“Davíð bak við trémyndavélina sem hefur reynst honum svo vel.„Þetta eru vissulega mannamyndir en ég reyni líka að tengja fyrirsátann við heimili sitt, vinnustað eða annað kjörlendi. Sumir eru kunningjar mínir en aðra þekki ég lítið sem ekkert.“ „Spurður hvort einhverjir hafi neitað að sitja fyrir á mynd segir hann: „Auðvitað svöruðu sumir erindi mínu neitandi. Þetta var tvíþætt val: ég valdi fyrirsátann og hann valdi svo hvort hann vildi láta framkallast á filmu eður ei.“ Davíð gefur bókina út í aðeins 200 eintökum og er hún prentuð og innbundin í hágæðum á Englandi. „Þegar ég var yngri og hvatvísari hélt ég að það væri lítið mál að selja ljósmyndabók í mörghundruð eintökum en fyrri bók mín, Óður, kenndi mér lexíu. Mig langaði til að prenta 300 eintök af þessari en hin hagsýna húsmóðir sem drottnar á mínu heimili lýsti því yfir að mikilvægast væri að lágmarka tjónið.“ Fólk getur nálgast ljósmyndabókina hjá höfundi en hún verður einnig til sölu hjá Eymundsson á Skólavörðustíg.
Birtist í Fréttablaðinu Ljósmyndarar Menning Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Sjá meira