Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. mars 2019 20:15 Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. Krafist er aðhalds í launakostnaði og opinberum innkaupum en útgjöld til samgöngu- og félagsmála eru aukin. Verði WOW air gjaldþrota þarf að endurskoða áætlunina. Áætlunin verður lögð fyrir Alþingi á þriðjudag en í henni er horft til þess að efnahagshorfur hafi breyst töluvert á síðastliðnu ári. „Það er nokkuð lægri vöxtur á yfirstandandi ári en við áður sáum fyrir. Það er líka bara aðeins að hægja á hagvexti í hagkerfinu samkvæmt öllum spám. Það þýðir að útgjaldavöxturinn verður minni á næstu árum og við þurfum áfram að fara fram á hagræði og aðhald í opinberum rekstri,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Áfram er gert ráð fyrir hagvexti en horfur ársins breyst umtalsvert frá síðustu áætlun. Þá var gert ráð fyrir 2,8 prósenta vexti en nú er það 1,7 prósent. Það yrði minnsti vöxtur frá árinu 2012. Þessar tölur gætu hins vegar gjörbreyst. Í fjármálaáætlun segir að veruleg óvissa sé uppi um hagþróun næstu missera. Meðal stórra óvissuþátta er staða WOW air en mögulegt gjaldþrot félagsins hefði mikil áhrif á hagkerfið líkt og fram kemur í skýrslu Reykjavík Economics, sem fréttablaðið greindi frá í morgun. Þar segir að landsframleiðsla gæti dregist saman um 0,9 til 2,7 prósent á einu ári við gjaldþrot. Bjarni segir að áætlunin verði endurskoðuð fari félagið í þrot. „Alveg tvímælalaust. Ef það verða meiriháttar breytingar í nærumhverfinu eða annars staðar verðum við að aðlaga okkur að því og það verður tími til þess undir þinglegri meðferð. Það myndi þýða að við þyrftum að draga úr útgjaldaáformum.“ Helstu útgjaldaaukningar núna eru til samgöngumála, eða sextán milljarða aukning yfir fimm ára tímabil, nýsköpunarmála, einnig sextán milljarðar og félagsmála, þar sem 25 milljarðar til viðbótar renna í málaflokkinn. Fjármunirnir fara að miklu leyti í kjarasamningsmál, líkt og lengingu fæðingarorlofs úr níu mánuðum í tólf og hækkun stofnframlaga til almennra íbúða vegna húsnæðisátaks. Þá eru einnig gerðar viðbótaraðhaldskröfur varðandi opinber innkaup og launakostnað. „Sem að meðal annars getur leitt til þess að við tökum í gagnið tæknilausnir sem að kannski krefjast ekki sama mannfjölda og verið hefur. Á launaliðnum erum við að segja að við getum séð heilt yfir þennan lið vaxa um hálft prósent umfram verðlag. Það er eins konar aðhaldskrafa,“ segir Bjarni. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. Krafist er aðhalds í launakostnaði og opinberum innkaupum en útgjöld til samgöngu- og félagsmála eru aukin. Verði WOW air gjaldþrota þarf að endurskoða áætlunina. Áætlunin verður lögð fyrir Alþingi á þriðjudag en í henni er horft til þess að efnahagshorfur hafi breyst töluvert á síðastliðnu ári. „Það er nokkuð lægri vöxtur á yfirstandandi ári en við áður sáum fyrir. Það er líka bara aðeins að hægja á hagvexti í hagkerfinu samkvæmt öllum spám. Það þýðir að útgjaldavöxturinn verður minni á næstu árum og við þurfum áfram að fara fram á hagræði og aðhald í opinberum rekstri,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Áfram er gert ráð fyrir hagvexti en horfur ársins breyst umtalsvert frá síðustu áætlun. Þá var gert ráð fyrir 2,8 prósenta vexti en nú er það 1,7 prósent. Það yrði minnsti vöxtur frá árinu 2012. Þessar tölur gætu hins vegar gjörbreyst. Í fjármálaáætlun segir að veruleg óvissa sé uppi um hagþróun næstu missera. Meðal stórra óvissuþátta er staða WOW air en mögulegt gjaldþrot félagsins hefði mikil áhrif á hagkerfið líkt og fram kemur í skýrslu Reykjavík Economics, sem fréttablaðið greindi frá í morgun. Þar segir að landsframleiðsla gæti dregist saman um 0,9 til 2,7 prósent á einu ári við gjaldþrot. Bjarni segir að áætlunin verði endurskoðuð fari félagið í þrot. „Alveg tvímælalaust. Ef það verða meiriháttar breytingar í nærumhverfinu eða annars staðar verðum við að aðlaga okkur að því og það verður tími til þess undir þinglegri meðferð. Það myndi þýða að við þyrftum að draga úr útgjaldaáformum.“ Helstu útgjaldaaukningar núna eru til samgöngumála, eða sextán milljarða aukning yfir fimm ára tímabil, nýsköpunarmála, einnig sextán milljarðar og félagsmála, þar sem 25 milljarðar til viðbótar renna í málaflokkinn. Fjármunirnir fara að miklu leyti í kjarasamningsmál, líkt og lengingu fæðingarorlofs úr níu mánuðum í tólf og hækkun stofnframlaga til almennra íbúða vegna húsnæðisátaks. Þá eru einnig gerðar viðbótaraðhaldskröfur varðandi opinber innkaup og launakostnað. „Sem að meðal annars getur leitt til þess að við tökum í gagnið tæknilausnir sem að kannski krefjast ekki sama mannfjölda og verið hefur. Á launaliðnum erum við að segja að við getum séð heilt yfir þennan lið vaxa um hálft prósent umfram verðlag. Það er eins konar aðhaldskrafa,“ segir Bjarni.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira