Hundruð þúsunda mótmæla Brexit á götum Lundúna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. mars 2019 15:43 Mikill fjöldi var saman kominn. Tim Ireland/AP Herskari mótmælenda marserar nú um miðbæ Lundúna í mótmlæagöngu undir yfirskriftinni Put It To The People, eða „Leyfið fólkinu að ráða.“ Mótmælendur beina spjótum sínum að fyrirhugaðri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, og krefjast nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Ljóst er að hundruð þúsunda eru saman komin í göngunni sem fer gegnum miðborg Lundúna og endar við þinghúsið. Óstaðfestar fregnir herma að yfir milljón sé saman komin á mótmælunum, en það er svipaður fjöldi og kom saman í miðborginni árið 2003 til þess að mótmæla Íraksstríðinu. Mótmælin koma í kjölfar samnings milli Bretlands og ESB um að fresta fyrirhugaðri útgöngu Breta úr sambandinu, sem upphaflega var fyrirhugað að ætti sér stað næsta föstudag, 29. mars. Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, var mættur í mótmælagönguna og tísti stuttu myndbandi af sér þar sem hann hélt uppi borða með slagorði mótmælanna. „Hér í Lundúnum eru þúsundir fólks úr borginni okkar og hvaðanæva af landinu saman komið til þess að senda skýr skilaboð: Nú er nóg komið. Það er kominn tími til að leyfa breskum almenningi að eiga lokaorðið um Brexit.“ Undirskriftasöfnun á vefsíðu breska þingsins þar sem kallað er eftir því að hætt verði við Brexit hefur fengið byr undir báða vængi en þegar þetta er skrifað hafa 4,3 milljónir skrifað undir hana og er það mesti fjöldi sem sett hefur nafn sitt undirskriftasöfnun á vefsíðu þingsins. Upphafskona söfnunarinnar, Margaret Georgiadou segist hafa fengið líflátshótanir símleiðis og holskeflu af hatursskilaboðum á Facebook vegna undirskriftasöfnunarinnar.Theresa May er ekki vinsæl meðal mótmælenda.Kirsty WigglesworthBretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 23. júní 2016 að ganga út úr Evrópusambandinu. Mjótt var á munum en lokaniðurstaðan var sú að tæp 52% greiddu atkvæði með útgöngu. David Cameron, þáverandi forsætisráðherra, sagði af sér í kjölfarið og við tók mikil þrautaganga breskra stjórnvalda í útgönguferlinu og samningaviðræðum við Evrópusambandið sem enn sér ekki fyrir endann á. Verði samningur Theresu May forsætisráðherra við Evrópusambandið ekki samþykktur af breska þinginu, er Bretum gert að yfirgefa Evrópusambandið þann 12. apríl næstkomandi, aðeins tveimur vikum síðar en ráðgert hefur verið til þessa. Fari svo gæti verið að Bretland yfirgefi sambandið án nokkurs samnings.„Ég er sjö ára og marsera fyrir framtíð minni“ stendur á skilti þessa unga drengsTim Ireland/APVerði samningurinn samþykktur fæst fresturinn hins vegar framlengdur til 22. maí. May hefur hins vegar gefið það út að óvíst sé hvort hún leggi samninginn fyrir þingið, en það yrði í þriðja sinn sem þingið greiddi atkvæði um sömu samningsdrög. Margir hafa kallað eftir afsögn May vegna þessa. Forsætisráðherraskrifstofan að Downing-stræti 10 hefur hafnað fullyrðingum sem koma fram í umfjöllun the Times, þar sem fram kemur að þegar sé búið að leggja drög að tímaáætlun er snýr að afsögn May. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretland gengur ekki úr ESB í næstu viku Donald Tusk greindi frá því að ESB hafi boðið að fresta útgöngunni frá 29. mars til 22. maí, svo fremi sem breska þingið samþykki útgöngusamninginn í næstu viku. 21. mars 2019 22:47 Gætu boðið Bretum frestun á útgöngu til 22. maí Leiðtogaráð ESB vill ekki fresta útgöngu Bretlands fram yfir kosningar til Evrópuþingsins í maí. 21. mars 2019 18:12 May varpar ábyrgðinni á breskan þingheim Forsætisráðherra Bretlands segist hafa fullan skilning á því að almenningur í Bretlandi hafi fengið sig fullsaddan vegna deilna um útgöngu Bretlands úr ESB. 20. mars 2019 21:11 May óskar formlega eftir að fresta útgöngunni Forseti leiðtogaráðs ESB segir að sambandið gæti samþykkt frestun gegn því að breska þingið samþykki útgöngusáttmálann í næstu viku. 20. mars 2019 17:14 Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Herskari mótmælenda marserar nú um miðbæ Lundúna í mótmlæagöngu undir yfirskriftinni Put It To The People, eða „Leyfið fólkinu að ráða.“ Mótmælendur beina spjótum sínum að fyrirhugaðri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, og krefjast nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Ljóst er að hundruð þúsunda eru saman komin í göngunni sem fer gegnum miðborg Lundúna og endar við þinghúsið. Óstaðfestar fregnir herma að yfir milljón sé saman komin á mótmælunum, en það er svipaður fjöldi og kom saman í miðborginni árið 2003 til þess að mótmæla Íraksstríðinu. Mótmælin koma í kjölfar samnings milli Bretlands og ESB um að fresta fyrirhugaðri útgöngu Breta úr sambandinu, sem upphaflega var fyrirhugað að ætti sér stað næsta föstudag, 29. mars. Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, var mættur í mótmælagönguna og tísti stuttu myndbandi af sér þar sem hann hélt uppi borða með slagorði mótmælanna. „Hér í Lundúnum eru þúsundir fólks úr borginni okkar og hvaðanæva af landinu saman komið til þess að senda skýr skilaboð: Nú er nóg komið. Það er kominn tími til að leyfa breskum almenningi að eiga lokaorðið um Brexit.“ Undirskriftasöfnun á vefsíðu breska þingsins þar sem kallað er eftir því að hætt verði við Brexit hefur fengið byr undir báða vængi en þegar þetta er skrifað hafa 4,3 milljónir skrifað undir hana og er það mesti fjöldi sem sett hefur nafn sitt undirskriftasöfnun á vefsíðu þingsins. Upphafskona söfnunarinnar, Margaret Georgiadou segist hafa fengið líflátshótanir símleiðis og holskeflu af hatursskilaboðum á Facebook vegna undirskriftasöfnunarinnar.Theresa May er ekki vinsæl meðal mótmælenda.Kirsty WigglesworthBretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 23. júní 2016 að ganga út úr Evrópusambandinu. Mjótt var á munum en lokaniðurstaðan var sú að tæp 52% greiddu atkvæði með útgöngu. David Cameron, þáverandi forsætisráðherra, sagði af sér í kjölfarið og við tók mikil þrautaganga breskra stjórnvalda í útgönguferlinu og samningaviðræðum við Evrópusambandið sem enn sér ekki fyrir endann á. Verði samningur Theresu May forsætisráðherra við Evrópusambandið ekki samþykktur af breska þinginu, er Bretum gert að yfirgefa Evrópusambandið þann 12. apríl næstkomandi, aðeins tveimur vikum síðar en ráðgert hefur verið til þessa. Fari svo gæti verið að Bretland yfirgefi sambandið án nokkurs samnings.„Ég er sjö ára og marsera fyrir framtíð minni“ stendur á skilti þessa unga drengsTim Ireland/APVerði samningurinn samþykktur fæst fresturinn hins vegar framlengdur til 22. maí. May hefur hins vegar gefið það út að óvíst sé hvort hún leggi samninginn fyrir þingið, en það yrði í þriðja sinn sem þingið greiddi atkvæði um sömu samningsdrög. Margir hafa kallað eftir afsögn May vegna þessa. Forsætisráðherraskrifstofan að Downing-stræti 10 hefur hafnað fullyrðingum sem koma fram í umfjöllun the Times, þar sem fram kemur að þegar sé búið að leggja drög að tímaáætlun er snýr að afsögn May.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretland gengur ekki úr ESB í næstu viku Donald Tusk greindi frá því að ESB hafi boðið að fresta útgöngunni frá 29. mars til 22. maí, svo fremi sem breska þingið samþykki útgöngusamninginn í næstu viku. 21. mars 2019 22:47 Gætu boðið Bretum frestun á útgöngu til 22. maí Leiðtogaráð ESB vill ekki fresta útgöngu Bretlands fram yfir kosningar til Evrópuþingsins í maí. 21. mars 2019 18:12 May varpar ábyrgðinni á breskan þingheim Forsætisráðherra Bretlands segist hafa fullan skilning á því að almenningur í Bretlandi hafi fengið sig fullsaddan vegna deilna um útgöngu Bretlands úr ESB. 20. mars 2019 21:11 May óskar formlega eftir að fresta útgöngunni Forseti leiðtogaráðs ESB segir að sambandið gæti samþykkt frestun gegn því að breska þingið samþykki útgöngusáttmálann í næstu viku. 20. mars 2019 17:14 Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Bretland gengur ekki úr ESB í næstu viku Donald Tusk greindi frá því að ESB hafi boðið að fresta útgöngunni frá 29. mars til 22. maí, svo fremi sem breska þingið samþykki útgöngusamninginn í næstu viku. 21. mars 2019 22:47
Gætu boðið Bretum frestun á útgöngu til 22. maí Leiðtogaráð ESB vill ekki fresta útgöngu Bretlands fram yfir kosningar til Evrópuþingsins í maí. 21. mars 2019 18:12
May varpar ábyrgðinni á breskan þingheim Forsætisráðherra Bretlands segist hafa fullan skilning á því að almenningur í Bretlandi hafi fengið sig fullsaddan vegna deilna um útgöngu Bretlands úr ESB. 20. mars 2019 21:11
May óskar formlega eftir að fresta útgöngunni Forseti leiðtogaráðs ESB segir að sambandið gæti samþykkt frestun gegn því að breska þingið samþykki útgöngusáttmálann í næstu viku. 20. mars 2019 17:14
Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43