Ritstjóri Stundarinnar: Kæfandi tilfinning að láta þagga niður í sér Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2019 11:28 Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017. „Skaðinn er skeður. Fréttir voru drepnar og við höfum þurft að leggja út fyrir ómældum kostnaði og orku í að berjast fyrir tjáningarfrelsinu og rétti almennings til upplýsinga.“ Þetta segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar um lögbannsmálið svokallaða. Hæstiréttur Íslands kvað upp dóm sinn í dag þess efnis að blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media væru sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco. Stefnandi, Glitnir Holdco, gerði kröfu um að lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þann 16. október 2017 yrði staðfest og að óheimilt væri að birta fréttir upp úr þrotabúi bankans. Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017.Almenningur hefði átt að fá bætur „Ef einhver á að fá bætur þá er það náttúrulega almenningur sem brotið var á. Það var brotið á rétti almennings til upplýsinga í aðdraganda kosninga og það er óafturkræfur skaði,“ segir Ingibjörg sem segir háttsemina gróft inngrip. Þetta væru upplýsingar sem almenningur átti rétt á að fá til að geta tekið upplýsta ákvörðun í kosningum. Í dómi héraðsdóms er tekið fram að með framgöngu sýslumanns og Glitnis hafi verið vegið að rétti almennings til frjálsra kosninga. Þrátt fyrir að Ingibjörg finni fyrir létti yfir dómi Hæstaréttar Íslands getur hún ekki annað en hugsað um þann óafturkræfa skaða sem almenningur hlaut með lögbanninu. Ingibjörg bendir á að það er gífurlega mikilvægt fyrir blaðamenn jafnt sem almenning að fréttir séu sagðar á réttu augnabliki og í réttu samhengi. Fréttir missi slagkraft og jafnvel deyja ef langt um líður.Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco.StundinSagan gæti endurtekið sig Ingibjörg segir að það sé mjög sorglegt til þess að hugsa að á þessu eina og hálfa ári sem hefur liðið frá lögbanninu og þar til Hæstiréttur kveður upp dóm hefur Alþingi ekki gripið inn í og styrkt varnir fjölmiðla gagnvart því mikla inngripi sem lögbann á fréttaflutning er. „Í dag gæti þetta endurtekið sig. Sýslumaður gæti valsað inn á ritstjórnarskrifstofur, lagt á ólögmætt lögbann og stöðvað fréttaflutning.“ Í farvatninu eru þó breytingar. Forsætisráðherra skipaði nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Gert er ráð fyrir að nefndin skili af sér fullbúnum frumvörpum upp úr vinnu nefndarinnar. Ingibjörg bætir þó við að breytingarnar hefðu ekki raungerst ennþá. Ingibjörg segir að stofnendur Stundarinnar hefðu gengið mjög langt í því að reyna að skapa umhverfi sem hefði verndandi áhrif fyrir ritstjórnina. Í lögum félagsins eru til dæmis skýrar yfirtökuvarnir og þá leituðu þau til almennings í stað fjársterkra aðila til að getað starfað frjáls og óháð. „En það sem gerist þá er að yfirvaldið kemur og stöðvar fréttaflutning. Það er bara svolítið sláandi, kæfandi tilfinning,“ segir Ingibjörg sem bendir á valdaójafnvægið í málinu. „Við þrífumst með áskriftum og styrkjum frá almenning og það að þurfa að bera kostnaðinn af svona málaferlum er náttúrulega ofsalega þungt fyrir svona lítið fyrirtæki. Þarna erum við að glíma við aðila þar sem forstjóri fyrirtækisins er með hærri laun en ársvelta Stundarinnar og Reykjavík Media til samans. Ójafnvægið er svo mikið. Það tekur rosalega mikið frá svona litlum fyrirtækjum að þurfa að setja orkuna sína og peninga í þetta í staðinn fyrir að reyna að styrkja ritstjórnina.“Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar.Umfjöllunin átti erindi við almenning Ingibjörg segir að það sé ánægjuleg tilfinning að lesa dóm Hæstaréttar því þar hefði mikilvægi þess að vernda heimildarmenn verið undirstrikað. Niðurstaðan væri að umfjöllunin hefði átt rétt á sér í alla staði. Í forsendum dómsins segir orðrétt: „Hvað varðar fréttaumfjöllun stefndu verður að hafa í huga stöðu þeirra beggja sem fjölmiðla og það hlutverk sem þeir gegna í lýðræðisþjóðfélagi sem slíkir. Þá verður jafnframt að líta til þess sem áður greinir varðandi væntanlegar alþingiskosningar, sem og þess að um er að ræða umfjöllun um viðskiptasamband eins af æðstu embættismönnum þjóðarinnar við einn af þremur stærstu viðskiptabönkum landsins, í aðdraganda þeirra atburðarásar sem lauk með því sem kallað hefur verið hið íslenska bankahrun haustið 2008. Eðli máls samkvæmt hefur öll opinber umræða undanfarin ár litast mjög af þeim atburðum og meðal annars lotið að því að greina orsakir þeirra og eftirmála. Í ljósi þeirra stórfelldu almennu áhrifa sem bankahrunið hafði á íslenskt samfélag er og eðlilegt að slíkt uppgjör fari fram á grundvelli opinberrar fréttaumfjöllunar og þeirrar almennu umræðu sem henni að jafnaði fylgir. Verður að líta svo á að umfjöllun stefndu um viðskipti þáverandi forsætisráðherra sé liður í því uppgjöri og eigi sem slík erindi við almenning.“Hér er hægt að lesa dóm Hæstaréttar Íslands í heild sinni. Dómsmál Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Umdeilt lögbannsmál gegn Stundinni tekið fyrir í Hæstarétti í dag Málflutningur í máli Glitnis HoldCo ehf. gegn útgáfufélaginu Stundinni og Reykjavík Media fer nú fram í Hæstarétti og hófst málflutningurinn klukkan níu. 15. mars 2019 10:36 Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans. 22. mars 2019 10:02 Hæstiréttur: Spyr málsaðila hvort þeir fari fram á að Landsréttardómar verði ómerktir Hæstiréttur hefur brugðist við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. 13. mars 2019 21:11 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
„Skaðinn er skeður. Fréttir voru drepnar og við höfum þurft að leggja út fyrir ómældum kostnaði og orku í að berjast fyrir tjáningarfrelsinu og rétti almennings til upplýsinga.“ Þetta segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar um lögbannsmálið svokallaða. Hæstiréttur Íslands kvað upp dóm sinn í dag þess efnis að blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media væru sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco. Stefnandi, Glitnir Holdco, gerði kröfu um að lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þann 16. október 2017 yrði staðfest og að óheimilt væri að birta fréttir upp úr þrotabúi bankans. Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017.Almenningur hefði átt að fá bætur „Ef einhver á að fá bætur þá er það náttúrulega almenningur sem brotið var á. Það var brotið á rétti almennings til upplýsinga í aðdraganda kosninga og það er óafturkræfur skaði,“ segir Ingibjörg sem segir háttsemina gróft inngrip. Þetta væru upplýsingar sem almenningur átti rétt á að fá til að geta tekið upplýsta ákvörðun í kosningum. Í dómi héraðsdóms er tekið fram að með framgöngu sýslumanns og Glitnis hafi verið vegið að rétti almennings til frjálsra kosninga. Þrátt fyrir að Ingibjörg finni fyrir létti yfir dómi Hæstaréttar Íslands getur hún ekki annað en hugsað um þann óafturkræfa skaða sem almenningur hlaut með lögbanninu. Ingibjörg bendir á að það er gífurlega mikilvægt fyrir blaðamenn jafnt sem almenning að fréttir séu sagðar á réttu augnabliki og í réttu samhengi. Fréttir missi slagkraft og jafnvel deyja ef langt um líður.Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco.StundinSagan gæti endurtekið sig Ingibjörg segir að það sé mjög sorglegt til þess að hugsa að á þessu eina og hálfa ári sem hefur liðið frá lögbanninu og þar til Hæstiréttur kveður upp dóm hefur Alþingi ekki gripið inn í og styrkt varnir fjölmiðla gagnvart því mikla inngripi sem lögbann á fréttaflutning er. „Í dag gæti þetta endurtekið sig. Sýslumaður gæti valsað inn á ritstjórnarskrifstofur, lagt á ólögmætt lögbann og stöðvað fréttaflutning.“ Í farvatninu eru þó breytingar. Forsætisráðherra skipaði nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Gert er ráð fyrir að nefndin skili af sér fullbúnum frumvörpum upp úr vinnu nefndarinnar. Ingibjörg bætir þó við að breytingarnar hefðu ekki raungerst ennþá. Ingibjörg segir að stofnendur Stundarinnar hefðu gengið mjög langt í því að reyna að skapa umhverfi sem hefði verndandi áhrif fyrir ritstjórnina. Í lögum félagsins eru til dæmis skýrar yfirtökuvarnir og þá leituðu þau til almennings í stað fjársterkra aðila til að getað starfað frjáls og óháð. „En það sem gerist þá er að yfirvaldið kemur og stöðvar fréttaflutning. Það er bara svolítið sláandi, kæfandi tilfinning,“ segir Ingibjörg sem bendir á valdaójafnvægið í málinu. „Við þrífumst með áskriftum og styrkjum frá almenning og það að þurfa að bera kostnaðinn af svona málaferlum er náttúrulega ofsalega þungt fyrir svona lítið fyrirtæki. Þarna erum við að glíma við aðila þar sem forstjóri fyrirtækisins er með hærri laun en ársvelta Stundarinnar og Reykjavík Media til samans. Ójafnvægið er svo mikið. Það tekur rosalega mikið frá svona litlum fyrirtækjum að þurfa að setja orkuna sína og peninga í þetta í staðinn fyrir að reyna að styrkja ritstjórnina.“Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar.Umfjöllunin átti erindi við almenning Ingibjörg segir að það sé ánægjuleg tilfinning að lesa dóm Hæstaréttar því þar hefði mikilvægi þess að vernda heimildarmenn verið undirstrikað. Niðurstaðan væri að umfjöllunin hefði átt rétt á sér í alla staði. Í forsendum dómsins segir orðrétt: „Hvað varðar fréttaumfjöllun stefndu verður að hafa í huga stöðu þeirra beggja sem fjölmiðla og það hlutverk sem þeir gegna í lýðræðisþjóðfélagi sem slíkir. Þá verður jafnframt að líta til þess sem áður greinir varðandi væntanlegar alþingiskosningar, sem og þess að um er að ræða umfjöllun um viðskiptasamband eins af æðstu embættismönnum þjóðarinnar við einn af þremur stærstu viðskiptabönkum landsins, í aðdraganda þeirra atburðarásar sem lauk með því sem kallað hefur verið hið íslenska bankahrun haustið 2008. Eðli máls samkvæmt hefur öll opinber umræða undanfarin ár litast mjög af þeim atburðum og meðal annars lotið að því að greina orsakir þeirra og eftirmála. Í ljósi þeirra stórfelldu almennu áhrifa sem bankahrunið hafði á íslenskt samfélag er og eðlilegt að slíkt uppgjör fari fram á grundvelli opinberrar fréttaumfjöllunar og þeirrar almennu umræðu sem henni að jafnaði fylgir. Verður að líta svo á að umfjöllun stefndu um viðskipti þáverandi forsætisráðherra sé liður í því uppgjöri og eigi sem slík erindi við almenning.“Hér er hægt að lesa dóm Hæstaréttar Íslands í heild sinni.
Dómsmál Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Umdeilt lögbannsmál gegn Stundinni tekið fyrir í Hæstarétti í dag Málflutningur í máli Glitnis HoldCo ehf. gegn útgáfufélaginu Stundinni og Reykjavík Media fer nú fram í Hæstarétti og hófst málflutningurinn klukkan níu. 15. mars 2019 10:36 Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans. 22. mars 2019 10:02 Hæstiréttur: Spyr málsaðila hvort þeir fari fram á að Landsréttardómar verði ómerktir Hæstiréttur hefur brugðist við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. 13. mars 2019 21:11 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Umdeilt lögbannsmál gegn Stundinni tekið fyrir í Hæstarétti í dag Málflutningur í máli Glitnis HoldCo ehf. gegn útgáfufélaginu Stundinni og Reykjavík Media fer nú fram í Hæstarétti og hófst málflutningurinn klukkan níu. 15. mars 2019 10:36
Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans. 22. mars 2019 10:02
Hæstiréttur: Spyr málsaðila hvort þeir fari fram á að Landsréttardómar verði ómerktir Hæstiréttur hefur brugðist við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. 13. mars 2019 21:11