„Konur þurfa að fá A plús í prófinu til að fá einkunnina C mínus“ Heimsljós kynnir 21. mars 2019 15:00 Frá hliðarviðburðinum á kvennafundinum í New York. Kristín Ástgeirsdóttir sagði frá starfi og árangri Kvennalistans á Íslandi. „Konur þurfa að fá A plús í prófinu til að fá einkunnina C mínus“ sagði Vlora Citaku, ein fjögurra kvenna sem lýstu reynslu sinni af virkri þátttöku kvenna í stjórnmálum á sérstökum hliðarviðburði á kvennanefndarfundi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Viðburðurinn var haldinn á vegum Íslandsdeildar Norræns nets kvenna í friðarumleitunum og fór fram fyrir fullu húsi í New York, að því er fram kemur í pistli Védísar Sigrúnar- og Ólafsdóttur, sem birtur er í Heimsljósi. Efni hliðarviðburðarins var bein og merkingarbær þátttaka kvenna í friðarviðræðum, stjórnmálum og umbreytingarréttlæti. Viðburðinum stýrði Dr. Sarah Taylor, sérfræðingur í málefnum kvenna, friðar og öryggis, hjá Alþjóðlegu friðarstofnuninni í New York. Fjórar konur sögðu frá reynslu sinni og annarra kvenna af virkri þátttöku sem hafði afgerandi áhrif á framgang og árangur jafnréttis á vettvangi stjórnmálastarfs og við gerð friðarsáttmála. Kristín Ástgeirsdóttir sagði frá starfi og árangri Kvennalistans á Íslandi; Anne Carr sagði frá Kvennasamfylkingunni á Norður Írlandi sem tók sér Kvennalistann á Íslandi til fyrirmyndar til að stuðla að því að konur fengu kosningu og gætu tekið virkan þátt í friðarferlinu sem leiddi til friðarsamkomulags árið 1998 og kennt er við föstudaginn langa; Vlora Çitaku sagði frá samstöðu kvenna sem beittu sér fyrir því að þolendur stríðsnauðgana, og annars konar kynferðisofbeldis í stríðinu árið 1999 milli serbneska stjórnarhersins og frelsishers Kósovó, fengju lagalega viðurkenningu sem borgaraleg fórnarlömb stríðs og opinberan stuðning; og Chouchou Namegabe frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sagði frá notkun útvarps til að varpa ljósi á það kynferðislega stríðsofbeldi sem konur urðu fyrir og kalla eftir réttlæti og stuðnings við þolendur.Pistill Védísar í heild í Heimsljósi.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent
„Konur þurfa að fá A plús í prófinu til að fá einkunnina C mínus“ sagði Vlora Citaku, ein fjögurra kvenna sem lýstu reynslu sinni af virkri þátttöku kvenna í stjórnmálum á sérstökum hliðarviðburði á kvennanefndarfundi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Viðburðurinn var haldinn á vegum Íslandsdeildar Norræns nets kvenna í friðarumleitunum og fór fram fyrir fullu húsi í New York, að því er fram kemur í pistli Védísar Sigrúnar- og Ólafsdóttur, sem birtur er í Heimsljósi. Efni hliðarviðburðarins var bein og merkingarbær þátttaka kvenna í friðarviðræðum, stjórnmálum og umbreytingarréttlæti. Viðburðinum stýrði Dr. Sarah Taylor, sérfræðingur í málefnum kvenna, friðar og öryggis, hjá Alþjóðlegu friðarstofnuninni í New York. Fjórar konur sögðu frá reynslu sinni og annarra kvenna af virkri þátttöku sem hafði afgerandi áhrif á framgang og árangur jafnréttis á vettvangi stjórnmálastarfs og við gerð friðarsáttmála. Kristín Ástgeirsdóttir sagði frá starfi og árangri Kvennalistans á Íslandi; Anne Carr sagði frá Kvennasamfylkingunni á Norður Írlandi sem tók sér Kvennalistann á Íslandi til fyrirmyndar til að stuðla að því að konur fengu kosningu og gætu tekið virkan þátt í friðarferlinu sem leiddi til friðarsamkomulags árið 1998 og kennt er við föstudaginn langa; Vlora Çitaku sagði frá samstöðu kvenna sem beittu sér fyrir því að þolendur stríðsnauðgana, og annars konar kynferðisofbeldis í stríðinu árið 1999 milli serbneska stjórnarhersins og frelsishers Kósovó, fengju lagalega viðurkenningu sem borgaraleg fórnarlömb stríðs og opinberan stuðning; og Chouchou Namegabe frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sagði frá notkun útvarps til að varpa ljósi á það kynferðislega stríðsofbeldi sem konur urðu fyrir og kalla eftir réttlæti og stuðnings við þolendur.Pistill Védísar í heild í Heimsljósi.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent