Þáttaröðin er hugverk Duffer-bræðranna Matt og Ross og lýst sem yfirnáttúrulegum vísindaskáldskap með hrollvekjuívafi.
Sögusviðið er bærinn Hawkins árið 1983 en Duffer-bræðurnir hafa sagt í viðtölum að þættirnir sé virðingarvottur þeirra til bandarískra dægurmenningar á níunda áratug síðustu aldar.
Í gær kom út ný stikla úr þriðju þáttaröðinni en beðið er eftir henni með mikilli eftirvæntingu.