Enginn Íslendingur á blaði þegar BBC valdi úrvalslið útlendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2019 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen. Samsett/Getty Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór Sigurðsson hafa gert frábæra hluti á ferli sínum í ensku úrvalsdeildinni en þegar menn eins og Luis Suarez, N'Golo Kante, Ruud van Nistelrooy, Dennis Bergkamp og Mohamed Salah komast ekki í úrvalslið útlendinga deildarinnar þá áttu þeir nú ekki mikla möguleika. BBC tók sig til og valdi ellefu manna úrvalslið úr sögu ensku úrvalsdeildarinnar skipað leikmönnum sem fæddust utan Bretlandseyja. Þorvaldur Örlygsson var bara einn af þrettán erlendum leikmönnum þegar ensku úrvalsdeildin hófst árið 1992. Í dag eru meira en þrjú hundruð erlendir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Alls hafa 2016 leikmenn utan Bretlandseyja spilað í ensku úrvalsdeildinni þar af hafa sautján þeirra komið frá Íslandi.Premier League: Who has been the best overseas player in the English top flight?: https://t.co/Px8WuHORBO — BBC Football News (@bbcfoot) March 21, 2019Enginn íslenskur leikmaður var aftur á móti settur niður á blað þegar BBC valdi fyrrnefnt úrvalslið útlendinga en auk ellefu manna byrjunarliðs voru nefndir til leikmenn sem voru næstir því að komast í liðið. Það hjálpaði ekki okkar strákum að þeir sem komu til greina urðu að hafa komist í úrvalslið tímabils sem er valið af leikmönnum deildarinnar. Það útilokaði okkar fremstu menn eins og Gylfa Þór Sigurðsson og Eið Smára Guðjohnsen. Aðalástæðan var þó örugglega sú að það hafa margir af bestu knattspyrnumönnum heims á sínum tíma spilað í ensku úrvalsdeildinni á öllum þessum árum. Samkeppnin um sæti í liði var því mikil og varla hægt að búast við því að Ísland ætti mann í hópi þeirra bestu í sögunni þrátt fyrir að þeir Gylfi og Eiður Smári hafi báðir gert mjög góða hluti í deildinni. Það var greinilega erfiðast að velja markverði í liðið því þrír voru jafnir. Hér fyrir neðan má sjá úrvalsliðið og þá sem voru næstir því að komast í liðið. Þá er þetta mjög sókndjarft lið með bara þrjá varnarmenn en aftur á móti fjóra framherja. Nokkrir leikmannanna eru enn að spila í ensku úrvalsdeildinni eins og David de Gea, markvörður Manchester United, Vincent Kompany, varnarmaður Manchester City, David Silva, miðjumaður Manchester City og Sergio Aguero, framherji Manchester City. Þá er Cristiano Ronaldo að sjálfsögðu í liðinu en hann hefur spilað með Real Madrid og Juventus síðan að hann yfirgaf Manchester United. BBC setti líka af stað kosningu á besti erlenda leikmanninum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hana má nálgast hér.Úrvalslið útlendinga í ensku úrvalsdeildinni 1992/93-2018/19Markmenn David de Gea (Man Utd) Petr Cech (Chelsea, Arsenal) Peter Schmeichel (Man Utd, Aston Villa, Man City)Varnarmenn Nemanja Vidic (Man Utd) Jaap Stam (Man Utd) Vincent Kompany (Man City)Miðjumenn: Patrick Vieira (Arsenal, Man City) David Silva (Man City) Cristiano Ronaldo (Man Utd)Sóknarmenn: Thierry Henry (Arsenal) Sergio Aguero (Man City) Eric Cantona (Leeds, Man Utd) Didier Drogba (Chelsea)Aðrir sem komu sterklega til greinaMarkmenn: Edwin van der SarVarnarmenn: Sami Hyypia og Ricardo Carvalho.Miðjumenn: N'Golo Kante, David Ginola, Yaya Toure og Claude MakeleleSóknarmenn: Luis Suarez, Ruud van Nistelrooy, Dennis Bergkamp og Mohamed Salah. Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór Sigurðsson hafa gert frábæra hluti á ferli sínum í ensku úrvalsdeildinni en þegar menn eins og Luis Suarez, N'Golo Kante, Ruud van Nistelrooy, Dennis Bergkamp og Mohamed Salah komast ekki í úrvalslið útlendinga deildarinnar þá áttu þeir nú ekki mikla möguleika. BBC tók sig til og valdi ellefu manna úrvalslið úr sögu ensku úrvalsdeildarinnar skipað leikmönnum sem fæddust utan Bretlandseyja. Þorvaldur Örlygsson var bara einn af þrettán erlendum leikmönnum þegar ensku úrvalsdeildin hófst árið 1992. Í dag eru meira en þrjú hundruð erlendir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Alls hafa 2016 leikmenn utan Bretlandseyja spilað í ensku úrvalsdeildinni þar af hafa sautján þeirra komið frá Íslandi.Premier League: Who has been the best overseas player in the English top flight?: https://t.co/Px8WuHORBO — BBC Football News (@bbcfoot) March 21, 2019Enginn íslenskur leikmaður var aftur á móti settur niður á blað þegar BBC valdi fyrrnefnt úrvalslið útlendinga en auk ellefu manna byrjunarliðs voru nefndir til leikmenn sem voru næstir því að komast í liðið. Það hjálpaði ekki okkar strákum að þeir sem komu til greina urðu að hafa komist í úrvalslið tímabils sem er valið af leikmönnum deildarinnar. Það útilokaði okkar fremstu menn eins og Gylfa Þór Sigurðsson og Eið Smára Guðjohnsen. Aðalástæðan var þó örugglega sú að það hafa margir af bestu knattspyrnumönnum heims á sínum tíma spilað í ensku úrvalsdeildinni á öllum þessum árum. Samkeppnin um sæti í liði var því mikil og varla hægt að búast við því að Ísland ætti mann í hópi þeirra bestu í sögunni þrátt fyrir að þeir Gylfi og Eiður Smári hafi báðir gert mjög góða hluti í deildinni. Það var greinilega erfiðast að velja markverði í liðið því þrír voru jafnir. Hér fyrir neðan má sjá úrvalsliðið og þá sem voru næstir því að komast í liðið. Þá er þetta mjög sókndjarft lið með bara þrjá varnarmenn en aftur á móti fjóra framherja. Nokkrir leikmannanna eru enn að spila í ensku úrvalsdeildinni eins og David de Gea, markvörður Manchester United, Vincent Kompany, varnarmaður Manchester City, David Silva, miðjumaður Manchester City og Sergio Aguero, framherji Manchester City. Þá er Cristiano Ronaldo að sjálfsögðu í liðinu en hann hefur spilað með Real Madrid og Juventus síðan að hann yfirgaf Manchester United. BBC setti líka af stað kosningu á besti erlenda leikmanninum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hana má nálgast hér.Úrvalslið útlendinga í ensku úrvalsdeildinni 1992/93-2018/19Markmenn David de Gea (Man Utd) Petr Cech (Chelsea, Arsenal) Peter Schmeichel (Man Utd, Aston Villa, Man City)Varnarmenn Nemanja Vidic (Man Utd) Jaap Stam (Man Utd) Vincent Kompany (Man City)Miðjumenn: Patrick Vieira (Arsenal, Man City) David Silva (Man City) Cristiano Ronaldo (Man Utd)Sóknarmenn: Thierry Henry (Arsenal) Sergio Aguero (Man City) Eric Cantona (Leeds, Man Utd) Didier Drogba (Chelsea)Aðrir sem komu sterklega til greinaMarkmenn: Edwin van der SarVarnarmenn: Sami Hyypia og Ricardo Carvalho.Miðjumenn: N'Golo Kante, David Ginola, Yaya Toure og Claude MakeleleSóknarmenn: Luis Suarez, Ruud van Nistelrooy, Dennis Bergkamp og Mohamed Salah.
Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira