Úrslitakeppnin hjá körlunum hefst í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. mars 2019 17:30 Hlynur Bæringsson og félagar í Stjörnunni eru deildarmeistarar og byrja úrslitakeppnina á heimavelli í kvöld. Vísir/Bára Úrslitakeppnin í Domino’s-deild karla hefst í kvöld í Garðabæ og Njarðvík þegar tvö efstu lið deildarinnar, Stjarnan og Njarðvík taka á móti Grindavík og ÍR. Það er erfitt að sjá að Grindvíkingum takist að stríða deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar. Stjarnan hefur verið eitt heitasta lið landsins undanfarna mánuði og unnið þrettán af síðustu fjórtán leikjum í deildarkeppninni. Einn þessara sigra kom einmitt gegn Grindavík í 21. umferð þar sem Grindvíkingar voru lítil fyrirstaða í átján stiga sigri Stjörnunnar. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, sem kveður liðið að tímabilinu loknu hefur oft náð að kreista fram hið ótrúlegasta úr Grindavíkurliðinu í úrslitakeppninni og á góðum degi getur Grindavík staðið í Stjörnunni en það er erfitt að sjá Grindvíkinga gera þetta að spennandi einvígi. Spennan er heldur meiri fyrir seinna einvíginu sem hefst í kvöld þar sem Njarðvík tekur á móti ÍR. Tvær vikur eru liðnar síðan liðin mættust síðast þegar ÍR vann eftir framlengdan leik í Ljónagryfjunni og svo gott sem komu í veg fyrir deildarmeistaratitil Njarðvíkinga. Njarðvík vann nauman sigur í fyrri leik liðanna þar sem staðan var jöfn fyrir lokaleikhlutann. Vita ÍR-ingar því að þeir geta vel strítt Njarðvíkingum og gott betur en það þrátt fyrir að hér séu að mætast liðin sem enduðu í sjöunda og öðru sæti deildarinnar. Á morgun hefjast svo seinni tvö einvígin á Sauðárkróki og í Keflavík. Gengi Stólanna hefur verið brösugt undanfarna mánuði en Sauðkrækingar sýndu allar sínar bestu hliðar í sigrinum á Keflavík í síðustu umferð. Pressan er á Stólunum fyrir einvígið gegn Þórsurum frá Þorlákshöfn enda gerð krafa um Íslandsmeistaratitil á Sauðárkróki en Þórsarar fara nokkuð pressulausir inn í úrslitakeppnina eftir að hafa óvænt tekið sjötta sætið í deildinni. Liðin unnu sitt hvorn leikinn í deildarkeppninni á heimavelli. Að lokum tekur Keflavík á móti KR annað kvöld. Undanfarin ár hefur úrslitakeppnin verið tími KR-inga og hefur KR titil að verja fimmta árið í röð. Keflavík vann báða leiki liðanna í deildarkeppninni þar sem Michael Craion reyndist gömlu liðsfélögum sínum erfiður en það skyldi enginn afskrifa reynslumikið lið KR sem hefur unnið fjóra leiki í röð og litið betur út undanfarnar vikur. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Sjá meira
Úrslitakeppnin í Domino’s-deild karla hefst í kvöld í Garðabæ og Njarðvík þegar tvö efstu lið deildarinnar, Stjarnan og Njarðvík taka á móti Grindavík og ÍR. Það er erfitt að sjá að Grindvíkingum takist að stríða deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar. Stjarnan hefur verið eitt heitasta lið landsins undanfarna mánuði og unnið þrettán af síðustu fjórtán leikjum í deildarkeppninni. Einn þessara sigra kom einmitt gegn Grindavík í 21. umferð þar sem Grindvíkingar voru lítil fyrirstaða í átján stiga sigri Stjörnunnar. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, sem kveður liðið að tímabilinu loknu hefur oft náð að kreista fram hið ótrúlegasta úr Grindavíkurliðinu í úrslitakeppninni og á góðum degi getur Grindavík staðið í Stjörnunni en það er erfitt að sjá Grindvíkinga gera þetta að spennandi einvígi. Spennan er heldur meiri fyrir seinna einvíginu sem hefst í kvöld þar sem Njarðvík tekur á móti ÍR. Tvær vikur eru liðnar síðan liðin mættust síðast þegar ÍR vann eftir framlengdan leik í Ljónagryfjunni og svo gott sem komu í veg fyrir deildarmeistaratitil Njarðvíkinga. Njarðvík vann nauman sigur í fyrri leik liðanna þar sem staðan var jöfn fyrir lokaleikhlutann. Vita ÍR-ingar því að þeir geta vel strítt Njarðvíkingum og gott betur en það þrátt fyrir að hér séu að mætast liðin sem enduðu í sjöunda og öðru sæti deildarinnar. Á morgun hefjast svo seinni tvö einvígin á Sauðárkróki og í Keflavík. Gengi Stólanna hefur verið brösugt undanfarna mánuði en Sauðkrækingar sýndu allar sínar bestu hliðar í sigrinum á Keflavík í síðustu umferð. Pressan er á Stólunum fyrir einvígið gegn Þórsurum frá Þorlákshöfn enda gerð krafa um Íslandsmeistaratitil á Sauðárkróki en Þórsarar fara nokkuð pressulausir inn í úrslitakeppnina eftir að hafa óvænt tekið sjötta sætið í deildinni. Liðin unnu sitt hvorn leikinn í deildarkeppninni á heimavelli. Að lokum tekur Keflavík á móti KR annað kvöld. Undanfarin ár hefur úrslitakeppnin verið tími KR-inga og hefur KR titil að verja fimmta árið í röð. Keflavík vann báða leiki liðanna í deildarkeppninni þar sem Michael Craion reyndist gömlu liðsfélögum sínum erfiður en það skyldi enginn afskrifa reynslumikið lið KR sem hefur unnið fjóra leiki í röð og litið betur út undanfarnar vikur.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum