Garðar kokkur brauðfæðir lávarðadeildina Þórarinn Þórarinsson skrifar 21. mars 2019 07:30 Garðar ásamt Norman Fowler, formælanda lávarðadeildarinnar, eftir að hann tók við viðurkenningunni fyrir snilli sína í brauðgerð. Matreiðslumeistarinn Garðar Agnarsson Hall hefur starfað við góðan orðstír sem kokkur í mötuneyti lávarðadeildar breska þingsins í rúm tvö ár. Svo góðan reyndar að í fyrradag var hann heiðraður fyrir brauðgerð sína sem hefur heldur betur slegið í gegn í Westminster. Viðurkenningin sem Garðar fékk er tilkomumikil, House of Lords priority awards fyrir framúrskarandi árangur í þróun og daglegri framreiðslu á fersku brauði. Þannig að segja má að hann sé eiginlega orðinn konunglegur brauðgerðarmaður. „Ég hef verið að reyna að poppa þetta aðeins upp með yfirkokknum og hluti af því var að knýja fram breytingar á brauðframboðinu,“ segir Garðar í samtali við Fréttablaðið eftir langan vinnudag. Merkilegt nokk er metnaðurinn í matseldinni í lávarðadeildinni ekki slíkur að herramannsmatur hafi verið daglegt brauð áður en Garðar tók til sinna ráða. „Við vorum kannski að selja þrjú eða fjögur brauð yfir daginn áður en seljum nú tólf til fimmtán þannig að þetta hefur slegið rækilega í gegn.“ Garðar segir brauðbyltinguna vera lið í því að uppfæra mötuneyti lávarðanna frá því „að vera svona miðlungs yfir í mjög gott“, og hann segist bjóða upp á allar tegundir brauðs; súrdeigs, ítölsk og hvað eina. „Raunverulega bara allan pakkann.“ Garðar gerir brauðin sjálfur frá grunni og þótt hann sé ekki bakari þá hafi brauðgerðin fylgt honum allar götur frá því hann byrjaði að kokka. Og þótt hann sé hógvær mjög að eðlisfari neitar Garðar því ekki að hann njóti nokkurra vinsælda og virðingar í Westminster. „Ég hef allavega fengið mikið klapp á bakið og það er ekki auðvelt að gera breytingar á svona stað. Það er langur vegur frá því. Þetta er mjög íhaldssamt umhverfi og maður hefur þurft að sýna smá þrautseigju.“ Vinsældir mötuneytisins hafa aukist jafnt og þétt eftir að Garðar bretti upp ermar að íslenskum hætti og gæðastöðlum. „Það eru allmargir lordar og barónessur sem nýta sér mötuneytið og traffíkin hefur aukist sennilega um 60-70% á einu ári eftir að við fórum að gera hlutina meira sjálf á staðnum. Það er smekkfullt alla daga frá morgni til kvölds en áður var það aðeins á miðvikudögum sem eru steikardagar.“ Birtist í Fréttablaðinu Bretland Matur Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Matreiðslumeistarinn Garðar Agnarsson Hall hefur starfað við góðan orðstír sem kokkur í mötuneyti lávarðadeildar breska þingsins í rúm tvö ár. Svo góðan reyndar að í fyrradag var hann heiðraður fyrir brauðgerð sína sem hefur heldur betur slegið í gegn í Westminster. Viðurkenningin sem Garðar fékk er tilkomumikil, House of Lords priority awards fyrir framúrskarandi árangur í þróun og daglegri framreiðslu á fersku brauði. Þannig að segja má að hann sé eiginlega orðinn konunglegur brauðgerðarmaður. „Ég hef verið að reyna að poppa þetta aðeins upp með yfirkokknum og hluti af því var að knýja fram breytingar á brauðframboðinu,“ segir Garðar í samtali við Fréttablaðið eftir langan vinnudag. Merkilegt nokk er metnaðurinn í matseldinni í lávarðadeildinni ekki slíkur að herramannsmatur hafi verið daglegt brauð áður en Garðar tók til sinna ráða. „Við vorum kannski að selja þrjú eða fjögur brauð yfir daginn áður en seljum nú tólf til fimmtán þannig að þetta hefur slegið rækilega í gegn.“ Garðar segir brauðbyltinguna vera lið í því að uppfæra mötuneyti lávarðanna frá því „að vera svona miðlungs yfir í mjög gott“, og hann segist bjóða upp á allar tegundir brauðs; súrdeigs, ítölsk og hvað eina. „Raunverulega bara allan pakkann.“ Garðar gerir brauðin sjálfur frá grunni og þótt hann sé ekki bakari þá hafi brauðgerðin fylgt honum allar götur frá því hann byrjaði að kokka. Og þótt hann sé hógvær mjög að eðlisfari neitar Garðar því ekki að hann njóti nokkurra vinsælda og virðingar í Westminster. „Ég hef allavega fengið mikið klapp á bakið og það er ekki auðvelt að gera breytingar á svona stað. Það er langur vegur frá því. Þetta er mjög íhaldssamt umhverfi og maður hefur þurft að sýna smá þrautseigju.“ Vinsældir mötuneytisins hafa aukist jafnt og þétt eftir að Garðar bretti upp ermar að íslenskum hætti og gæðastöðlum. „Það eru allmargir lordar og barónessur sem nýta sér mötuneytið og traffíkin hefur aukist sennilega um 60-70% á einu ári eftir að við fórum að gera hlutina meira sjálf á staðnum. Það er smekkfullt alla daga frá morgni til kvölds en áður var það aðeins á miðvikudögum sem eru steikardagar.“
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Matur Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira