Gylfi: Verður að vera nógu sterkur til að taka næsta víti 24. mars 2019 20:00 Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í stóru hlutverki hjá Everton í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Þó svo að stuðningsmenn liðsins séu ekki himinlifandi með gengi þess þetta tímabilið getur Gylfi Þór vel við unað. Hann er í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar með tólf mörk og fær að spila flesta leiki í sinni uppáhaldsstöðu. „Þetta hefur verið allt öðruvísi tímabil en í fyrra,“ sagði Gylfi sem segir þó gott að finna fyrir trausti knattspyrnustjórans Marco Silva. „Ég hef alveg verið úti á kanti á þessu tímabili en veit að hann hugsar mig fyrst og fremst sem miðjumann. Mér líður mjög vel í kringum þjálfarann og ég fæ mikið traust frá honum. Ég get ekki kvartað yfir neinu.“ Everton komst hæst í sjötta sæti deildarinnar í desember en gaf svo verulega eftir. Gylfi segir að tímabilið hafi verið skrautlegt. „Þetta hefur verið upp og niður. Það er ekki hægt að lýsa því öðruvísi. Við sýnum þó í stóru leikjunum hversu góðir við erum en það vantar stöðugleika og við megum ekki tapa fyrir liðum eins og Newcastle, sérstaklega þegar við náum 2-0 forystu,“ sagði Gylfi og vísar til leik liðanna fyrir tveimur vikum er Newcastle vann 3-2 sigur eftir að hafa skorað öll sín mörk á síðustu 25 mínútum leiksins.Klippa: FT Everton 2 - 0 Chelsea Gylfi er afar örugg vítaskytta og hefur alltaf verið. En í vetur hafa þrjár vítaspyrnur farið í súginn en hann náði þó að fylgja eftir spyrnu sinni gegn Chelsea um síðustu helgi og innsiglaði þá 2-0 sigur Everton. Hann segir að það hafi verið súrsætt að fagna markinu. „Það var frábært að komast í 2-0 og að skora. En ég var pirraður að hafa klikkað á vítinu,“ sagði Gylfi sem hefur þó ekki áhyggjur af þessum málum. „Ég spáði meira í þessu þegar fyrstu tvö vítin klikkuðu hjá mér. En leikmenn eins og Messi og Ronaldo hafa klikkað á yfir 20 vítum á ferlinum, ég er þó ekki með tölfræðina alveg á hreinu. En þetta er bara hluti af þessu - maður verður að vera nógu sterkur til að standa upp og taka næsta víti.“ EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Tengdar fréttir Pistill í The Times: Gylfi er sá sem heldur leik Everton liðsins gangandi Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í síðasta leik sínum með Everton fyrir mikilvægt landsleikjahlé með íslenska landsliðinu. 19. mars 2019 09:30 Gylfi skorar meira fyrir Everton en búist er við miðað við tölfræðina Gylfi Þór Sigurðsson er í tíunda sæti á áhugaverðum lista í ensku úrvalsdeildinni. 8. mars 2019 09:00 Sjáðu mark Gylfa gegn Chelsea Gylfi Þór Sigurðsson átti þátt í báðum mörkum Everton sem vann Chelsea í stærsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 18. mars 2019 08:00 Gylfi á meðal þeirra sem að skapa flest mörk utan toppliðanna Gylfi Þór Sigurðsson er einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem ekki spilar með einu af bestu liðunum. 11. mars 2019 11:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í stóru hlutverki hjá Everton í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Þó svo að stuðningsmenn liðsins séu ekki himinlifandi með gengi þess þetta tímabilið getur Gylfi Þór vel við unað. Hann er í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar með tólf mörk og fær að spila flesta leiki í sinni uppáhaldsstöðu. „Þetta hefur verið allt öðruvísi tímabil en í fyrra,“ sagði Gylfi sem segir þó gott að finna fyrir trausti knattspyrnustjórans Marco Silva. „Ég hef alveg verið úti á kanti á þessu tímabili en veit að hann hugsar mig fyrst og fremst sem miðjumann. Mér líður mjög vel í kringum þjálfarann og ég fæ mikið traust frá honum. Ég get ekki kvartað yfir neinu.“ Everton komst hæst í sjötta sæti deildarinnar í desember en gaf svo verulega eftir. Gylfi segir að tímabilið hafi verið skrautlegt. „Þetta hefur verið upp og niður. Það er ekki hægt að lýsa því öðruvísi. Við sýnum þó í stóru leikjunum hversu góðir við erum en það vantar stöðugleika og við megum ekki tapa fyrir liðum eins og Newcastle, sérstaklega þegar við náum 2-0 forystu,“ sagði Gylfi og vísar til leik liðanna fyrir tveimur vikum er Newcastle vann 3-2 sigur eftir að hafa skorað öll sín mörk á síðustu 25 mínútum leiksins.Klippa: FT Everton 2 - 0 Chelsea Gylfi er afar örugg vítaskytta og hefur alltaf verið. En í vetur hafa þrjár vítaspyrnur farið í súginn en hann náði þó að fylgja eftir spyrnu sinni gegn Chelsea um síðustu helgi og innsiglaði þá 2-0 sigur Everton. Hann segir að það hafi verið súrsætt að fagna markinu. „Það var frábært að komast í 2-0 og að skora. En ég var pirraður að hafa klikkað á vítinu,“ sagði Gylfi sem hefur þó ekki áhyggjur af þessum málum. „Ég spáði meira í þessu þegar fyrstu tvö vítin klikkuðu hjá mér. En leikmenn eins og Messi og Ronaldo hafa klikkað á yfir 20 vítum á ferlinum, ég er þó ekki með tölfræðina alveg á hreinu. En þetta er bara hluti af þessu - maður verður að vera nógu sterkur til að standa upp og taka næsta víti.“
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Tengdar fréttir Pistill í The Times: Gylfi er sá sem heldur leik Everton liðsins gangandi Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í síðasta leik sínum með Everton fyrir mikilvægt landsleikjahlé með íslenska landsliðinu. 19. mars 2019 09:30 Gylfi skorar meira fyrir Everton en búist er við miðað við tölfræðina Gylfi Þór Sigurðsson er í tíunda sæti á áhugaverðum lista í ensku úrvalsdeildinni. 8. mars 2019 09:00 Sjáðu mark Gylfa gegn Chelsea Gylfi Þór Sigurðsson átti þátt í báðum mörkum Everton sem vann Chelsea í stærsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 18. mars 2019 08:00 Gylfi á meðal þeirra sem að skapa flest mörk utan toppliðanna Gylfi Þór Sigurðsson er einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem ekki spilar með einu af bestu liðunum. 11. mars 2019 11:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Pistill í The Times: Gylfi er sá sem heldur leik Everton liðsins gangandi Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í síðasta leik sínum með Everton fyrir mikilvægt landsleikjahlé með íslenska landsliðinu. 19. mars 2019 09:30
Gylfi skorar meira fyrir Everton en búist er við miðað við tölfræðina Gylfi Þór Sigurðsson er í tíunda sæti á áhugaverðum lista í ensku úrvalsdeildinni. 8. mars 2019 09:00
Sjáðu mark Gylfa gegn Chelsea Gylfi Þór Sigurðsson átti þátt í báðum mörkum Everton sem vann Chelsea í stærsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 18. mars 2019 08:00
Gylfi á meðal þeirra sem að skapa flest mörk utan toppliðanna Gylfi Þór Sigurðsson er einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem ekki spilar með einu af bestu liðunum. 11. mars 2019 11:30