Kasakar breyta nafni höfuðborgarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2019 14:42 Kassym-Jomart Tokayev sór embættiseið í gær og lagði við það tækifæri til að nafni höfuðborgar landsins yrði breytt. Getty/Anadolu Agency Kasöksk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að breyta nafni höfuðborgar landsins. Borgin, sem áður hét Astana, mun frá og með deginum í dag bera nafnið Nursultan til heiðurs Nursultan Nazarbayev sem sagði óvænt af sér sem forseti Kasakstans í gær.Nazarbayev hafði verið æðsti embættismaður Kasakstan allt frá falli Sovétríkjanna undir loka níunda áratugar síðustu aldar, fyrst sem leiðtogi Kommúnistaflokksins í Kasakstan og svo sem forseti. Hann er 78 ára og hefur ítrekað verið endurkjörinn forseti landsins með miklum mun, síðast árið 2015. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa þó ávallt gagnrýnt framkvæmd kosninganna. Kassym-Jomart Tokayev tók við embætti forseta í gær en hann hafði áður gegnt embætti forseta efri deildar kasakska þingsins. Það var einmitt að frumkvæði Tokayev sem ákveðið var að breyta nafni höfuðbogarinnar. Kasakska þingið beið ekki boðanna og samþykkti nafnabreytinguna samdægurs. Astana, sem þýðir einfaldlega „höfuðborg“ á kasöksku, varð höfuðborg Kasakstan árið 1997. Fram að því hafði Almaty verið höfuðborg landsins, en hún er enn fjölmennta borg landsins. Dóttir fráfarandi forseta, Dariga Nazarbayeva, tók við embætti þingforseta þegar Tokayev settist á forsetastól. Því eru margir þegar farnir að leiða að því líkum að hún kunni að bjóða sig fram í forsetakosningum næsta árs. Kasakstan er ríkt af olíu og eru íbúar þess um 18 milljónir, þar af rúmlega 800 þúsund í Nursultan. Kasakstan Tengdar fréttir Þaulsetinn forseti Kasakstans segir af sér Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstans til 29 ára, hefur tilkynnt um afsögn sína. 19. mars 2019 13:50 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Kasöksk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að breyta nafni höfuðborgar landsins. Borgin, sem áður hét Astana, mun frá og með deginum í dag bera nafnið Nursultan til heiðurs Nursultan Nazarbayev sem sagði óvænt af sér sem forseti Kasakstans í gær.Nazarbayev hafði verið æðsti embættismaður Kasakstan allt frá falli Sovétríkjanna undir loka níunda áratugar síðustu aldar, fyrst sem leiðtogi Kommúnistaflokksins í Kasakstan og svo sem forseti. Hann er 78 ára og hefur ítrekað verið endurkjörinn forseti landsins með miklum mun, síðast árið 2015. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa þó ávallt gagnrýnt framkvæmd kosninganna. Kassym-Jomart Tokayev tók við embætti forseta í gær en hann hafði áður gegnt embætti forseta efri deildar kasakska þingsins. Það var einmitt að frumkvæði Tokayev sem ákveðið var að breyta nafni höfuðbogarinnar. Kasakska þingið beið ekki boðanna og samþykkti nafnabreytinguna samdægurs. Astana, sem þýðir einfaldlega „höfuðborg“ á kasöksku, varð höfuðborg Kasakstan árið 1997. Fram að því hafði Almaty verið höfuðborg landsins, en hún er enn fjölmennta borg landsins. Dóttir fráfarandi forseta, Dariga Nazarbayeva, tók við embætti þingforseta þegar Tokayev settist á forsetastól. Því eru margir þegar farnir að leiða að því líkum að hún kunni að bjóða sig fram í forsetakosningum næsta árs. Kasakstan er ríkt af olíu og eru íbúar þess um 18 milljónir, þar af rúmlega 800 þúsund í Nursultan.
Kasakstan Tengdar fréttir Þaulsetinn forseti Kasakstans segir af sér Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstans til 29 ára, hefur tilkynnt um afsögn sína. 19. mars 2019 13:50 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Þaulsetinn forseti Kasakstans segir af sér Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstans til 29 ára, hefur tilkynnt um afsögn sína. 19. mars 2019 13:50