Vantar fjármagn til að ljúka breytingum á fleiri deildum geðsviðs Sighvatur Jónsson skrifar 20. mars 2019 12:15 Breytingar hafa verið gerðar á húsnæði og verklagi á geðsviði Landspítala í kjölfar sjálfsvíga sem voru framin þar. Vísir/Sighvatur Breytingar sem hafa verið gerðar á geðsviði Landspítala í kjölfar sjálfsvíga, ná til þriggja deilda af átta. Verkefnastjóri hjá sjúkrahúsinu segir óvíst hvenær hægt verður að halda áfram vinnu við nauðsynlegar breytingar vegna skorts á fjármagni. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á húsnæði og verklagi á geðsviði Landspítala. Gripið var til aðgerðanna í kjölfar þess að tveir ungir menn sviptu sig lífi á geðdeildinni í ágúst 2017. Breytingarnar á verklaginu lúta meðal annars að auknu eftirliti með fólki og rafrænni áminningu til starfsmanna um að líta reglulega eftir sjúklingum sem taldir eru líklegir til að valda sér skaða. Þeir sem eru taldir í mestri hættu þurfa að vera undir stöðugu eftirliti. Breytingarnar á húsnæði deildanna eru umtalsverðar. Fjarlægja þarf allt sem sjúklingar gætu notað til að skaða sig. Einnig hafa verið gerðar breytingar á vinnuaðstöðu starfsfólks. En vinnunni er langt því frá að vera lokið að sögn Eyrúnar Thorstensen, verkefnastjóra á geðsviði Landspítala. Hún segir framkvæmdum lokið við þrjár deildir af átta, ekki sé hægt að halda vinnunni áfram fyrr en frekara fjármagn fæst. „Við þurfum að laga gríðarlega margt inni á legudeildunum okkar til að gera umhverfið öruggt.“ Eyrún kveðst ekki geta sagt til um hvenær hægt verði að ljúka breytingum á þeim deildum sem þarf að gera endurbætur á. Verkefnið sé gríðarlega kostnaðarsamt, það sé verkefni stjórnenda Landspítala að fara fram á fjármagn vegna framkvæmdanna og rökstyðja þörf þeirra.Uppfært klukkan 16:45 Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala, Stefán Hrafn Hagalín, segir að verið sé að vinna upp langvarandi viðhaldsskort á húsnæði spítalans. Fjárveitingar vegna þessa hafi aukist, í dag verji ríkið ríflega tveimur milljörðum króna í viðhaldsverkefni á Landspítala. Stefán Hrafn segir ýmsa aðra þætti en fjármagn takmarka hraða og framgang verkefna, meðal annars skort á iðnaðarmönnum. Hann segir einnig erfitt að loka deildum þar sem mikil þörf sé fyrir þjónustu. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Breytingar sem hafa verið gerðar á geðsviði Landspítala í kjölfar sjálfsvíga, ná til þriggja deilda af átta. Verkefnastjóri hjá sjúkrahúsinu segir óvíst hvenær hægt verður að halda áfram vinnu við nauðsynlegar breytingar vegna skorts á fjármagni. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á húsnæði og verklagi á geðsviði Landspítala. Gripið var til aðgerðanna í kjölfar þess að tveir ungir menn sviptu sig lífi á geðdeildinni í ágúst 2017. Breytingarnar á verklaginu lúta meðal annars að auknu eftirliti með fólki og rafrænni áminningu til starfsmanna um að líta reglulega eftir sjúklingum sem taldir eru líklegir til að valda sér skaða. Þeir sem eru taldir í mestri hættu þurfa að vera undir stöðugu eftirliti. Breytingarnar á húsnæði deildanna eru umtalsverðar. Fjarlægja þarf allt sem sjúklingar gætu notað til að skaða sig. Einnig hafa verið gerðar breytingar á vinnuaðstöðu starfsfólks. En vinnunni er langt því frá að vera lokið að sögn Eyrúnar Thorstensen, verkefnastjóra á geðsviði Landspítala. Hún segir framkvæmdum lokið við þrjár deildir af átta, ekki sé hægt að halda vinnunni áfram fyrr en frekara fjármagn fæst. „Við þurfum að laga gríðarlega margt inni á legudeildunum okkar til að gera umhverfið öruggt.“ Eyrún kveðst ekki geta sagt til um hvenær hægt verði að ljúka breytingum á þeim deildum sem þarf að gera endurbætur á. Verkefnið sé gríðarlega kostnaðarsamt, það sé verkefni stjórnenda Landspítala að fara fram á fjármagn vegna framkvæmdanna og rökstyðja þörf þeirra.Uppfært klukkan 16:45 Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala, Stefán Hrafn Hagalín, segir að verið sé að vinna upp langvarandi viðhaldsskort á húsnæði spítalans. Fjárveitingar vegna þessa hafi aukist, í dag verji ríkið ríflega tveimur milljörðum króna í viðhaldsverkefni á Landspítala. Stefán Hrafn segir ýmsa aðra þætti en fjármagn takmarka hraða og framgang verkefna, meðal annars skort á iðnaðarmönnum. Hann segir einnig erfitt að loka deildum þar sem mikil þörf sé fyrir þjónustu.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira