Lífið

Elon Musk minnist górillunnar Harambe í nýju lagi

Andri Eysteinsson skrifar
Elon Musk, frumkvöðull, stofnandi, forstjóri og rappari.
Elon Musk, frumkvöðull, stofnandi, forstjóri og rappari. AP/Chris Carlson
Forstjóra rafbílaframleiðandans Tesla, Elon Musk, er ýmislegt til lista lagt. Musk er til að mynda stofnandi geimferðafyrirtækisins SpaceX, meðstofnandi PayPal, og samkvæmt lista Forbes, 54 ríkasti maður heims.

Musk hefur farið mikinn á Twitter í gegnum tíðina, eftirminnilegt er þegar hann sakaði einn þeirra sem unnu að björgun taílensku fótboltastrákana, um að vera barnaníðing. Þá hefur hann komist í vandræði vegna tísta sinna um að taka fyrirtæki sitt Tesla, af markaði.

Nú hefur Musk hins vegar snúið sér að tónlistinni. Musk birti í gær hlekk á Soundcloud síðu sína þar sem má finna lagið RIP Harambe, það flytur Musk undir nafninu Emo G.

Lagið er einskonar óður til til górillunnar Harambe sem var skotinn til bana í dýragarðinum í Cincinatti í maí 2016. Sitt sýnist hverjum og aldrei að vita nema Musk eigi framtíðina fyrir sér í tónlistinni.

Hlusta má á lagið RIP Harambe með Emo G í spilaranum neðst í fréttinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.