„Það lítur út fyrir að Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2019 21:00 Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. Á svæðinu er öryggisvistun fyrir fanga og hafa börn orðið fyrir áreiti þar. Íbúi segir að það líti út fyrir að borginni sé ekki annt um öryggi barna í hverfinu. Í febrúar var breyting á deiluskipulagi við Hagasel 23 auglýst en samkvæmt því á að byggja þar 600 fermetra hús með átta íbúðum. Þar á að vera búsetuúrræði fyrir geðfatlaða í þjónustuflokki III en á sömu lóð er félagsmiðstöðin Hólmasel. „Það segir okkur að það er fólk með geðröskun og mögulegan fíknivanda. Það er ekkert hægt að fullyrða hvort þetta verði fólk í fíknineyslu eða ekki,“ segir Hildur Jóna Bergþórsdóttir, íbúi í hverfinu og bætir við að það hafi ekki verið hægt að fá það staðfest skriflega hjá borginni að þar yrði ekki fólk með fíknivanda. „Það er bara það sama og þau lofuðu hérna í Rangárselinu. Það átti aldrei að vera neitt hættulegt fólk vistað þar,“ segir Ágústa Ýr Bergþórsdóttir, íbúi í hverfinu, og bætir við að raunin hafi svo verið önnur. Í Rangárseli sé nú öryggisvistun fyrir fanga og er Rangársel í innan við 140 metra sjónlínu frá lóðinni við Hagasel 23. Þá viti þær að það bráðvantar úrræði fyrir fólk með tvíþættan vanda, það er geð- og fíknivanda. Íbúar hverfisins óttast öryggi barna sinna mest en mikið barnastarf á svæðinu. Til að mynda er eru tveir grunnskólar mjög nálægt, leikskóli og kirkjan þar sem mjög oft fer fram barnastarf. „Göngustígurinn hérna er göngustígur milli Ölduselsskóla og Seljaskóla. Þetta er þjóðbraut barna hérna í hverfinu,“ segir Ágústa Ýr. Ótækt sé að slíku búsetuúrræði sé komið fyrir á þessu svæði, þar sem vandamál hafa áður komið upp vegna búsetukjarnans að Rangárseli. „Ég á til dæmis einn níu ára vin sem lenti í árás nú í haust frá vistmanni frá Rangárseli og ég veit um fleiri börn sem hafa lent í áreiti frá íbúum þar þrátt fyrir að það hafi átt að tryggja að það yrði ekki ónæði af þeim. Á þessu skipulagi lítur út eins og Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna,“ segir Hildur.En hvar á þá þetta fólk að vera?„Akkúrat og maður hefði haldið að borgin væri með heildstæða sín á það og ynni markvisst að því að finna þeim góðan samastað. Akkúrat upp í félagsmiðstöð þar sem eru mikil læti í krökkum það er ekki góður staður,“ segir Hildur. Íbúar hafa efnt til undirskriftarsöfnunar í mótmælaskyni og hafa nú 600 manns skrifað undir listann. Þá vinnur umboðsmaður Borgarbúa nú í málinu með íbúum. Borgarstjórn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skipulag Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. Á svæðinu er öryggisvistun fyrir fanga og hafa börn orðið fyrir áreiti þar. Íbúi segir að það líti út fyrir að borginni sé ekki annt um öryggi barna í hverfinu. Í febrúar var breyting á deiluskipulagi við Hagasel 23 auglýst en samkvæmt því á að byggja þar 600 fermetra hús með átta íbúðum. Þar á að vera búsetuúrræði fyrir geðfatlaða í þjónustuflokki III en á sömu lóð er félagsmiðstöðin Hólmasel. „Það segir okkur að það er fólk með geðröskun og mögulegan fíknivanda. Það er ekkert hægt að fullyrða hvort þetta verði fólk í fíknineyslu eða ekki,“ segir Hildur Jóna Bergþórsdóttir, íbúi í hverfinu og bætir við að það hafi ekki verið hægt að fá það staðfest skriflega hjá borginni að þar yrði ekki fólk með fíknivanda. „Það er bara það sama og þau lofuðu hérna í Rangárselinu. Það átti aldrei að vera neitt hættulegt fólk vistað þar,“ segir Ágústa Ýr Bergþórsdóttir, íbúi í hverfinu, og bætir við að raunin hafi svo verið önnur. Í Rangárseli sé nú öryggisvistun fyrir fanga og er Rangársel í innan við 140 metra sjónlínu frá lóðinni við Hagasel 23. Þá viti þær að það bráðvantar úrræði fyrir fólk með tvíþættan vanda, það er geð- og fíknivanda. Íbúar hverfisins óttast öryggi barna sinna mest en mikið barnastarf á svæðinu. Til að mynda er eru tveir grunnskólar mjög nálægt, leikskóli og kirkjan þar sem mjög oft fer fram barnastarf. „Göngustígurinn hérna er göngustígur milli Ölduselsskóla og Seljaskóla. Þetta er þjóðbraut barna hérna í hverfinu,“ segir Ágústa Ýr. Ótækt sé að slíku búsetuúrræði sé komið fyrir á þessu svæði, þar sem vandamál hafa áður komið upp vegna búsetukjarnans að Rangárseli. „Ég á til dæmis einn níu ára vin sem lenti í árás nú í haust frá vistmanni frá Rangárseli og ég veit um fleiri börn sem hafa lent í áreiti frá íbúum þar þrátt fyrir að það hafi átt að tryggja að það yrði ekki ónæði af þeim. Á þessu skipulagi lítur út eins og Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna,“ segir Hildur.En hvar á þá þetta fólk að vera?„Akkúrat og maður hefði haldið að borgin væri með heildstæða sín á það og ynni markvisst að því að finna þeim góðan samastað. Akkúrat upp í félagsmiðstöð þar sem eru mikil læti í krökkum það er ekki góður staður,“ segir Hildur. Íbúar hafa efnt til undirskriftarsöfnunar í mótmælaskyni og hafa nú 600 manns skrifað undir listann. Þá vinnur umboðsmaður Borgarbúa nú í málinu með íbúum.
Borgarstjórn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skipulag Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira