Staða ferðaþjónustunnar þröng fyrir gjaldþrot WOW air Sylvía Hall skrifar 31. mars 2019 14:27 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það nauðsynlegt að tryggja meira flugframboð til þess að fylla upp í það skarð sem WOW air skildi eftir. Viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar hafi verið mikilvæg en hún þurfi nú að ganga lengra. „Það var vissulega gríðarlega mikilvægt að stíga þar inn, líka upp á orðspor landsins og áfangastaðarins, þá var þetta nauðsynlegt,“ segir Bjarnheiður en það þurfi nú að finna leiðir til þess að vega upp á móti þessu áfalli og þeim viðskiptamissi sem fylgi. Í Sprengisandi í dag sagði Bjarnheiður stöðuna í íslenskri ferðaþjónustu vera þrönga og hún hafi verið það alveg fyrir fall WOW air. Samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu hafi farið hratt versnandi síðustu ár og það sýni sig í því að ferðamenn dvelji í styttri tíma og ferðist minna. „Það er nákvæmlega það sem hefur gerst undanfarin tvö ár.“Sjá fram á allt að fjögur þúsund uppsagnir Hún segir samtökin hafa dregið upp ákveðna sviðsmynd af því sem nú taki við eftir fall flugfélagsins og þar er gert ráð fyrir um þrjú hundruð þúsund færri ferðamönnum þrátt fyrir að það yrði stigið inn í að einhverju leyti sem valdi miklum tekjumissi fyrir þjóðarbúið. Þá muni töluverður fjöldi fólks missa störf vegna gjaldþrotsins. „Uppsagnir eru nú þegar orðnar að veruleika og við erum svolítið hrædd um að það sé bara rétt að byrja. Við höfum áætlað að töpuð störf gæti orðið allt frá tvö þúsund upp að fjögur þúsund.“ Þá segist hún hafa miklar áhyggjur af stöðunni sem er uppi enda sumarið á næsta leyti. Það þurfi að tryggja meira flugframboð til landsins enda sé stórt skarð sem WOW air skilji eftir sig á markaði. Viðtalið við Bjarnheiði má heyra í spilaranum hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Sprengisandur WOW Air Tengdar fréttir „Ekki loku fyrir það skotið að það komi fleiri uppsagnir á næstunni” Andrúmsloftið er nokkuð þungt á Suðurnesjum eftir fall WOW air og fjölda uppsagna hjá fyrirtækjum á svæðinu að sögn forseta sveitarstjórnar í Reykjanesbæ. 30. mars 2019 13:35 Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45 Uppsagnir hjá Gray Line: Hafa ekki lengur efni á að vera með starfsmenn á lager Þremur starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp. 29. mars 2019 12:07 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það nauðsynlegt að tryggja meira flugframboð til þess að fylla upp í það skarð sem WOW air skildi eftir. Viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar hafi verið mikilvæg en hún þurfi nú að ganga lengra. „Það var vissulega gríðarlega mikilvægt að stíga þar inn, líka upp á orðspor landsins og áfangastaðarins, þá var þetta nauðsynlegt,“ segir Bjarnheiður en það þurfi nú að finna leiðir til þess að vega upp á móti þessu áfalli og þeim viðskiptamissi sem fylgi. Í Sprengisandi í dag sagði Bjarnheiður stöðuna í íslenskri ferðaþjónustu vera þrönga og hún hafi verið það alveg fyrir fall WOW air. Samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu hafi farið hratt versnandi síðustu ár og það sýni sig í því að ferðamenn dvelji í styttri tíma og ferðist minna. „Það er nákvæmlega það sem hefur gerst undanfarin tvö ár.“Sjá fram á allt að fjögur þúsund uppsagnir Hún segir samtökin hafa dregið upp ákveðna sviðsmynd af því sem nú taki við eftir fall flugfélagsins og þar er gert ráð fyrir um þrjú hundruð þúsund færri ferðamönnum þrátt fyrir að það yrði stigið inn í að einhverju leyti sem valdi miklum tekjumissi fyrir þjóðarbúið. Þá muni töluverður fjöldi fólks missa störf vegna gjaldþrotsins. „Uppsagnir eru nú þegar orðnar að veruleika og við erum svolítið hrædd um að það sé bara rétt að byrja. Við höfum áætlað að töpuð störf gæti orðið allt frá tvö þúsund upp að fjögur þúsund.“ Þá segist hún hafa miklar áhyggjur af stöðunni sem er uppi enda sumarið á næsta leyti. Það þurfi að tryggja meira flugframboð til landsins enda sé stórt skarð sem WOW air skilji eftir sig á markaði. Viðtalið við Bjarnheiði má heyra í spilaranum hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Sprengisandur WOW Air Tengdar fréttir „Ekki loku fyrir það skotið að það komi fleiri uppsagnir á næstunni” Andrúmsloftið er nokkuð þungt á Suðurnesjum eftir fall WOW air og fjölda uppsagna hjá fyrirtækjum á svæðinu að sögn forseta sveitarstjórnar í Reykjanesbæ. 30. mars 2019 13:35 Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45 Uppsagnir hjá Gray Line: Hafa ekki lengur efni á að vera með starfsmenn á lager Þremur starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp. 29. mars 2019 12:07 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
„Ekki loku fyrir það skotið að það komi fleiri uppsagnir á næstunni” Andrúmsloftið er nokkuð þungt á Suðurnesjum eftir fall WOW air og fjölda uppsagna hjá fyrirtækjum á svæðinu að sögn forseta sveitarstjórnar í Reykjanesbæ. 30. mars 2019 13:35
Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45
Uppsagnir hjá Gray Line: Hafa ekki lengur efni á að vera með starfsmenn á lager Þremur starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp. 29. mars 2019 12:07
Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40