Menning

Kópavogskrónika með forvitnilegustu kynlífslýsinguna

Sylvía Hall skrifar
Lárus Blöndal afhendir Kamillu Rauðua hrafnsfjöðrina fyrir kynlífslýsingu ársins 2018.
Lárus Blöndal afhendir Kamillu Rauðua hrafnsfjöðrina fyrir kynlífslýsingu ársins 2018. Aðsend
Rithöfundurinn Kamilla Einarsdóttir hlaut Rauðu hrafnsfjöðrin, verðlaun fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins 2018 í íslenskum bókmenntum. Viðurkenningin var veitt á aðalfundi Lestrarfélagsins Krumma síðastliðinn laugardag. Þetta var í fjórtánda sinn sem viðurkenningin er veitt.

Lýsing Kamillu birtist í bók hennar Kópavogskrónika - til dóttur minnar með ást og steiktum sem kom út á síðasta ári og hljóðar lýsingin svo:

„Við skutluðum ljóðavini okkar heim og lögðum svo bílnum og ég saug á honum typpið. Það gekk vel en eftir á fékk ég smá móral. Fannst þetta skyndilega eitthvað svo smáborgaralegt. Að sjúga svona typpið á kapítalista í smábíl í Grafarvogi. En svo sá ég að smá brundur hafi klínst í pilsið mitt og það minnti mig á Með ský í buxum eftir Mayakovskí svo mér leið aðeins betur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×