Hótar enn á ný að loka á fjármagn til Mið-Ameríkuríkja Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 30. mars 2019 21:25 Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst loka á fjárúthlutanir til þriggja Mið-Ameríkuríkja vegna fjölda flóttafólks. Getty/Chip Somodevilla Í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í dag kemur fram að fjármagn, sem Bandaríkin hafa lagt til aðstoðar Mið-Ameríkuríkjanna El Salvador, Guatemala og Hondúras verði dregið til baka. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var harðorður gagnvart ríkjunum þremur á föstudag, þar sem hann gagnrýndi þau fyrir að senda flóttafólk og hælisleitendur til Bandaríkjanna. Þó kemur fram í tilkynningunni að ákvörðunin yrði lögð fyrir þingið, enda þarf ákvörðunin um að ljúka fjárúthlutuninni þurfi að fá stuðning og samþykki löggjafarvaldsins. Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður Demókrata fyrir New Jersey fylki og nefndarmeðlimur í Alþjóðasamskiptanefnd þingsins, segir fyrirskipun Trumps „Gáleysislega yfirlýsingu“ og hvatti Demókrata sem og Repúblikana að hafna fyrirskipuninni. Hann sagði í tilkynningu sinni að fjárhagsleg aðstoð Bandaríkjanna til þessara landa sé ekki góðgerðarstarfsemi heldur sé það góð leið til að auka öryggi Bandarískra ríkisborgara. Trump sagði á föstudag að þessi þrjú lönd hafi komið upp flóttamannahópum og sent til Bandaríkjanna en fjöldi hælisleitenda í Bandaríkjunum frá þessum þremur löndum hefur aukist mikið á síðustu misserum. „Við vorum að gefa þeim 500 milljónir dollara. Við vorum að borga þeim gríðarlega háar upphæðir og við gerum það ekki lengur vegna þess að þau hafa ekki gert neitt fyrir okkur,“ sagði Trump á föstudag. Auk þessara hótanna fleygði Trump því fram að hann myndi láta loka landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó í komandi viku ef Mexíkó gerði ekkert til að stöðva þann mikla straum flóttafólks sem sækir til Bandaríkjanna, en það myndi stöðva innkomu milljóna löglegra innflytjenda inn í landið og valda miklum skaða fjárhagslegum skaða fyrir viðskipti milli landanna. Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44 Trump hótar að loka landamærunum Komi Mexíkó ekki í veg fyrir það að ólöglegir innflytjendur fari yfir landamærin og til Bandaríkjanna tafarlaust munu Bandaríkin loka landamærunum, segir Bandaríkjaforseti, Donald Trump. 29. mars 2019 21:31 Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Sjá meira
Í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í dag kemur fram að fjármagn, sem Bandaríkin hafa lagt til aðstoðar Mið-Ameríkuríkjanna El Salvador, Guatemala og Hondúras verði dregið til baka. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var harðorður gagnvart ríkjunum þremur á föstudag, þar sem hann gagnrýndi þau fyrir að senda flóttafólk og hælisleitendur til Bandaríkjanna. Þó kemur fram í tilkynningunni að ákvörðunin yrði lögð fyrir þingið, enda þarf ákvörðunin um að ljúka fjárúthlutuninni þurfi að fá stuðning og samþykki löggjafarvaldsins. Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður Demókrata fyrir New Jersey fylki og nefndarmeðlimur í Alþjóðasamskiptanefnd þingsins, segir fyrirskipun Trumps „Gáleysislega yfirlýsingu“ og hvatti Demókrata sem og Repúblikana að hafna fyrirskipuninni. Hann sagði í tilkynningu sinni að fjárhagsleg aðstoð Bandaríkjanna til þessara landa sé ekki góðgerðarstarfsemi heldur sé það góð leið til að auka öryggi Bandarískra ríkisborgara. Trump sagði á föstudag að þessi þrjú lönd hafi komið upp flóttamannahópum og sent til Bandaríkjanna en fjöldi hælisleitenda í Bandaríkjunum frá þessum þremur löndum hefur aukist mikið á síðustu misserum. „Við vorum að gefa þeim 500 milljónir dollara. Við vorum að borga þeim gríðarlega háar upphæðir og við gerum það ekki lengur vegna þess að þau hafa ekki gert neitt fyrir okkur,“ sagði Trump á föstudag. Auk þessara hótanna fleygði Trump því fram að hann myndi láta loka landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó í komandi viku ef Mexíkó gerði ekkert til að stöðva þann mikla straum flóttafólks sem sækir til Bandaríkjanna, en það myndi stöðva innkomu milljóna löglegra innflytjenda inn í landið og valda miklum skaða fjárhagslegum skaða fyrir viðskipti milli landanna.
Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44 Trump hótar að loka landamærunum Komi Mexíkó ekki í veg fyrir það að ólöglegir innflytjendur fari yfir landamærin og til Bandaríkjanna tafarlaust munu Bandaríkin loka landamærunum, segir Bandaríkjaforseti, Donald Trump. 29. mars 2019 21:31 Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Sjá meira
Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44
Trump hótar að loka landamærunum Komi Mexíkó ekki í veg fyrir það að ólöglegir innflytjendur fari yfir landamærin og til Bandaríkjanna tafarlaust munu Bandaríkin loka landamærunum, segir Bandaríkjaforseti, Donald Trump. 29. mars 2019 21:31
Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04