Tókust á um Klaustursmálið á Evrópuráðsþingi Samúel Karl Ólason skrifar 9. apríl 2019 19:00 Berþór Ólason og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga. Hætt væri á því að stjórnmálamenn nýttu slík tækifæri til að koma höggum á andstæðinga sína í nafni pólitísks rétttrúnaðar. Þetta sagði Bergþór á þingfundi Evrópuráðsþingsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata er formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. Þórhildur Sunna mælti fyrir þingsályktun um að aðildarríki setji á fót óháða nefnd eða stofnun sem hægt verði að leita til verði starfsmaður þjóðþings fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni.Sjá einnig: Blæs til sóknar gegn kynferðisofbeldi á Evrópuráðsþingi og Bergþór á mælendaskráÍ jómfrúrræðu sinni í Evrópuráðsþinginu sagðist Bergþór taka þessari umræðu fagnandi. Hann vildi þó slá á aðra strengi en aðrir hefðu gert á undan sér. Vísaði hann til sérstaks kafla skýrslu Þórhildar (Sem finna má hér, málsgrein 44.), sem fjallaði um Klaustursmálið svokallaða, og sagðist vonast til þess að aðrir hlutar skýrslunnar væru betur unnir en sá.Högg í nafni rétttrúnaðar Bergþór sagði að þó þingmenn væru með takmarkað einkalíf, þyrftu þeir að njóta tiltekinna réttinda og sanngirni. „Við megum ekki leyfa okkur að stökkva upp á pólitískrar rétttrúnaðar-vagninn í hvert sinn sem hann fer fram hjá okkur og fara eftir eigin hentisemi þegar flókin mál koma upp,“ sagði Bergþór. Hann tók fram að hann væri ekki að tala um umræðu um kynferðisofbeldi á þjóðþingum á þeim nótum. Hins vegar væri alltaf hætta á því að pólitískir andstæðingar nýttu tækifæri sín til að ýkja og gera hluti verri en þeir væru í rauninni. Slíkt væri hægt að sjá í umræddum kafla. Þá sagði Bergþór að það hefði tekið Klaustursþingmennina sex næstum fjóra mánuði að safna nauðsynlegum upplýsingum til að fá „raunsæja mynd“ af því sem gerðist það kvöld. Vísaði hann til upptaka úr öryggismyndavélum og sagði þær hafa gefið „allt aðra mynd“ af því sem gerðist það kvöld. Bergþór hélt því fram í síðasta mánuði að upptökurnar af samræðum hans, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar, hefðu verið skipulagðar fyrir fram og málið væri byggt á lygi. Í samtali við fréttastofu sagði Bára Halldórsdóttir, sem hefur viðurkennt að hafa tekið upp samtöl þeirra, að Bergþór færi með rangt mál. Þar að auki skipti það ekki máli ef hann hefði rétt fyrir sér. „Jafnvel þó hann hefði rétt fyrir sér, sem hann hefur ekki, að þetta væri undirbúið, þá breytir það aldrei því sem þeir sögðu og það er það sem við eigum að vera að horfa á,“ sagði Bára.Sjá einnig: Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínumÍ skýrslu Þórhildar rifjar hún það atvik upp og bendir á að engin viðurlög séu við því að þingmenn brjóti gegn siðareglum Alþingis. Bergþór sagði í ræðu sinni að stíga þyrfti varlega til jarðar í því að setja slík viðurlög. „Ég hef mínar efasemdir um að nefnd sem inniheldur pólitíska andstæðinga geti verið hlutlaus til að meta alvarleika tilfella,“ sagði Bergþór. Þá sagði hann mikilvægt að berjast gegn kynjamisrétti og hann myndi gera sitt besta.„Sama vitleysan“ Þórhildur svaraði Bergþóri skömmu seinna og sagði hann fara með „sömu vitleysuna“ og hann og aðrir hefðu reynt að selja Íslendingum í marga mánuði. „Burtséð frá aðstæðunum hafa Bergþór og samstarfsmenn hans ekki getað afsannað að það voru hann og fimm aðrir þingmenn sem sátu á bar og hlutgerðu nokkrar stjórnmálakonur, gerðu grín að útliti þeirra, gerðu lítið úr heimilisofbeldi og gerðu lítið úr fötluðum aðgerðarsinna, svo einhver dæmi séu nefnd um hvað gerðist það kvöld.“ Þórhildur sagði Bergþór reyna að sannfæra aðra á fundinum um að hún hafi skrifað skýrsluna til að koma höggum á pólitíska andstæðinga sína. Hún sagði markmið sitt ekki hafa verið að ráðast á Bergþór, heldur að ráðast á starfsumhverfi þar sem gert er grín að konum, þeim ýtt til hliðar og þær hlutgerðar fyrir það eitt að vera konur. Alþingi Miðflokkurinn Píratar Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga. Hætt væri á því að stjórnmálamenn nýttu slík tækifæri til að koma höggum á andstæðinga sína í nafni pólitísks rétttrúnaðar. Þetta sagði Bergþór á þingfundi Evrópuráðsþingsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata er formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. Þórhildur Sunna mælti fyrir þingsályktun um að aðildarríki setji á fót óháða nefnd eða stofnun sem hægt verði að leita til verði starfsmaður þjóðþings fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni.Sjá einnig: Blæs til sóknar gegn kynferðisofbeldi á Evrópuráðsþingi og Bergþór á mælendaskráÍ jómfrúrræðu sinni í Evrópuráðsþinginu sagðist Bergþór taka þessari umræðu fagnandi. Hann vildi þó slá á aðra strengi en aðrir hefðu gert á undan sér. Vísaði hann til sérstaks kafla skýrslu Þórhildar (Sem finna má hér, málsgrein 44.), sem fjallaði um Klaustursmálið svokallaða, og sagðist vonast til þess að aðrir hlutar skýrslunnar væru betur unnir en sá.Högg í nafni rétttrúnaðar Bergþór sagði að þó þingmenn væru með takmarkað einkalíf, þyrftu þeir að njóta tiltekinna réttinda og sanngirni. „Við megum ekki leyfa okkur að stökkva upp á pólitískrar rétttrúnaðar-vagninn í hvert sinn sem hann fer fram hjá okkur og fara eftir eigin hentisemi þegar flókin mál koma upp,“ sagði Bergþór. Hann tók fram að hann væri ekki að tala um umræðu um kynferðisofbeldi á þjóðþingum á þeim nótum. Hins vegar væri alltaf hætta á því að pólitískir andstæðingar nýttu tækifæri sín til að ýkja og gera hluti verri en þeir væru í rauninni. Slíkt væri hægt að sjá í umræddum kafla. Þá sagði Bergþór að það hefði tekið Klaustursþingmennina sex næstum fjóra mánuði að safna nauðsynlegum upplýsingum til að fá „raunsæja mynd“ af því sem gerðist það kvöld. Vísaði hann til upptaka úr öryggismyndavélum og sagði þær hafa gefið „allt aðra mynd“ af því sem gerðist það kvöld. Bergþór hélt því fram í síðasta mánuði að upptökurnar af samræðum hans, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar, hefðu verið skipulagðar fyrir fram og málið væri byggt á lygi. Í samtali við fréttastofu sagði Bára Halldórsdóttir, sem hefur viðurkennt að hafa tekið upp samtöl þeirra, að Bergþór færi með rangt mál. Þar að auki skipti það ekki máli ef hann hefði rétt fyrir sér. „Jafnvel þó hann hefði rétt fyrir sér, sem hann hefur ekki, að þetta væri undirbúið, þá breytir það aldrei því sem þeir sögðu og það er það sem við eigum að vera að horfa á,“ sagði Bára.Sjá einnig: Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínumÍ skýrslu Þórhildar rifjar hún það atvik upp og bendir á að engin viðurlög séu við því að þingmenn brjóti gegn siðareglum Alþingis. Bergþór sagði í ræðu sinni að stíga þyrfti varlega til jarðar í því að setja slík viðurlög. „Ég hef mínar efasemdir um að nefnd sem inniheldur pólitíska andstæðinga geti verið hlutlaus til að meta alvarleika tilfella,“ sagði Bergþór. Þá sagði hann mikilvægt að berjast gegn kynjamisrétti og hann myndi gera sitt besta.„Sama vitleysan“ Þórhildur svaraði Bergþóri skömmu seinna og sagði hann fara með „sömu vitleysuna“ og hann og aðrir hefðu reynt að selja Íslendingum í marga mánuði. „Burtséð frá aðstæðunum hafa Bergþór og samstarfsmenn hans ekki getað afsannað að það voru hann og fimm aðrir þingmenn sem sátu á bar og hlutgerðu nokkrar stjórnmálakonur, gerðu grín að útliti þeirra, gerðu lítið úr heimilisofbeldi og gerðu lítið úr fötluðum aðgerðarsinna, svo einhver dæmi séu nefnd um hvað gerðist það kvöld.“ Þórhildur sagði Bergþór reyna að sannfæra aðra á fundinum um að hún hafi skrifað skýrsluna til að koma höggum á pólitíska andstæðinga sína. Hún sagði markmið sitt ekki hafa verið að ráðast á Bergþór, heldur að ráðast á starfsumhverfi þar sem gert er grín að konum, þeim ýtt til hliðar og þær hlutgerðar fyrir það eitt að vera konur.
Alþingi Miðflokkurinn Píratar Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira