Innlent

Styttist í að mjaldrarnir verði fluttir til Vestmannaeyja

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Nú styttist óðum í að mjöldrunum verði bjargað úr dýragarði í Kína og fluttir til Vestmannaeyja. Um er að ræða verkefni sem snýr að því að koma dýrum í sitt náttúrulega umhverfi.

Mjaldrarnir tveir hafa fengið nöfin Litla-Grá og Litla-Hvít. Þær eru ellefu ára gamlar systur en tegund þeirra getur orðið allt að fimmtíu ára. Nú eru mjaldrarnir staðsettir í sjávardýragarði í Sjanghæ í Kína. Flugfélagið Cargolux mun flytja mjaldrana til Íslands en um 10 þúsund kílómetra leið er að ræða. Áætlað er að ferðalagið taki að minnsta kosti sólarhring.

Fyrirtækið Merlin Entertainments stendur að baki verkefninu. En eftir að fyrirtækið eignaðist dýrin með kaupum á skemmtigarði hefur verið unnið að því að koma þeimí náttúrulegra umhverfi enda er það gegn stefnu þess að halda möldrum við þær aðstæður sem þar um ræðir. Við Heimaey munu mjaldrarnir eiga griðarstað þar sem þeir synda frjálsir um.

Von er um að verkefnið hvetji til þess að fleiri dýrum verði fundin náttúruleg heimkynni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×