Erlent

Brasilísk brú hrundi eftir árekstur ferju

Andri Eysteinsson skrifar
Sjá má eyðilegginguna úr lofti í myndbandi sem ríkisstjóri Pará birti
Sjá má eyðilegginguna úr lofti í myndbandi sem ríkisstjóri Pará birti Skjáskot/Twitter HelderBarbalho
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Brasilíska ríkinu Pará í norðurhluta landsins eftir að ferja sigldi á brú með þeim afleiðingu að brúin hrundi. BBC greinir frá.

Brúin yfir ána Moju er 860 metra löng en um 200 metra hluti hennar féll í ána eftir að ferjan lenti á einum burðarstólpa brúarinnar. Brúin, sem er að finna í Amasón-regnskóginum, er fjölfarin enda liggur hún í átt að hafnarborginni Belém.

Vitni að slysinu segja að tveir smábílar hafi hafnað í ánni en óvíst er hversu margir hafa slasast. Kafarar vinna nú hörðum höndum að leit í ánni. Allir fimm áhafnarmeðlimir ferjunnar voru ómeiddir.

Ríkisstjóri Pará, Helder Barbalho lýsti yfir neyðarástandi í kjölfar slyssins. „Forgangur okkar er að leita að fórnarlömbum og styðja við bakið á fjölskyldum þeirra,“

Barbalho birti myndband af brúnni á Twitter-síðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×