Ítalir hrífa íslenska Eurovision aðdáendur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2019 09:42 FÁSES, hinn viðurkenndi íslenski aðdáendaklúbbur Eurovision-keppninnar, virðist yfir sig hrifinn af framlagi Ítalíu því klúbburinn gefur laginu tólf stig eða hæstu einkunn. Eurovision fer að þessu sinni fram í Tel Aviv í Ísrael í maí. FÁSES, hinn viðurkenndi íslenski aðdáendaklúbbur Eurovision-keppninnar, virðist yfir sig hrifinn af framlagi Ítalíu því klúbburinn gefur laginu tólf stig eða hæstu einkunn. Eurovision fer að þessu sinni fram í Tel Aviv í Ísrael í maí. Söngvarinn Mahmood flytur lagið Soldi, eða Peningar eins og það heitir á íslensku, fyrir hönd Ítalíu en hann syngur lagið á ítölsku. Inntak lagsins fjallar þó ekki um dásömun peninga. Þvert á móti fjallar lagið um hvernig peningar geta spillt fólki og byrgt því sýn. Hinn 27 ára gamli Mahmood samdi textann sjálfur sem er sjálfsævisögulegur. Textinn fjallar um uppvaxtarár hans og föðurleysið. Mahmood fæddist í Mílanó en faðir hans, sem er frá Egyptalandi, yfirgaf fjölskylduna þegar Mahmood var aðeins sex ára. Sjálfur ólst Mahood upp hjá einstæðri móður frá Sardiníu. Hann segist alltaf hafa skort föðurímynd og þannig hafi hann með ýmsum ráðum reynt að fylla upp í tómarúm föðursins. Hefð er fyrir því að aðdáendaklúbbar allra landa sem hafa aðild að OGAE, alþjóðlegum samtökum um Eurovision, skili af sér niðurstöðum atkvæðagreiðslna um uppröðun laganna sem taka þátt í keppninni eftir styrkleika skömmu fyrir keppnina sjálfa. Veðbankar hafa lengi spáð Soldi góðu gengi og talið er að sigurinn falli annað hvort til Ítalíu eða Hollands. FÁSES setur ítalska framlagið í fyrsta sætið en fast á hæla fylgir framlag Hollands sem fær tíu stig hjá klúbbnum. Átta stig fara þá til Sviss, sjö til Kýpur, sex til frænda okkar í Svíþjóð og fimm stig til Noregs. Áhugamannaklúbburinn gefur framlagi Spánar fjögur stig, þrjú fara til Grikklands, tvö til Rússlands og San Marínó fær að lokum eitt stig. Eurovision Ítalía Tónlist Tengdar fréttir Ítalskir ráðamenn gagnrýna framlag landsins til Eurovision Ekki eru allir Ítalir á eitt sáttir með hvernig framlagið er valið. 11. febrúar 2019 20:43 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
FÁSES, hinn viðurkenndi íslenski aðdáendaklúbbur Eurovision-keppninnar, virðist yfir sig hrifinn af framlagi Ítalíu því klúbburinn gefur laginu tólf stig eða hæstu einkunn. Eurovision fer að þessu sinni fram í Tel Aviv í Ísrael í maí. Söngvarinn Mahmood flytur lagið Soldi, eða Peningar eins og það heitir á íslensku, fyrir hönd Ítalíu en hann syngur lagið á ítölsku. Inntak lagsins fjallar þó ekki um dásömun peninga. Þvert á móti fjallar lagið um hvernig peningar geta spillt fólki og byrgt því sýn. Hinn 27 ára gamli Mahmood samdi textann sjálfur sem er sjálfsævisögulegur. Textinn fjallar um uppvaxtarár hans og föðurleysið. Mahmood fæddist í Mílanó en faðir hans, sem er frá Egyptalandi, yfirgaf fjölskylduna þegar Mahmood var aðeins sex ára. Sjálfur ólst Mahood upp hjá einstæðri móður frá Sardiníu. Hann segist alltaf hafa skort föðurímynd og þannig hafi hann með ýmsum ráðum reynt að fylla upp í tómarúm föðursins. Hefð er fyrir því að aðdáendaklúbbar allra landa sem hafa aðild að OGAE, alþjóðlegum samtökum um Eurovision, skili af sér niðurstöðum atkvæðagreiðslna um uppröðun laganna sem taka þátt í keppninni eftir styrkleika skömmu fyrir keppnina sjálfa. Veðbankar hafa lengi spáð Soldi góðu gengi og talið er að sigurinn falli annað hvort til Ítalíu eða Hollands. FÁSES setur ítalska framlagið í fyrsta sætið en fast á hæla fylgir framlag Hollands sem fær tíu stig hjá klúbbnum. Átta stig fara þá til Sviss, sjö til Kýpur, sex til frænda okkar í Svíþjóð og fimm stig til Noregs. Áhugamannaklúbburinn gefur framlagi Spánar fjögur stig, þrjú fara til Grikklands, tvö til Rússlands og San Marínó fær að lokum eitt stig.
Eurovision Ítalía Tónlist Tengdar fréttir Ítalskir ráðamenn gagnrýna framlag landsins til Eurovision Ekki eru allir Ítalir á eitt sáttir með hvernig framlagið er valið. 11. febrúar 2019 20:43 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Ítalskir ráðamenn gagnrýna framlag landsins til Eurovision Ekki eru allir Ítalir á eitt sáttir með hvernig framlagið er valið. 11. febrúar 2019 20:43