Seinka barneignum og skipuleggja lífshlaupið Sighvatur Jónsson skrifar 6. apríl 2019 20:00 Hver kona á Íslandi hefur aldrei fætt færri börn en nú, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Vísir/Gvendur Konur á Íslandi eignast börn síðar á lífsleiðinni en áður. Nú er meðalaldur kvenna sem eignast sitt fyrsta barn rúmlega 28 ár. Markþjálfi segir að yngri kynslóðir skipuleggi lífshlaup sitt betur en foreldrar þeirra og seinki barneignum meðal annars vegna þess. Samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar um barneignir minnkar frjósemi íslenskra kvenna, er þar átt við fjölda fæddra barna á ævi hverrar konu. Íslenskar konur hafa aldrei eignast færri börn en nú. Viðmiðið er 2,1 barn á hverja konu til að viðhalda mannfjöldanum. Talan er komin niður í 1,7 börn. Aðalheiður Sigursveinsdóttir markþjálfi segir að fólk sem leitar til hennar velti fyri sér hvaða möguleika það hafi áður en það setji sér fasta ramma í lífinu. Fólk spyrji sig hvað það langi til að gera áður en það fari að bera meiri ábyrgð. Aðalheiður segir yngra fólk leggja meira upp úr því að skipuleggja æviskeiðið en forfeður og -mæður gerðu. „Núna hefur fólk miklu meira val um það hvaða stefnu það á að taka og hvenær það gerir hlutina. Fólk er miklu meira að hugsa um að fá upplifun og sækjast eftir því að fá lífsfyllingu. Það skiptir meira máli en að lifa upp í einhvern standard sem foreldrar eða samfélagið setur.“Fæðingartíðni á síðasta ári eftir aldri kvenna.Vísir/GvendurMeðalaldur mæðra hefur hækkað síðustu áratugi. Fram yfir 1980 var meðalaldur kvenna sem eignuðust sitt fyrsta barn um 22 ár en hefur hækkað upp í ríflega 28 ár.Fjöldi fæddra barna eftir hjúskaparstöðu móður.Vísir/GvendurÞá sýna tölur Hagstofunnar glögglega að fólk leggur minna upp úr því að gifta sig vegna barneigna en áður. Frá 1961 hefur hlutfall barna sem fæddust innan hjónabands lækkað úr 74% í tæp 30%. Hlutfall barna sem fæddust innan sambúðar hækkaði úr 13% í ríflega 56% á sama tímabili. „Það eru miklu fleiri sem eru ekki að miða við það að fara í samband til þess að eignast börn. Til dæmis samkynhneigðir og þeir sem vilja vera einir, þeir taka þessar ákvarðanir seinna,“ segir Aðalheiður Sigursveinsdóttir markþjálfi. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Konur á Íslandi eignast börn síðar á lífsleiðinni en áður. Nú er meðalaldur kvenna sem eignast sitt fyrsta barn rúmlega 28 ár. Markþjálfi segir að yngri kynslóðir skipuleggi lífshlaup sitt betur en foreldrar þeirra og seinki barneignum meðal annars vegna þess. Samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar um barneignir minnkar frjósemi íslenskra kvenna, er þar átt við fjölda fæddra barna á ævi hverrar konu. Íslenskar konur hafa aldrei eignast færri börn en nú. Viðmiðið er 2,1 barn á hverja konu til að viðhalda mannfjöldanum. Talan er komin niður í 1,7 börn. Aðalheiður Sigursveinsdóttir markþjálfi segir að fólk sem leitar til hennar velti fyri sér hvaða möguleika það hafi áður en það setji sér fasta ramma í lífinu. Fólk spyrji sig hvað það langi til að gera áður en það fari að bera meiri ábyrgð. Aðalheiður segir yngra fólk leggja meira upp úr því að skipuleggja æviskeiðið en forfeður og -mæður gerðu. „Núna hefur fólk miklu meira val um það hvaða stefnu það á að taka og hvenær það gerir hlutina. Fólk er miklu meira að hugsa um að fá upplifun og sækjast eftir því að fá lífsfyllingu. Það skiptir meira máli en að lifa upp í einhvern standard sem foreldrar eða samfélagið setur.“Fæðingartíðni á síðasta ári eftir aldri kvenna.Vísir/GvendurMeðalaldur mæðra hefur hækkað síðustu áratugi. Fram yfir 1980 var meðalaldur kvenna sem eignuðust sitt fyrsta barn um 22 ár en hefur hækkað upp í ríflega 28 ár.Fjöldi fæddra barna eftir hjúskaparstöðu móður.Vísir/GvendurÞá sýna tölur Hagstofunnar glögglega að fólk leggur minna upp úr því að gifta sig vegna barneigna en áður. Frá 1961 hefur hlutfall barna sem fæddust innan hjónabands lækkað úr 74% í tæp 30%. Hlutfall barna sem fæddust innan sambúðar hækkaði úr 13% í ríflega 56% á sama tímabili. „Það eru miklu fleiri sem eru ekki að miða við það að fara í samband til þess að eignast börn. Til dæmis samkynhneigðir og þeir sem vilja vera einir, þeir taka þessar ákvarðanir seinna,“ segir Aðalheiður Sigursveinsdóttir markþjálfi.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira