Nauðgunardómur mildaður um hálft ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. apríl 2019 16:00 Húsakynni Landsréttar. Vísir/Hanna Landsréttur staðfesti í dag sakfellingu Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Þórði Juhasz og dæmdi hann til þriggja og hálfs árs fangelsis fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku. Hérðasdómur hafði dæmt Þórð til fjögurra ára fangelsis og stytti Landsréttur því dóminn yfir honum um hálft ár. Þórður, sem framdi brotið árið 2016, er sagður hafa nýtt sér yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni vegna aldurs- og þroskamunar auk þess sem hún var ein með honum í bíl, fjarri öðrum. Þá var því einnig lýst í dómi héraðsdóms að Þórður hafi beitt afli til þess að stúlkan héldi áfram þegar hún reyndi að hætta. Nánar má lesa um brot Þórðar í fyrri frétt Vísis.Sjá einnig: Fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku Í dómsniðurstöðum Landsréttar segir að brot Þórðar sé alvarlegt og minnt á að það hafi beinst gegn 14 ára barni. Þórður eigi sér þar að auki engar málsbætur. Því hafi verið talið rétt að staðfesta hinn áfrýjaða dóm „um sakfellingu ákærða og heimfærslu til refsiákvæða.“ Þar að auki skal Þórður greiða þær 1,6 milljónir króna sem kveðið var á um í dómi héraðsdóms, auk alls áfrýjunarkostnaðar. Hins vegar er ekki vikið að því orði í dómnum hvers vegna Landsréttur taldi rétt að milda fangelsisdóminn yfir Þórði um hálft ár - úr fjórum árum í þrjú og hálft sem fyrr segir. Ef bornir eru saman dómar héraðsdóms og Landréttar má sjá að síðarnefndi dómurinn telur ekki tilefni til að hafa hliðsjón af 3. tölulið 70. greinar almennra hegningarlaga, sem er svo hljóðandi: „Hversu mikil hætta var búin af verkinu, einkum þegar til þess er litið, hvenær, hvar og hvernig það var framkvæmt.“ Ætla má að Landsréttur hafi því ekki talið þennan lið eiga við brot Þórðar, ólíkt Héraðsdómi Reykjavíkur. Dóm Landsréttar má nálgast hér. Dómsmál Tengdar fréttir Fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Þórð Juhasz í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára gamalli stúlku í ágúst 2016. 23. mars 2018 18:42 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag sakfellingu Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Þórði Juhasz og dæmdi hann til þriggja og hálfs árs fangelsis fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku. Hérðasdómur hafði dæmt Þórð til fjögurra ára fangelsis og stytti Landsréttur því dóminn yfir honum um hálft ár. Þórður, sem framdi brotið árið 2016, er sagður hafa nýtt sér yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni vegna aldurs- og þroskamunar auk þess sem hún var ein með honum í bíl, fjarri öðrum. Þá var því einnig lýst í dómi héraðsdóms að Þórður hafi beitt afli til þess að stúlkan héldi áfram þegar hún reyndi að hætta. Nánar má lesa um brot Þórðar í fyrri frétt Vísis.Sjá einnig: Fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku Í dómsniðurstöðum Landsréttar segir að brot Þórðar sé alvarlegt og minnt á að það hafi beinst gegn 14 ára barni. Þórður eigi sér þar að auki engar málsbætur. Því hafi verið talið rétt að staðfesta hinn áfrýjaða dóm „um sakfellingu ákærða og heimfærslu til refsiákvæða.“ Þar að auki skal Þórður greiða þær 1,6 milljónir króna sem kveðið var á um í dómi héraðsdóms, auk alls áfrýjunarkostnaðar. Hins vegar er ekki vikið að því orði í dómnum hvers vegna Landsréttur taldi rétt að milda fangelsisdóminn yfir Þórði um hálft ár - úr fjórum árum í þrjú og hálft sem fyrr segir. Ef bornir eru saman dómar héraðsdóms og Landréttar má sjá að síðarnefndi dómurinn telur ekki tilefni til að hafa hliðsjón af 3. tölulið 70. greinar almennra hegningarlaga, sem er svo hljóðandi: „Hversu mikil hætta var búin af verkinu, einkum þegar til þess er litið, hvenær, hvar og hvernig það var framkvæmt.“ Ætla má að Landsréttur hafi því ekki talið þennan lið eiga við brot Þórðar, ólíkt Héraðsdómi Reykjavíkur. Dóm Landsréttar má nálgast hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Þórð Juhasz í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára gamalli stúlku í ágúst 2016. 23. mars 2018 18:42 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Sjá meira
Fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Þórð Juhasz í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára gamalli stúlku í ágúst 2016. 23. mars 2018 18:42