Lífið samstarf

Páskamaturinn aldrei verið einfaldari

Einn og tveir og elda kynnir
Dýrindis páskaveisla fyrir allt að 6 manns. Sent heim að dyrum.
Dýrindis páskaveisla fyrir allt að 6 manns. Sent heim að dyrum. Einn, tveir og elda
Nú þegar páskarnir eru rétt handan við hornið hefur matarpakkafyrirtækið Einn, tveir og elda tekið upp á því að auðvelda fólki matarinnkaupin og eldamennskuna um páskana með því að bjóða upp á Páskapakkann. Páskapakkinn inniheldur ljúffenga páskadagsmáltíð fyrir allt að 6 manns og kostar aðeins um 10.990 kr.

Einn, tveir og elda hefur í rúmt ár boðið upp á matarpakka sem innihalda öll hráefni í þrjá rétti auk uppskrifta, sem sendir eru upp að dyrum til viðskiptavina. Þessi þjónusta verður sífellt vinsælli hér á landi sem og erlendis.

Jenný Sif Ólafsdóttir, verkefnastjóri Einn, tveir og elda, segir mikla eftirspurn vera eftir slíkri þjónustu, enda auðveldi þetta eldamennskuna gríðarlega fyrir fólk auk þess að fækka búðarferðum og minnka matarsóun á sama tíma. „Okkur fannst tilvalið að bjóða uppá Páskapakka og höfum við fengið mjög góð viðbrögð við honum.“

Páskapakkinn inniheldur úrbeinað og marinerað lambalæri, úrvals meðlæti og ljúffenga villisveppasósu auk eftirréttar.

„Það kostar auðvitað sitt að fara í búð og kaupa allt í svona máltíð og oftar en ekki þarf fólk að kaupa hráefnin í meira magni heldur en raunverulega þarf í máltíðina. Þar að auki eru margir óöruggir í eldhúsinu þegar kemur að svona hátíðarmat, en með Páskapakkanum okkar fylgja ítarlegar eldunarleiðbeiningar svo eldamennskan ætti að vera bæði auðveld og skemmtileg í senn,“ segir Jenný.

Hvernig virkar þetta?

Páskapakkinn er til sölu á heimasíðunni okkar, einntveir.is en þar getur fólk stofnað aðgang og pantað pakkann með einföldum hætti. Hægt er að panta pakkann til kl.13, föstudaginn 12. Apríl,“ útskýrir Jenný Sif. Pakkarnir verða keyrðir út til viðskiptavina, miðvikudaginn 17. apríl.

„Við erum með fría heimsendingu á öllum pökkunum okkar á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ og á Akureyri. Það er einnig hægt að hafa samband við okkur beint í síma 5811200 fyrir frekari upplýsingar.“

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Einn, tveir og elda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×